Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. júlí 2025 12:55 Mótmælendurnir hafa komið sér fyrir á miðjum veginum. Vísir/Oddur Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. Dagmar Valsdóttir, gistihúsaeigandi í Grindavík efndi til mótmælanna þar sem að bæði Bláa lónið og gistiheimilið Northern Light Inn, sem er staðsett nálægt Svartsengi, eru opin og í fullum rekstri. Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákváðu hins vegar að einungis íbúar í Grindavík gætu snúið aftur til bæjarins. Atvinnurekendur þar geta því ekki tekið á móti ferðamönnum. Sjá einnig: Segir ferðaþjónustunni mismunaði og efnir til mótmæla Mótmælendur telja um mismunun að ræða. „Við viljum að ríkisstjórnin, Almannavarnir, lögreglustjórinn hlusti á okkur. Við skiljum vel að það er náttúruvá og það þurfi að taka mið af því. En það að það sé engin hætta inni í Grindavík og hafi reyndar verið, það hefur aldrei gosið inni í Grindavík þótt að hraun hafi komið, þá eigum við ekki að þurfa berjast fyrir því að bjóða gestum okkur inn í Grindavík,“ segir Dagmar. „Mér er illa brugðið. Bærinn er lokaður en það er búið að opna hér allt í kring,“ segir Örn Sigurðsson, íbúi í Grindavík. Er lögreglu bar að garði sögðust mótmælendurnir ekki ætla að færa sig af veginum fyrr en Grindavíkurbær yrði opnaður almenningi. Um klukkustundarlöngum mótmælunum lauk rétt fyrir klukkan eitt. Ferðamenn á staðnum höfðu beðist vægðar, bæði við mótmælendur og lögreglu, og vísað til þess að þeir ættu á hættu að missa af flugferðum sínum frá landinu. „Þessi valdboðun sem gengur yfir okkur í hvert einasta skipti sem eitthvað gerist hérna hjá okkur. Það er engin ástæða af þessu gosi til að loka Grindavík, engin,“ segir Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar, hagsmunasamtaka um uppbyggingu í Grindavík, og einn mótmælenda. Hún er afar ósátt með orð forsætisráðherra sem flaug yfir gossvæðið nú fyrr í morgun með Ursula von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem er í opinberri heimsókn hér á landi. „Hún hefur ekki sinnt skilaboðum varðandi áheyrn. Það er allt í lagi að sýna Grindavík og tala um áfallaþol samfélagsins þegar hér koma virtir gestir. En hún getur ekki til okkar og virt okkur maður að mann. “ Að sögn Odds Ævars Gunnarssonar, fréttamanns Sýnar á vettvangi, flautuðu mótmælendurnir bílflautum sínum þegar bifreið von der Leyen keyrði fram hjá í lögreglufylgd á leiðinni í heimsókn til Grindavíkur ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Ursual von der Leyen á leið til Grindavíkur í lögreglufylgd.Vísir/Oddur Gylfi Arnar Ísleifsson, eigandi pítsastaðarins Papas í Grindavík, var meðal mótmælenda auk tveggja starfsmanna hans. Hann kallar eftir svörum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. „Hann verður að koma með einhver rök fyrir þessu,“ segir Gylfi. „Það er ekki hægt að vera reyna drepa okkur.“ Grindavík Bláa lónið Fréttir af flugi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Dagmar Valsdóttir, gistihúsaeigandi í Grindavík efndi til mótmælanna þar sem að bæði Bláa lónið og gistiheimilið Northern Light Inn, sem er staðsett nálægt Svartsengi, eru opin og í fullum rekstri. Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákváðu hins vegar að einungis íbúar í Grindavík gætu snúið aftur til bæjarins. Atvinnurekendur þar geta því ekki tekið á móti ferðamönnum. Sjá einnig: Segir ferðaþjónustunni mismunaði og efnir til mótmæla Mótmælendur telja um mismunun að ræða. „Við viljum að ríkisstjórnin, Almannavarnir, lögreglustjórinn hlusti á okkur. Við skiljum vel að það er náttúruvá og það þurfi að taka mið af því. En það að það sé engin hætta inni í Grindavík og hafi reyndar verið, það hefur aldrei gosið inni í Grindavík þótt að hraun hafi komið, þá eigum við ekki að þurfa berjast fyrir því að bjóða gestum okkur inn í Grindavík,“ segir Dagmar. „Mér er illa brugðið. Bærinn er lokaður en það er búið að opna hér allt í kring,“ segir Örn Sigurðsson, íbúi í Grindavík. Er lögreglu bar að garði sögðust mótmælendurnir ekki ætla að færa sig af veginum fyrr en Grindavíkurbær yrði opnaður almenningi. Um klukkustundarlöngum mótmælunum lauk rétt fyrir klukkan eitt. Ferðamenn á staðnum höfðu beðist vægðar, bæði við mótmælendur og lögreglu, og vísað til þess að þeir ættu á hættu að missa af flugferðum sínum frá landinu. „Þessi valdboðun sem gengur yfir okkur í hvert einasta skipti sem eitthvað gerist hérna hjá okkur. Það er engin ástæða af þessu gosi til að loka Grindavík, engin,“ segir Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar, hagsmunasamtaka um uppbyggingu í Grindavík, og einn mótmælenda. Hún er afar ósátt með orð forsætisráðherra sem flaug yfir gossvæðið nú fyrr í morgun með Ursula von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem er í opinberri heimsókn hér á landi. „Hún hefur ekki sinnt skilaboðum varðandi áheyrn. Það er allt í lagi að sýna Grindavík og tala um áfallaþol samfélagsins þegar hér koma virtir gestir. En hún getur ekki til okkar og virt okkur maður að mann. “ Að sögn Odds Ævars Gunnarssonar, fréttamanns Sýnar á vettvangi, flautuðu mótmælendurnir bílflautum sínum þegar bifreið von der Leyen keyrði fram hjá í lögreglufylgd á leiðinni í heimsókn til Grindavíkur ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Ursual von der Leyen á leið til Grindavíkur í lögreglufylgd.Vísir/Oddur Gylfi Arnar Ísleifsson, eigandi pítsastaðarins Papas í Grindavík, var meðal mótmælenda auk tveggja starfsmanna hans. Hann kallar eftir svörum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. „Hann verður að koma með einhver rök fyrir þessu,“ segir Gylfi. „Það er ekki hægt að vera reyna drepa okkur.“
Grindavík Bláa lónið Fréttir af flugi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira