Strandveiðum er lokið í sumar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. júlí 2025 17:07 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra. Sigurjón Ólason Málefni strandveiða eru nú komin á borð innviðaráðherra sem segir, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði, að engar lausnir séu fyrir hendi til að auka strandveiðikvótann. Strandveiðum er því lokið í sumar. Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, fékk í gær formlega á sitt borð málefni byggðakerfisins, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta. Strandveiðum lauk í dag þar sem frumvarp um bráðabirgðaákvæði til að lengja strandveiðar í 48 daga náði ekki í gegnum þingið fyrir þinglok. Fyrr í dag sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, sem var með málið á sínu borði þar til í gær, að hún hefði leitað allra lausna til að bæta við kvótann en engin lausn hafi staðið til boða. „Það er mín upplifun eftir að hafa mjög vel yfir málið og ég hef gert nokkrum sinnum. Ég gerði það enn einu sinni eftir að ljóst var að bráðabirgðafrumvarpið mitt komst ekki í gegnum þingið, en ég fann ekki neina leið,“ sagði Hanna Katrín. Aðspurður vísar Eyjólfur í orð atvinnuvegaráðherra og því verður tímabil strandveiða þetta sumarið ekki lengt. „Með þessari breytingu mun ég ekki hafa heimildir til að gefa út nýjar aflaheimildir,“ segir hann. Nýtt frumvarp í haust Breytingin varðar málefni byggðakerfisins og segir Eyjólfur hana muni einfalda störf Byggðastofnunar til muna. Byggðastofnun fer núna með umsjón 5,3 prósent kerfisins, það er að segja 5,3 prósent kvótans sem árlega hefur verið tekinn frá fyrir útgerðaflokkanna strandveiðar, almennur byggðakvóti, skel- og rækjubætur og línuívilnun. Að sögn Eyjólfs er hluti strandveiðanna af þessum 5,3 prósentum 47 prósent. Flutningsmálið sé í fullu samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að styrkja byggðamál. Eyjólfur segist sjálfur hafa barist fyrir breytingu á byggðakvótanum í kosningabaráttunni. Hann ætlar nú að leggja fram frumvarp núna í haust til að tryggja dagana 48, en sú sátt er í ríkisstjórnarsáttmálanum. „Ég mun leggja fram frumvarp til Alþingis með það að markmiði að tryggja 48 daga til strandveiða með tilliti til aflaheimilda 5,3 prósentanna,“ segir hann. „Við vorum með lagafrumvarp til Alþingi sem átti að tryggja 48 daga og það tókst því miður ekki að afgreiða frumvarp atvinnuvegaráðherra um strandveiðarnar á þingi núna vegna málþófs stjórnarandstöðunnar. Við þetta situr og ég verð að horfa til framtíðar hvað það varðar.“ Sérfræðingar ráðuneytisins hafa þegar hafið störf til að búa til frumvarpið. „Það er mál alls samfélagsins að tryggja það að sjávarbyggðir hafi aðgang að miðunum fyrir utan eldhúsgluggann hjá sér,“ segir Eyjólfur. Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flokkur fólksins Sjávarútvegur Byggðamál Tengdar fréttir Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35 Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um strandveiðar sem ætlað er að tryggja 48 daga veiðitímabil í sumar. Í greinargerð frumvarpsins segir að mögulega þurfi að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð, til að unnt sé að tryggja 48 daga tímabil. 29. maí 2025 11:22 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, fékk í gær formlega á sitt borð málefni byggðakerfisins, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta. Strandveiðum lauk í dag þar sem frumvarp um bráðabirgðaákvæði til að lengja strandveiðar í 48 daga náði ekki í gegnum þingið fyrir þinglok. Fyrr í dag sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, sem var með málið á sínu borði þar til í gær, að hún hefði leitað allra lausna til að bæta við kvótann en engin lausn hafi staðið til boða. „Það er mín upplifun eftir að hafa mjög vel yfir málið og ég hef gert nokkrum sinnum. Ég gerði það enn einu sinni eftir að ljóst var að bráðabirgðafrumvarpið mitt komst ekki í gegnum þingið, en ég fann ekki neina leið,“ sagði Hanna Katrín. Aðspurður vísar Eyjólfur í orð atvinnuvegaráðherra og því verður tímabil strandveiða þetta sumarið ekki lengt. „Með þessari breytingu mun ég ekki hafa heimildir til að gefa út nýjar aflaheimildir,“ segir hann. Nýtt frumvarp í haust Breytingin varðar málefni byggðakerfisins og segir Eyjólfur hana muni einfalda störf Byggðastofnunar til muna. Byggðastofnun fer núna með umsjón 5,3 prósent kerfisins, það er að segja 5,3 prósent kvótans sem árlega hefur verið tekinn frá fyrir útgerðaflokkanna strandveiðar, almennur byggðakvóti, skel- og rækjubætur og línuívilnun. Að sögn Eyjólfs er hluti strandveiðanna af þessum 5,3 prósentum 47 prósent. Flutningsmálið sé í fullu samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að styrkja byggðamál. Eyjólfur segist sjálfur hafa barist fyrir breytingu á byggðakvótanum í kosningabaráttunni. Hann ætlar nú að leggja fram frumvarp núna í haust til að tryggja dagana 48, en sú sátt er í ríkisstjórnarsáttmálanum. „Ég mun leggja fram frumvarp til Alþingis með það að markmiði að tryggja 48 daga til strandveiða með tilliti til aflaheimilda 5,3 prósentanna,“ segir hann. „Við vorum með lagafrumvarp til Alþingi sem átti að tryggja 48 daga og það tókst því miður ekki að afgreiða frumvarp atvinnuvegaráðherra um strandveiðarnar á þingi núna vegna málþófs stjórnarandstöðunnar. Við þetta situr og ég verð að horfa til framtíðar hvað það varðar.“ Sérfræðingar ráðuneytisins hafa þegar hafið störf til að búa til frumvarpið. „Það er mál alls samfélagsins að tryggja það að sjávarbyggðir hafi aðgang að miðunum fyrir utan eldhúsgluggann hjá sér,“ segir Eyjólfur.
Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flokkur fólksins Sjávarútvegur Byggðamál Tengdar fréttir Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35 Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um strandveiðar sem ætlað er að tryggja 48 daga veiðitímabil í sumar. Í greinargerð frumvarpsins segir að mögulega þurfi að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð, til að unnt sé að tryggja 48 daga tímabil. 29. maí 2025 11:22 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35
Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um strandveiðar sem ætlað er að tryggja 48 daga veiðitímabil í sumar. Í greinargerð frumvarpsins segir að mögulega þurfi að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð, til að unnt sé að tryggja 48 daga tímabil. 29. maí 2025 11:22