Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Jón Þór Stefánsson skrifar 17. júlí 2025 20:02 Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Vilhelm Steingrímur Árnason og Egill Rúnar Erlendsson hafa verið sakfelldir fyrir að blekkja starfsmenn erlends vefþróunarfyrirtækis til að greiða sér umtalsverðar fjárhæðir í formi auglýsingatekna vegna þriggja vefsíðna sem þeir hýstu hjá fyrirtækinu. Þetta átti sér stað frá árinu 2015 til 2018. Báðir hlutu skilorðsbundna dóma. Egill er dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi, en Steingrímur fær þrjú ár skilorðsbundin. Samkvæmt ákæru fóru blekkingarnar þannig fram að Steingrímur hafi hlutast til um að stofna og skrá heimasíðurnar sem voru líkt og áður segir hýstar hjá erlendu fyrirtæki. Einungis ein af þessum þremur síðum var skráð í ákveðna þjónustu fyrirtækisins sem var skilyrði fyrir því að eiga rétt á hlutdeild í tekjum vegna birtra auglýsinga á síðunum. Egill starfaði hjá fyrirtækinu og samþykkti skráningu hinna vefsíðanna í umrædda þjónustu. Jafnframt er hann sagður hafa rangfært gögn um hlutdeild heimasíðnanna þriggja í auglýsingatekjum þannig að þær virtust eiga rétt á tekjum sem engin grundvöllur væri fyrir. Hann hafi svo sent fölsku gögnin til bókhaldsdeildar fyrirtækisins og fyrir vikið voru umtalsverðar fjárhæðir greiddar til Steingríms. Með þessum hætti öfluðu þeir sér tæplega 530 þúsund Bandaríkjadala, sem í dag jafngildir um 65 milljónum íslenskra króna. Annar trúverðugur en ekki hinn Egill játaði að mestu sök og í dómnum kemur fram að hann hafi verið samvinnuþýður við rannsókn málsins. Hann hafi einnig lýst iðrun sinni og eftirsjá. Að mati dómsins var framburður hans trúverðugur, og ekki væri hægt að sjá að hann hefði hlíft sjálfum sér fyrir betri útkomu í málinu. Var hans framburður lagður til grundvallar í málinu. Hins vegar neitaði Steingrímur sök alveg frá því að málið kom upp í ágúst 2018. Hann er sagður haf færst undan því að svara spurningum fyrirtækisins áður en málið fór til íslenskra yfirvalda. Í dómnum segir að sum svör hans hafi borið vott um hroka, og hann snúið út úr. Einnig bendi gögn málsins til þess að hann hafi vitað meira en hann vildi viðurkenna. Hann hafi í raun og veru tekið ákvarðanir um og stýrt hver framvindan yrði, eða í það minnsta látið það átölulaust. Dómnum þótti framburður Egils ótrúverðugur og var að mestu horft fram hjá framburði hans. Þaulskipulögð og gróf brot Þeir voru báðir sakfelldir sem aðalmenn fyrir fjársvik og peningaþvætti. Í dómnum segir að brot þeirra hafi verið sérhæfð og flókin framin með leynd af fagmönnum á viðkomandi sviði. Brot þeirra, sem hafi verið þaulskipulögð og gróf, hafi valdið miklu tjóni. Þá hafi brotavilji þeirra verið sterkur. Fram kemur að Egill hafi gert samkomulag við fyrirtækið og þar með leitast eftir að draga úr afleiðingum brota sinna. Dómnum þótti rétt að dæma Egil í tveggja og hálfs árs fangelsi og Steingrím í þriggja ára fangelsi. Vegna þess hve mikill dráttur málsins var þótti rétt að skilorðsbinda refsinguna. Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Sjá meira
Báðir hlutu skilorðsbundna dóma. Egill er dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi, en Steingrímur fær þrjú ár skilorðsbundin. Samkvæmt ákæru fóru blekkingarnar þannig fram að Steingrímur hafi hlutast til um að stofna og skrá heimasíðurnar sem voru líkt og áður segir hýstar hjá erlendu fyrirtæki. Einungis ein af þessum þremur síðum var skráð í ákveðna þjónustu fyrirtækisins sem var skilyrði fyrir því að eiga rétt á hlutdeild í tekjum vegna birtra auglýsinga á síðunum. Egill starfaði hjá fyrirtækinu og samþykkti skráningu hinna vefsíðanna í umrædda þjónustu. Jafnframt er hann sagður hafa rangfært gögn um hlutdeild heimasíðnanna þriggja í auglýsingatekjum þannig að þær virtust eiga rétt á tekjum sem engin grundvöllur væri fyrir. Hann hafi svo sent fölsku gögnin til bókhaldsdeildar fyrirtækisins og fyrir vikið voru umtalsverðar fjárhæðir greiddar til Steingríms. Með þessum hætti öfluðu þeir sér tæplega 530 þúsund Bandaríkjadala, sem í dag jafngildir um 65 milljónum íslenskra króna. Annar trúverðugur en ekki hinn Egill játaði að mestu sök og í dómnum kemur fram að hann hafi verið samvinnuþýður við rannsókn málsins. Hann hafi einnig lýst iðrun sinni og eftirsjá. Að mati dómsins var framburður hans trúverðugur, og ekki væri hægt að sjá að hann hefði hlíft sjálfum sér fyrir betri útkomu í málinu. Var hans framburður lagður til grundvallar í málinu. Hins vegar neitaði Steingrímur sök alveg frá því að málið kom upp í ágúst 2018. Hann er sagður haf færst undan því að svara spurningum fyrirtækisins áður en málið fór til íslenskra yfirvalda. Í dómnum segir að sum svör hans hafi borið vott um hroka, og hann snúið út úr. Einnig bendi gögn málsins til þess að hann hafi vitað meira en hann vildi viðurkenna. Hann hafi í raun og veru tekið ákvarðanir um og stýrt hver framvindan yrði, eða í það minnsta látið það átölulaust. Dómnum þótti framburður Egils ótrúverðugur og var að mestu horft fram hjá framburði hans. Þaulskipulögð og gróf brot Þeir voru báðir sakfelldir sem aðalmenn fyrir fjársvik og peningaþvætti. Í dómnum segir að brot þeirra hafi verið sérhæfð og flókin framin með leynd af fagmönnum á viðkomandi sviði. Brot þeirra, sem hafi verið þaulskipulögð og gróf, hafi valdið miklu tjóni. Þá hafi brotavilji þeirra verið sterkur. Fram kemur að Egill hafi gert samkomulag við fyrirtækið og þar með leitast eftir að draga úr afleiðingum brota sinna. Dómnum þótti rétt að dæma Egil í tveggja og hálfs árs fangelsi og Steingrím í þriggja ára fangelsi. Vegna þess hve mikill dráttur málsins var þótti rétt að skilorðsbinda refsinguna.
Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Sjá meira