Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. júlí 2025 12:57 Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir málþófi stjórnarandstöðunnar að miklu leyti um að kenna að Flokkur fólksins hafi borið skarðan hlut frá borði. vísir/vilhelm Prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir það að sumu leyti óheppilegt hve skarðan hluta Flokkur fólksins bar frá borði á síðasta löggjafarþingi. Sum af stærstu kosningaloforðum flokksins urðu ekki að lögum og þurfa því að bíða fram á haust. Fordæmalaust málþóf hafi þó sett strik í reikninginn. Strandveiðar voru stöðvaðar í gær þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda um að leitað yrði lausna svo þeim yrði fram haldið. Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, sagði til að mynda á samfélagsmiðlum á mánudag að strandveiðimenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur. Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra Viðreisnar, um 48 daga strandveiðisumar sem var eitt af kosningaloforðum Flokk fólksins strandaði í þinginu og verður tekið aftur upp næsta þingvetur. „Við erum búin að gera okkar besta“ „Við höfum náð mjög mörgum málum í gegnum þingið en það breytir ekki þeirri staðreynd að ótrúlega mörg mál okkur hefðum við viljað sjá þar frekar. Ég vil segja það sérstaklega við strandveiðisjómenn okkar að þið eruð ekkert að fara með flotann í landið í þessari viku. Við erum búin að gera okkar besta og ég þakka þeim sem komu hér á pallanna og upplifðu í raun það ofbeldi sem við höfum mátt sæta hér í þingsalnum,“ sagði Inga í Facebook-færslu sinni á mánudag. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir málþófi að einhverju leyti um að kenna. „Þá náttúrulega lenti ríkisstjórnin í því að fjölmörg af hennar málum komust ekki í gegn. Fljótt á litið virðist meira af slíkum málum sem komust ekki í gegn vera málefni sem Flokkur fólksins bar mjög fyrir brjósti. Það eru fjölmörg önnur stór atriði sem duttu út. Þetta voru ekki nema fjögur mál sem komust í gegn fyrir þinglokin.“ „Sýnist að þau kenni bara stjórnarandstöðunni um“ Meðal annarra mála sem talin hafa verið meðal stærstu kosningaloforða Flokk fólksins og urðu jafnframt ekki að lögum á síðasta þingi má nefna frumvarp um að tengja bætur úr almannatryggingakerfinu við launavísitölu og frumvarp um hunda- og kattahald í fjöleignahúsum. „Það er alltaf óheppilegt fyrir ríkisstjórn og stjórnarflokka að ná ekki í gegn málum. Hins vegar þá var þetta málþóf sem var dæmalaust og var stoppað með því að beita 71. greininni. Þess vegna er í rauninni þessi staða fordæmalaus.“ Ljóst þykir að mati Ólafs að stjórnarandstaðan muni nýta stöðuna til að hafa flokkinn að skotspæni. Afleiðingarnar muni að einhverju leyti velta á því hvort mál Flokk fólksins hljóti forgang á næsta þingi. „Það eina sem skiptir máli fyrir þetta er hvort að Flokkur fólksins unir þessu svo illa og kennir félögum sínum í ríkisstjórninni um það að þessi mál hafi ekki komist í gegn. Ég sé samt engin merki um það að Flokkur fólksins sé á þeim buxunum. Mér sýnist að þau kenni bara stjórnarandstöðunni um það.“ Flokkur fólksins Strandveiðar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Strandveiðar voru stöðvaðar í gær þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda um að leitað yrði lausna svo þeim yrði fram haldið. Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, sagði til að mynda á samfélagsmiðlum á mánudag að strandveiðimenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur. Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra Viðreisnar, um 48 daga strandveiðisumar sem var eitt af kosningaloforðum Flokk fólksins strandaði í þinginu og verður tekið aftur upp næsta þingvetur. „Við erum búin að gera okkar besta“ „Við höfum náð mjög mörgum málum í gegnum þingið en það breytir ekki þeirri staðreynd að ótrúlega mörg mál okkur hefðum við viljað sjá þar frekar. Ég vil segja það sérstaklega við strandveiðisjómenn okkar að þið eruð ekkert að fara með flotann í landið í þessari viku. Við erum búin að gera okkar besta og ég þakka þeim sem komu hér á pallanna og upplifðu í raun það ofbeldi sem við höfum mátt sæta hér í þingsalnum,“ sagði Inga í Facebook-færslu sinni á mánudag. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir málþófi að einhverju leyti um að kenna. „Þá náttúrulega lenti ríkisstjórnin í því að fjölmörg af hennar málum komust ekki í gegn. Fljótt á litið virðist meira af slíkum málum sem komust ekki í gegn vera málefni sem Flokkur fólksins bar mjög fyrir brjósti. Það eru fjölmörg önnur stór atriði sem duttu út. Þetta voru ekki nema fjögur mál sem komust í gegn fyrir þinglokin.“ „Sýnist að þau kenni bara stjórnarandstöðunni um“ Meðal annarra mála sem talin hafa verið meðal stærstu kosningaloforða Flokk fólksins og urðu jafnframt ekki að lögum á síðasta þingi má nefna frumvarp um að tengja bætur úr almannatryggingakerfinu við launavísitölu og frumvarp um hunda- og kattahald í fjöleignahúsum. „Það er alltaf óheppilegt fyrir ríkisstjórn og stjórnarflokka að ná ekki í gegn málum. Hins vegar þá var þetta málþóf sem var dæmalaust og var stoppað með því að beita 71. greininni. Þess vegna er í rauninni þessi staða fordæmalaus.“ Ljóst þykir að mati Ólafs að stjórnarandstaðan muni nýta stöðuna til að hafa flokkinn að skotspæni. Afleiðingarnar muni að einhverju leyti velta á því hvort mál Flokk fólksins hljóti forgang á næsta þingi. „Það eina sem skiptir máli fyrir þetta er hvort að Flokkur fólksins unir þessu svo illa og kennir félögum sínum í ríkisstjórninni um það að þessi mál hafi ekki komist í gegn. Ég sé samt engin merki um það að Flokkur fólksins sé á þeim buxunum. Mér sýnist að þau kenni bara stjórnarandstöðunni um það.“
Flokkur fólksins Strandveiðar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira