Fótbolti

Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Víkingur vann afar öruggan 8-0 sigur.
Víkingur vann afar öruggan 8-0 sigur. vísir

Valur og Víkingur komust áfram í aðra umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar með góðum sigrum í gærkvöldi.

Valur vann 2-1 í leiknum gegn Flora Tallinn frá Eistlandi og einvígið samanlagt 5-1. Tryggvi Hrafn Haraldsson braut ísinn með stórbrotnu marki úr skoti fyrir aftan miðju. Flora-menn jöfnuðu undir lok fyrri hálfleiks en Jónatan Ingi tryggði Valsmönnum sigurinn á lokamínútunum.

Víkingur vann einstaklega öruggan 8-0 sigur gegn Malisheva frá Kósovó. Í fyrri hálfleik skoraði Nikolaj Hansen þrennu, Oliver Ekroth og Daníel Hafsteinsson einnig með mörk. Valdimar Ingimundarson bætti svo við í seinni hálfleik áður en Atli Jónasson og Sveinn Gísli Þorkelsson skoruðu sín fyrstu Evrópumörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×