Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar 18. júlí 2025 20:00 Um þessar mundir virðist ekki vera nokkur skortur á ábyrgðarlausum yfirlýsingum á íslenska stjórnmálasviðinu. Þinginu var slitið í upphafi vikunnar í skugga óræðra hótana af hálfu stjórnarandstöðunnar í kjölfar þess að bundinn var endi á málþóf og tafaleiki sem hafa einkennt allt starf vorsins síðan þing kom saman í febrúar. Þá hefur Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður sjálfstæðisflokksins sett fram undarleg viðbrögð á Facebook síðu sinni þann 17. júlí vegna heimsóknar forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursulu von der Leyen til landsins í tilefni af samstarfsyfirlýsingu við Ísland um öryggis- og varnarmál. Formaður Sjálfstæðisflokksins talar um leynileg áform, „grundvallarstefnubreytingar“ og gefið í skyn að þjóðin hafi ekki veitt umboð sitt til þess að eiga tvíhliða samtal við Evrópusambandið um þessi málefni enda geti það farið í bága við skyldur okkar sem NATO-þjóð. Það er skemmst að segja frá því að Evrópusambandið hefur um þessar mundir hafið sambærilegt samtal við aðrar Evrópuþjóðir sem standa utan bandalagsins. Þetta eru þjóðir sem við Íslendingar viljum sannarlega bera okkur saman við, til að mynda NATO-þjóðirnar Noregur og Bretland. Þá hefur önnur NATO-þjóð, Kanada, tekið afdráttarlaus skref í átt að auknu samstarfi við Evrópusambandi á sviði öryggis- og varnarmála en einnig viðskipta. Vel að merkja er hér um að ræða þjóðir sem eiga sér öfluga og gagnrýna stjórnarandstöðu af hægri vængnum sem hefur tekið samstarfinu fagnandi. Af þeirra hálfu er horfst í augu við heiminn eins og hann er og stjórnarandstaðan stillir sig um að slá ódýrar pólitískar keilur um jafn mikilvæg málefni. Samstarfsyfirlýsing Íslands og Evrópusambandsins lýtur að fjölmörgum atriðum, til að mynda auknu upplýsingaflæði, samráði um öryggi á hafsvæðum og á norðurslóðum, möguleika á þátttöku í friðargæsluverkefnum og samstarfi um fjárfestingar í innviðum sem nýtast í senn til almannavarna og hefðbundinna varnarverkefna. Þetta eru málefni sem Ísland hefur þegar sinnt þátttöku í gegnum NATO. Það gengur ekki gegn skyldum okkar sem stofnaðila að Norður Atlantshafsbandalaginu að efla varnir okkar í samstarfi við líkt þenkjandi þjóðir. Það er beinlínis ábyrg stefna og verður að skoða í samhengi við ákall vestanhafs um að aðildarþjóðir auki við framlög sín til varnarmála. Það þarf ekki að minna formann Sjálfstæðisflokksins að stríð geisar í Evrópu og eðli sem og form öryggisógna taka gífurlega hröðum breytingum. Þá gildir öllu að taka höndum saman við okkar helstu bandamenn í Evrópu sem eru og verða okkar mikilvægasti viðskiptavettvangur. Með því að taka á móti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á tvíhliða grunni styrkir Ísland ekki bara samstarf sitt við helstu bandamenn sína í öryggis- og varnarmálum með sýnilegum hætti heldur stöndum við styrkri stöðu sem sjálfstæður samningsaðili. Þetta ætti að vera öllum fagnaðarefni. Ísland er sjálfstætt ríki og verður það vonandi um ókomna tíð. Við erum hins vegar ekki ein. Við eigum allt okkar öryggi undir því að alþjóðalög séu virt og milliríkjaviðskipti séu ræktuð sem mest við önnur lýðræðisríki sem deila með okkur gildum og hagsmunum. Að vissu leyti hef ég skilning á því að formaður stjórnmálaflokks í stjórnarandstöðu noti tilefnið og setji heimsókn forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að einhverju leyti í samhengi við fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hugsanlegt áframhald á aðildarviðræðum Íslands við sambandið. Óeðlilegt hefði verið ef málefnið hefði ekki borist til tals og viðbúið var að Sjálfstæðisflokkurinn vilji stilla sér gegn því að þeim verði fram haldið. Þá á hins vegar að ræða slíkt beint. Hér missti formaður sjálfstæðisflokksins af gullnu tækifæri á að benda á hversu máttug við jafnvel erum sem smáþjóð sem hefur burði til að gera tvíhliða samkomulag við hið stóra Evrópusamband. Það er því ekkert eðlilega óábyrgt að reyna að gera ábyrgt, rökrétt og skynsamlegt samstarf Íslands og Evrópusambandsins í öryggis- og varnarmálum tortryggilegt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og á sæti í utanríkismálanefnd Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Dagbjört Hákonardóttir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir virðist ekki vera nokkur skortur á ábyrgðarlausum yfirlýsingum á íslenska stjórnmálasviðinu. Þinginu var slitið í upphafi vikunnar í skugga óræðra hótana af hálfu stjórnarandstöðunnar í kjölfar þess að bundinn var endi á málþóf og tafaleiki sem hafa einkennt allt starf vorsins síðan þing kom saman í febrúar. Þá hefur Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður sjálfstæðisflokksins sett fram undarleg viðbrögð á Facebook síðu sinni þann 17. júlí vegna heimsóknar forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursulu von der Leyen til landsins í tilefni af samstarfsyfirlýsingu við Ísland um öryggis- og varnarmál. Formaður Sjálfstæðisflokksins talar um leynileg áform, „grundvallarstefnubreytingar“ og gefið í skyn að þjóðin hafi ekki veitt umboð sitt til þess að eiga tvíhliða samtal við Evrópusambandið um þessi málefni enda geti það farið í bága við skyldur okkar sem NATO-þjóð. Það er skemmst að segja frá því að Evrópusambandið hefur um þessar mundir hafið sambærilegt samtal við aðrar Evrópuþjóðir sem standa utan bandalagsins. Þetta eru þjóðir sem við Íslendingar viljum sannarlega bera okkur saman við, til að mynda NATO-þjóðirnar Noregur og Bretland. Þá hefur önnur NATO-þjóð, Kanada, tekið afdráttarlaus skref í átt að auknu samstarfi við Evrópusambandi á sviði öryggis- og varnarmála en einnig viðskipta. Vel að merkja er hér um að ræða þjóðir sem eiga sér öfluga og gagnrýna stjórnarandstöðu af hægri vængnum sem hefur tekið samstarfinu fagnandi. Af þeirra hálfu er horfst í augu við heiminn eins og hann er og stjórnarandstaðan stillir sig um að slá ódýrar pólitískar keilur um jafn mikilvæg málefni. Samstarfsyfirlýsing Íslands og Evrópusambandsins lýtur að fjölmörgum atriðum, til að mynda auknu upplýsingaflæði, samráði um öryggi á hafsvæðum og á norðurslóðum, möguleika á þátttöku í friðargæsluverkefnum og samstarfi um fjárfestingar í innviðum sem nýtast í senn til almannavarna og hefðbundinna varnarverkefna. Þetta eru málefni sem Ísland hefur þegar sinnt þátttöku í gegnum NATO. Það gengur ekki gegn skyldum okkar sem stofnaðila að Norður Atlantshafsbandalaginu að efla varnir okkar í samstarfi við líkt þenkjandi þjóðir. Það er beinlínis ábyrg stefna og verður að skoða í samhengi við ákall vestanhafs um að aðildarþjóðir auki við framlög sín til varnarmála. Það þarf ekki að minna formann Sjálfstæðisflokksins að stríð geisar í Evrópu og eðli sem og form öryggisógna taka gífurlega hröðum breytingum. Þá gildir öllu að taka höndum saman við okkar helstu bandamenn í Evrópu sem eru og verða okkar mikilvægasti viðskiptavettvangur. Með því að taka á móti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á tvíhliða grunni styrkir Ísland ekki bara samstarf sitt við helstu bandamenn sína í öryggis- og varnarmálum með sýnilegum hætti heldur stöndum við styrkri stöðu sem sjálfstæður samningsaðili. Þetta ætti að vera öllum fagnaðarefni. Ísland er sjálfstætt ríki og verður það vonandi um ókomna tíð. Við erum hins vegar ekki ein. Við eigum allt okkar öryggi undir því að alþjóðalög séu virt og milliríkjaviðskipti séu ræktuð sem mest við önnur lýðræðisríki sem deila með okkur gildum og hagsmunum. Að vissu leyti hef ég skilning á því að formaður stjórnmálaflokks í stjórnarandstöðu noti tilefnið og setji heimsókn forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að einhverju leyti í samhengi við fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hugsanlegt áframhald á aðildarviðræðum Íslands við sambandið. Óeðlilegt hefði verið ef málefnið hefði ekki borist til tals og viðbúið var að Sjálfstæðisflokkurinn vilji stilla sér gegn því að þeim verði fram haldið. Þá á hins vegar að ræða slíkt beint. Hér missti formaður sjálfstæðisflokksins af gullnu tækifæri á að benda á hversu máttug við jafnvel erum sem smáþjóð sem hefur burði til að gera tvíhliða samkomulag við hið stóra Evrópusamband. Það er því ekkert eðlilega óábyrgt að reyna að gera ábyrgt, rökrétt og skynsamlegt samstarf Íslands og Evrópusambandsins í öryggis- og varnarmálum tortryggilegt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og á sæti í utanríkismálanefnd Alþingis.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun