Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar 18. júlí 2025 17:31 Kæru landsmenn, Við sem rekum gistihús í Grindavík vitum betur en flestir hvað náttúruöflin geta haft áhrif á daglegt líf og rekstur. Þegar við þurftum að rýma Grindavík Guesthouse um miðja nótt var stærsta áhyggjuefnið ekki bara eignirnar eða tekjutapið, heldur fólkið sem var í húsinu okkar. Hvert áttu þau að fara? Gæti ég fundið pláss fyrir þau á síðustu stundu? Líkurnar á því voru litlar ,flestir svara ekki síma eftir miðnætti og enginn gerir ráð fyrir að fylla gistihús með svona skömmum fyrirvara. Þess vegna viljum við stofna nýja grúppu hér á Facebook sem tengir saman okkur gistihúsaeigendur, húsráðendur, og aðra sem búa yfir húsnæði sem mögulega væri hægt að nota tímabundið, hvort sem það er hús sem stendur autt meðan fólk er í fríi eða Airbnb sem ekki tókst að bóka. Þú þarft ekki að vera í ferðaþjónustu til að hjálpa, ef þú getur leigt út pláss í neyð, þá ert þú mikilvægur hlekkur í keðjunni. Grúppan heitir „Gistiaðstoð Grindavíkur“ og markmiðið er að við eigendur og rekstraraðilar getum fundið skjótan og öruggan bakhjarl þegar við þurfum að færa gesti með skömmum fyrirvara. Við viljum búa til net þar sem hægt er að: Finna tímabundið húsnæði fyrir gesti í neyð Hafa beint samband í gegnum síma eða Messenger Semja um sanngjarna greiðslu eða þjónustu í staðinn Minnka streitu þegar óvissan læðist að, sérstaklega ef nýtt gos verður Við biðjum ykkur – fjölskyldur, vinir, Airbnb-leigusalar og allir sem hafa eitthvað laust pláss, verið svo væn að ganga í grúppuna og láta vita ef þið viljið taka þátt. Þetta er ekki bara hjálp, þetta er fjárfesting í trausti, samstöðu og því sem við Íslendingar höfum alltaf verið þekkt fyrir: „þetta reddast“ hugarfar og að hjálpast að. Við gerum þetta ekki af því að við búumst við öllu frítt, heldur af því að við viljum búa til kerfi þar sem allir vinna – og enginn er skilinn eftir á götunni. Takk fyrir að lesa, og takk fyrir að hjálpa. – Gistihúsaeigendur í Grindavík Höfundur er eigandi Grindavík Guesthouse. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru landsmenn, Við sem rekum gistihús í Grindavík vitum betur en flestir hvað náttúruöflin geta haft áhrif á daglegt líf og rekstur. Þegar við þurftum að rýma Grindavík Guesthouse um miðja nótt var stærsta áhyggjuefnið ekki bara eignirnar eða tekjutapið, heldur fólkið sem var í húsinu okkar. Hvert áttu þau að fara? Gæti ég fundið pláss fyrir þau á síðustu stundu? Líkurnar á því voru litlar ,flestir svara ekki síma eftir miðnætti og enginn gerir ráð fyrir að fylla gistihús með svona skömmum fyrirvara. Þess vegna viljum við stofna nýja grúppu hér á Facebook sem tengir saman okkur gistihúsaeigendur, húsráðendur, og aðra sem búa yfir húsnæði sem mögulega væri hægt að nota tímabundið, hvort sem það er hús sem stendur autt meðan fólk er í fríi eða Airbnb sem ekki tókst að bóka. Þú þarft ekki að vera í ferðaþjónustu til að hjálpa, ef þú getur leigt út pláss í neyð, þá ert þú mikilvægur hlekkur í keðjunni. Grúppan heitir „Gistiaðstoð Grindavíkur“ og markmiðið er að við eigendur og rekstraraðilar getum fundið skjótan og öruggan bakhjarl þegar við þurfum að færa gesti með skömmum fyrirvara. Við viljum búa til net þar sem hægt er að: Finna tímabundið húsnæði fyrir gesti í neyð Hafa beint samband í gegnum síma eða Messenger Semja um sanngjarna greiðslu eða þjónustu í staðinn Minnka streitu þegar óvissan læðist að, sérstaklega ef nýtt gos verður Við biðjum ykkur – fjölskyldur, vinir, Airbnb-leigusalar og allir sem hafa eitthvað laust pláss, verið svo væn að ganga í grúppuna og láta vita ef þið viljið taka þátt. Þetta er ekki bara hjálp, þetta er fjárfesting í trausti, samstöðu og því sem við Íslendingar höfum alltaf verið þekkt fyrir: „þetta reddast“ hugarfar og að hjálpast að. Við gerum þetta ekki af því að við búumst við öllu frítt, heldur af því að við viljum búa til kerfi þar sem allir vinna – og enginn er skilinn eftir á götunni. Takk fyrir að lesa, og takk fyrir að hjálpa. – Gistihúsaeigendur í Grindavík Höfundur er eigandi Grindavík Guesthouse.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun