Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 19. júlí 2025 08:02 Forystumönnum Evrópusambandsins var fullljóst hvert markmið íslenzkra stjórnvalda var með bréfi sem Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, sendi til þeirra vorið 2015 og var ætlað að draga til baka umsókn fyrri stjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í sambandið. Ekki sízt þar sem uppkast að bréfinu var samið í samstarfi embættismanna utanríkisráðuneytisins og embættismanna Evrópusambandsins auk þess sem sambandið var og er með sendiskrifstofu á Íslandi sem fylgist vel með stjórnmálaumræðunni hérlendis. Fullyrt var við Gunnar Braga, bæði af embættismönnum utanríkisráðuneytisins og Evrópusambandsins, að bréfið fæli í sér að umsóknin yrði dregin til baka. Þar sagði að íslenzk stjórnvöld litu svo á að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki. Hins vegar var notað hugtakið „candidate country“ í enskri útgáfu bréfsins sem embættismennirnir sömdu uppkastið að en ekki „applicant country“. Þegar ríki sendir inn umsókn verður það „applicant country“ og verður síðan „candidate country“ ef umsóknin er samþykkt. Á íslenzku er hins vegar talað um umsóknarríki í báðum tilfellum. Vitanlega hljóta bæði umræddir embættismenn utanríkisráðuneytisins og Evrópusambandsins að hafa verið vel meðvitaðir um það að strangt til tekið væri ekki verið að nota rétt hugtak. Afar ólíklegt verður þannig að telja að þeir hafi ekki þekkt hvernig umsóknarferlið virkaði. Annað hefði auðvitað verið til marks um stórkostlega vanhæfni. Stuttu eftir að bréfið var sent í góðri trú lýstu embættismenn sambandsins því hins vegar yfir aðspurðir í fjölmiðlum að umsóknin hefði alls ekki verið dregin til baka með því. Þvert á það sem þeir höfðu fullvissað Gunnar Braga um skömmu áður. Vert er að rifja upp í þessum efnum að eftir að bréf Gunnars Braga var sent til Evrópusambandsins hvatti þáverandi formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, þingflokk jafnaðarmanna á þingi sambandsins til þess að þrýsta á framkvæmdastjórn þess að líta áfram á Ísland sem umsóknarríki og hunza þannig vilja íslenzkra stjórvalda. Ljóst er að orðið hefur verið við því. Framganga Evrópusambandsins í þessum efnum er vitanlega fyrir neðan allar hellur. Það er einu sinni svo að þegar sambandið hefur læst klónum í eitthvað sleppir það ekki takinu svo auðveldlega aftur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Forystumönnum Evrópusambandsins var fullljóst hvert markmið íslenzkra stjórnvalda var með bréfi sem Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, sendi til þeirra vorið 2015 og var ætlað að draga til baka umsókn fyrri stjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í sambandið. Ekki sízt þar sem uppkast að bréfinu var samið í samstarfi embættismanna utanríkisráðuneytisins og embættismanna Evrópusambandsins auk þess sem sambandið var og er með sendiskrifstofu á Íslandi sem fylgist vel með stjórnmálaumræðunni hérlendis. Fullyrt var við Gunnar Braga, bæði af embættismönnum utanríkisráðuneytisins og Evrópusambandsins, að bréfið fæli í sér að umsóknin yrði dregin til baka. Þar sagði að íslenzk stjórnvöld litu svo á að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki. Hins vegar var notað hugtakið „candidate country“ í enskri útgáfu bréfsins sem embættismennirnir sömdu uppkastið að en ekki „applicant country“. Þegar ríki sendir inn umsókn verður það „applicant country“ og verður síðan „candidate country“ ef umsóknin er samþykkt. Á íslenzku er hins vegar talað um umsóknarríki í báðum tilfellum. Vitanlega hljóta bæði umræddir embættismenn utanríkisráðuneytisins og Evrópusambandsins að hafa verið vel meðvitaðir um það að strangt til tekið væri ekki verið að nota rétt hugtak. Afar ólíklegt verður þannig að telja að þeir hafi ekki þekkt hvernig umsóknarferlið virkaði. Annað hefði auðvitað verið til marks um stórkostlega vanhæfni. Stuttu eftir að bréfið var sent í góðri trú lýstu embættismenn sambandsins því hins vegar yfir aðspurðir í fjölmiðlum að umsóknin hefði alls ekki verið dregin til baka með því. Þvert á það sem þeir höfðu fullvissað Gunnar Braga um skömmu áður. Vert er að rifja upp í þessum efnum að eftir að bréf Gunnars Braga var sent til Evrópusambandsins hvatti þáverandi formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, þingflokk jafnaðarmanna á þingi sambandsins til þess að þrýsta á framkvæmdastjórn þess að líta áfram á Ísland sem umsóknarríki og hunza þannig vilja íslenzkra stjórvalda. Ljóst er að orðið hefur verið við því. Framganga Evrópusambandsins í þessum efnum er vitanlega fyrir neðan allar hellur. Það er einu sinni svo að þegar sambandið hefur læst klónum í eitthvað sleppir það ekki takinu svo auðveldlega aftur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar