Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2025 11:03 Formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur segir að bæði Grindavíkurliðin muni spila aftur í Grindavík á komandi vetri. Vísir/Anton Brink Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur segir að körfuboltalið félagsins muni spila hluta af heimaleikjum sínum í Bónus deildinni í Grindavík á komandi tímabili. Grindavík hefur spilað í Smáranum í Kópavogi síðustu tvö tímabil vegna jarðhræringanna undir bænum og eldsumbrotanna í næsta nágrenni við hann. Nú er Grindavíkurliðið að snúa aftur heim. Það staðfestir og ítrekar Ingibergur í pistli á fésbókinni. Hann er mjög ósáttur með þá umræðu sem hann hefur orðið var við um það að Grindvíkingar eigi ekki að vera á leiðinni heim í körfuboltanum. „Mig langar ofsalega mikið til að slökkva á þessari ömurlegu umræðu eða draugasögu um það að Grindavík muni ekki spila heimaleiki í Grindavík í vetur,“ skrifar Ingibergur. „Það er hreint alveg ótrúlegt að lesa það á veraldarvefnum að það standi ekki til og jafnvel frá fólki sem veit betur eða hreinlega treystir okkur ekki þegar við segjumst ætla að spila leiki heima,“ skrifar Ingibergur. Óska eftir virðingu „Stjórn körfuknattleiksdeilar Grindavíkur óskar eftir virðingu fyrir það ótrúlega starf sem hefur unnist síðan 10.nóvember 2023 fyrir þá sálfræðiaðstoð sem við gátum veitt heilu samfélagi. Fyrir að hafa ekki lagt árar í bát og fyrir að skrifa söguna um liðin sem fóru aftur heim. Við erum á heimleið á okkar hraða, gert af skynsemi því við viljum ekki fórna starfinu fyrir bý með því að taka óþarfa óábyrga sjénsa,“ skrifar Ingibergur. „Virðingin er fólgin í því að sýna okkur traust í því sem við erum að gera og hætta að dreifa þessum "draugasögum",“ skrifar Ingibergur. Grindvíkingar mun ekki spila alla heimaleiki sína í Grindavík en vilja spila marga þeirra þar. Minnst átta heimaleikir í Grindavík „Þegar þessi pistill er ritaður þá hefur stjórnin óskað eftir því að spilaðir verða minnst átta heimaleikir í Grindavík í vetur og það geta allir sem viljað spurt KKÍ hvort það sé rétt,“ skrifar Ingibergur. Grindvíkingar vilja líka halda undirbúningsmót í Grindavík fyrir konurnar og fagna með því um leið endurkomu körfuboltans til bæjarins. „Ég sem formaður hef einnig sent póst á KKÍ og óskað eftir hjálp við að fá að halda mót fyrir kvennaliðin í deildinni í septembermánuði, mót sem er í anda Glacier mótsins sem haldið er í Þorlákshöfn á hverju ári áður en tímabilið byrjar. En okkur hefur fundist vanta að samskonar upphitunar mót sé haldið fyrir kvennaboltann og af hverju ekki að fara heim til Grindavíkur og halda það þar,“ skrifar Ingibergur. Sjáumst í heimaleik í Grindavík 2. október „Annars sjáumst við 2. október á heimaleik í Grindavík gegn Njarðvík þegar karlaliðið þeirra mætir í heimsókn og verður það fyrsti leikur síðan 9. nóvember 2023 sem spilaður hefur verið í nýja glæsilega salnum okkar,“ endar Ingibergur pistil sinn sem má sjá allan hér fyrir neðan. Bónus-deild karla UMF Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Grindavík hefur spilað í Smáranum í Kópavogi síðustu tvö tímabil vegna jarðhræringanna undir bænum og eldsumbrotanna í næsta nágrenni við hann. Nú er Grindavíkurliðið að snúa aftur heim. Það staðfestir og ítrekar Ingibergur í pistli á fésbókinni. Hann er mjög ósáttur með þá umræðu sem hann hefur orðið var við um það að Grindvíkingar eigi ekki að vera á leiðinni heim í körfuboltanum. „Mig langar ofsalega mikið til að slökkva á þessari ömurlegu umræðu eða draugasögu um það að Grindavík muni ekki spila heimaleiki í Grindavík í vetur,“ skrifar Ingibergur. „Það er hreint alveg ótrúlegt að lesa það á veraldarvefnum að það standi ekki til og jafnvel frá fólki sem veit betur eða hreinlega treystir okkur ekki þegar við segjumst ætla að spila leiki heima,“ skrifar Ingibergur. Óska eftir virðingu „Stjórn körfuknattleiksdeilar Grindavíkur óskar eftir virðingu fyrir það ótrúlega starf sem hefur unnist síðan 10.nóvember 2023 fyrir þá sálfræðiaðstoð sem við gátum veitt heilu samfélagi. Fyrir að hafa ekki lagt árar í bát og fyrir að skrifa söguna um liðin sem fóru aftur heim. Við erum á heimleið á okkar hraða, gert af skynsemi því við viljum ekki fórna starfinu fyrir bý með því að taka óþarfa óábyrga sjénsa,“ skrifar Ingibergur. „Virðingin er fólgin í því að sýna okkur traust í því sem við erum að gera og hætta að dreifa þessum "draugasögum",“ skrifar Ingibergur. Grindvíkingar mun ekki spila alla heimaleiki sína í Grindavík en vilja spila marga þeirra þar. Minnst átta heimaleikir í Grindavík „Þegar þessi pistill er ritaður þá hefur stjórnin óskað eftir því að spilaðir verða minnst átta heimaleikir í Grindavík í vetur og það geta allir sem viljað spurt KKÍ hvort það sé rétt,“ skrifar Ingibergur. Grindvíkingar vilja líka halda undirbúningsmót í Grindavík fyrir konurnar og fagna með því um leið endurkomu körfuboltans til bæjarins. „Ég sem formaður hef einnig sent póst á KKÍ og óskað eftir hjálp við að fá að halda mót fyrir kvennaliðin í deildinni í septembermánuði, mót sem er í anda Glacier mótsins sem haldið er í Þorlákshöfn á hverju ári áður en tímabilið byrjar. En okkur hefur fundist vanta að samskonar upphitunar mót sé haldið fyrir kvennaboltann og af hverju ekki að fara heim til Grindavíkur og halda það þar,“ skrifar Ingibergur. Sjáumst í heimaleik í Grindavík 2. október „Annars sjáumst við 2. október á heimaleik í Grindavík gegn Njarðvík þegar karlaliðið þeirra mætir í heimsókn og verður það fyrsti leikur síðan 9. nóvember 2023 sem spilaður hefur verið í nýja glæsilega salnum okkar,“ endar Ingibergur pistil sinn sem má sjá allan hér fyrir neðan.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum