Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson og Árni Baldursson skrifa 19. júlí 2025 11:30 Á þriðjudaginn í þessari viku runnu upp þau tímamót að engin laxveiðinet voru lögð í Ölfusá. Var þetta að öllum líkindum fyrsti dagurinn frá 1878 sem laxinn gat gengið upp þessa vatnsmestu á landsins á leið til hrygningastöðva sinna í bergvatnsánum ofar á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár: meðal annars í Soginu og Stóru Laxá, án þess að eiga á hættu að vera veiddur í net eða veiðigildrur. Þetta var mikill gleðidagur og mikilvægur áfangasigur í baráttu fyrir vernd umhverfis og lífríkis víðfeðmustu heimkynna Norður-Atlantshafslaxins á Íslandi. Umgengni mannsins við óðul villta laxins á þessum slóðum hefur verið hræðileg allt of lengi. Þegar netaveiðin stóð hæst upp úr 1970 veiddust samkvæmt áreiðanlegum heimildum um 20.000 laxar á ári á þessu mikla vatnasvæði. Veiðin nú er aðeins brot af því. Virkjanir og grimmar netaveiðar áður fyrr hafa leikið villta laxinn okkar grátt. Full ástæða er að þakka þeim fjölmörgu framsýnu netabændum við Ölfusá og Hvítá sem sömdu árið 2020, í þágu villta laxins, að leggja af netaveiðar gegn föstum árlegum greiðslum. Með þeim samningum, sem flestir, en þó ekki allir netabændur skrifuðu undir, voru tekin á land net sem í áratugi fönguðu bróðurpartinn af öllum laxi sem hefði annars gengið til hrygningar á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár. Nú er veitt á flugustöng á þessum fyrrum netaveiðisvæðum og öllum laxi sleppt. Loksins hyllir í að síðustu netin fari varanlega á land. DDT og steinolíu hellt í Sogið Laxinn hefur átt sín heimkynni í vatnasvæði Ölfusár, Sogsins og Hvítár í um tíu þúsund ár en hernaðurinn gegn umhverfi hans hófst á síðustu öld með virkjanaframkvæmdum þar sem ekkert tillit var tekið til lífríkisins. Lax- og silungsveiði hrundi í Soginu þegar Ljósafossstöð var tekin í notkun 1937 og áfram var herjað á hrygningarstöðvar laxins með byggingu Írafossstöðvar og Steingrímsstöðvar neðar í Soginu á næstu rúmum tuttugu árum. Aðfarirnar við þessar framkvæmdir fóru fram með algjörri fyrirlitningu á lífríkinu. Á byggingartíma Steingrímsstöðvar 1957 til 1958 var til dæmis brugðist við ágengni mýs á svæðinu með því að setja skordýraeitrið DDT í 85 til 95 prósent styrkleika í 200 lítra tunnur af dísilolíu og látið leka úr þeim í Sogið á klaktíma flugunnar. Olían átti að tryggja að eitrið myndi fljóta á yfirborði árinnar til að hafa sem mesta virkni. Var þessi aðgerð endurtekin nokkrum sinnum. Afleiðingarnar urðu að mýið hvarf. Enn finnast merki um þennan eiturefnahernað við Steingrímsstöð. Allt unnið undir stjórn „sérfræðinga“ Virkjanirnar eyðilögðu hrygningar- og uppeldisskilyrði urriða í Úlfljótsvatni og stórri bleikju fækkaði vegna minna fæðuframboðs þegar ráðist var gegn mýinu. Laxgeng svæði í Soginu styttust um níu prósent með tilkomu virkjananna og stórfelldar rennslistruflanir af þeirra völdum hafa skaðað lífríki þessarar mestu lindár Íslands ásamt því að lífrænt rek úr vötnunum snarminnkaði. Rennslið í Sogið hefur margsinnis farið undir það sem lofað var að yrði algjört lágmark með ömurlegum afleiðingum fyrir lífsviðurværi laxa og seiðabúskap árinnar. Allt var þetta unnið undir stjórn helstu sérfræðinga síns tíma: DDT-steinolíueitrunin, fyrirheit um lágmarksrennslið og fleira. Ágætt er að hafa þessa staðreynd bakvið eyrað nú í samhengi við fyrirheit „sérfræðinga“ Landsvirkjunar á okkar dögum sem vilja gera sem minnst úr áhrifum Hvammsvirkjunar á heimkynni laxins í Þjórsá, en hún geymir stærsta einn laxastofn Evrópu. Það var sögulegur dagur á þriðjudaginn þegar Ölfusá fékk að renna ótrufluðu af veiðigildrum. Við munum ekki hætta fyrr en öll net eru komin varanlega á land. Þetta er barátta upp á líf og dauða villta laxins. Höfundar eru stangveiðimenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Á þriðjudaginn í þessari viku runnu upp þau tímamót að engin laxveiðinet voru lögð í Ölfusá. Var þetta að öllum líkindum fyrsti dagurinn frá 1878 sem laxinn gat gengið upp þessa vatnsmestu á landsins á leið til hrygningastöðva sinna í bergvatnsánum ofar á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár: meðal annars í Soginu og Stóru Laxá, án þess að eiga á hættu að vera veiddur í net eða veiðigildrur. Þetta var mikill gleðidagur og mikilvægur áfangasigur í baráttu fyrir vernd umhverfis og lífríkis víðfeðmustu heimkynna Norður-Atlantshafslaxins á Íslandi. Umgengni mannsins við óðul villta laxins á þessum slóðum hefur verið hræðileg allt of lengi. Þegar netaveiðin stóð hæst upp úr 1970 veiddust samkvæmt áreiðanlegum heimildum um 20.000 laxar á ári á þessu mikla vatnasvæði. Veiðin nú er aðeins brot af því. Virkjanir og grimmar netaveiðar áður fyrr hafa leikið villta laxinn okkar grátt. Full ástæða er að þakka þeim fjölmörgu framsýnu netabændum við Ölfusá og Hvítá sem sömdu árið 2020, í þágu villta laxins, að leggja af netaveiðar gegn föstum árlegum greiðslum. Með þeim samningum, sem flestir, en þó ekki allir netabændur skrifuðu undir, voru tekin á land net sem í áratugi fönguðu bróðurpartinn af öllum laxi sem hefði annars gengið til hrygningar á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár. Nú er veitt á flugustöng á þessum fyrrum netaveiðisvæðum og öllum laxi sleppt. Loksins hyllir í að síðustu netin fari varanlega á land. DDT og steinolíu hellt í Sogið Laxinn hefur átt sín heimkynni í vatnasvæði Ölfusár, Sogsins og Hvítár í um tíu þúsund ár en hernaðurinn gegn umhverfi hans hófst á síðustu öld með virkjanaframkvæmdum þar sem ekkert tillit var tekið til lífríkisins. Lax- og silungsveiði hrundi í Soginu þegar Ljósafossstöð var tekin í notkun 1937 og áfram var herjað á hrygningarstöðvar laxins með byggingu Írafossstöðvar og Steingrímsstöðvar neðar í Soginu á næstu rúmum tuttugu árum. Aðfarirnar við þessar framkvæmdir fóru fram með algjörri fyrirlitningu á lífríkinu. Á byggingartíma Steingrímsstöðvar 1957 til 1958 var til dæmis brugðist við ágengni mýs á svæðinu með því að setja skordýraeitrið DDT í 85 til 95 prósent styrkleika í 200 lítra tunnur af dísilolíu og látið leka úr þeim í Sogið á klaktíma flugunnar. Olían átti að tryggja að eitrið myndi fljóta á yfirborði árinnar til að hafa sem mesta virkni. Var þessi aðgerð endurtekin nokkrum sinnum. Afleiðingarnar urðu að mýið hvarf. Enn finnast merki um þennan eiturefnahernað við Steingrímsstöð. Allt unnið undir stjórn „sérfræðinga“ Virkjanirnar eyðilögðu hrygningar- og uppeldisskilyrði urriða í Úlfljótsvatni og stórri bleikju fækkaði vegna minna fæðuframboðs þegar ráðist var gegn mýinu. Laxgeng svæði í Soginu styttust um níu prósent með tilkomu virkjananna og stórfelldar rennslistruflanir af þeirra völdum hafa skaðað lífríki þessarar mestu lindár Íslands ásamt því að lífrænt rek úr vötnunum snarminnkaði. Rennslið í Sogið hefur margsinnis farið undir það sem lofað var að yrði algjört lágmark með ömurlegum afleiðingum fyrir lífsviðurværi laxa og seiðabúskap árinnar. Allt var þetta unnið undir stjórn helstu sérfræðinga síns tíma: DDT-steinolíueitrunin, fyrirheit um lágmarksrennslið og fleira. Ágætt er að hafa þessa staðreynd bakvið eyrað nú í samhengi við fyrirheit „sérfræðinga“ Landsvirkjunar á okkar dögum sem vilja gera sem minnst úr áhrifum Hvammsvirkjunar á heimkynni laxins í Þjórsá, en hún geymir stærsta einn laxastofn Evrópu. Það var sögulegur dagur á þriðjudaginn þegar Ölfusá fékk að renna ótrufluðu af veiðigildrum. Við munum ekki hætta fyrr en öll net eru komin varanlega á land. Þetta er barátta upp á líf og dauða villta laxins. Höfundar eru stangveiðimenn.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun