Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júlí 2025 08:46 Yfir áttatíu prósent farþega Icelandair eru útlendingar, miðað við tölur um hvar farseðlarnir voru keyptir. Vilhelm Íslendingar í flugvél til og frá heimalandinu hafa eflaust margir spurt sig hversu hátt hlutfall samlanda sinna sé um borð. Og kannski undrast að hafa þá tilfinningu að íslenskir farþegar séu í miklum minnihluta. Icelandair gefur að vísu ekki upp skiptingu farþega sinna eftir þjóðerni í nýjasta árshlutauppgjöri sínu. Þar eru hins vegar birtar tölur um hvaðan farmiðatekjur félagsins fyrstu sex mánuði ársins voru upprunnar. Það gefur ákveðna vísbendingu um hvaðan farþegarnir komu. Þar sést að aðeins 19 prósent farþegatekna komu af farseðlum sem keyptir voru á Íslandi. Því má draga þá ályktun að það sé vart nema fimmta hvert sæti um borð sem að jafnaði er setið Íslendingi, þótt kannski hafi einhverjir landar keypt farmiðann sinn í útlöndum, og jafnvel einhverjir útlendingar keypt miðann sinn á Íslandi. Farþegar ganga um borð í Boeing 767-þotu Icelandair á Keflavíkurflugvelli.kmu Stærsti farþegahópur Icelandair á fyrri helmingi ársins keypti farmiðann í Norður-Ameríku en þaðan komu 56 prósent farþegatekna. Það segir okkur að Bandaríkjamenn, og raunar einnig Kanadamenn, eru mikilvægustu viðskiptavinir Icelandair nú um stundir, en félagið flýgur núna til fimmtán áfangastaða í Bandaríkjunum og þriggja áfangastaða í Kanada. Farmiðatekjur af Evrópubúum, utan Íslands, voru minna en helmingur tekna frá Norður-Ameríku. Um 23 prósent farþegatekna Icelandair komu af miðasölu í Evrópu. Um 2 prósent komu frá löndum utan Ameríku og Evrópu. Stóra myndin er sú að 81 prósent farþegatekna Icelandair komu af farmiðasölu erlendis, aðeins 19 prósent á Íslandi, og má því hiklaust skilgreina félagið sem útflutningsfyrirtæki. Þetta er staðan þegar Icelandair minnist þess að áttatíu ár eru liðin frá því það fór í sitt fyrsta millilandaflug. Icelandair Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Ferðalög Efnahagsmál Tengdar fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Icelandair fagnar því um þessar mundir að áttatíu ár eru liðin frá fyrsta millilandaflugi Íslendinga. Afmælisins var sérstaklega minnst á flugvellinum í Glasgow í fyrradag en fyrsta flugið frá Íslandi var einmitt til Skotlands. 13. júlí 2025 22:32 Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17 Forréttindi fyrir fámenna þjóð að hafa jafn öflugar flugsamgöngur Uppbygging Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar hefur fært Íslendingum mikla hagsæld og lífsgæði og eru brottfarir í flugi frá Íslandi til Norður-Ameríku núna fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum til samans. 23. september 2024 21:45 Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44 Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2023 - kosning Samstarf S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Icelandair gefur að vísu ekki upp skiptingu farþega sinna eftir þjóðerni í nýjasta árshlutauppgjöri sínu. Þar eru hins vegar birtar tölur um hvaðan farmiðatekjur félagsins fyrstu sex mánuði ársins voru upprunnar. Það gefur ákveðna vísbendingu um hvaðan farþegarnir komu. Þar sést að aðeins 19 prósent farþegatekna komu af farseðlum sem keyptir voru á Íslandi. Því má draga þá ályktun að það sé vart nema fimmta hvert sæti um borð sem að jafnaði er setið Íslendingi, þótt kannski hafi einhverjir landar keypt farmiðann sinn í útlöndum, og jafnvel einhverjir útlendingar keypt miðann sinn á Íslandi. Farþegar ganga um borð í Boeing 767-þotu Icelandair á Keflavíkurflugvelli.kmu Stærsti farþegahópur Icelandair á fyrri helmingi ársins keypti farmiðann í Norður-Ameríku en þaðan komu 56 prósent farþegatekna. Það segir okkur að Bandaríkjamenn, og raunar einnig Kanadamenn, eru mikilvægustu viðskiptavinir Icelandair nú um stundir, en félagið flýgur núna til fimmtán áfangastaða í Bandaríkjunum og þriggja áfangastaða í Kanada. Farmiðatekjur af Evrópubúum, utan Íslands, voru minna en helmingur tekna frá Norður-Ameríku. Um 23 prósent farþegatekna Icelandair komu af miðasölu í Evrópu. Um 2 prósent komu frá löndum utan Ameríku og Evrópu. Stóra myndin er sú að 81 prósent farþegatekna Icelandair komu af farmiðasölu erlendis, aðeins 19 prósent á Íslandi, og má því hiklaust skilgreina félagið sem útflutningsfyrirtæki. Þetta er staðan þegar Icelandair minnist þess að áttatíu ár eru liðin frá því það fór í sitt fyrsta millilandaflug.
Icelandair Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Ferðalög Efnahagsmál Tengdar fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Icelandair fagnar því um þessar mundir að áttatíu ár eru liðin frá fyrsta millilandaflugi Íslendinga. Afmælisins var sérstaklega minnst á flugvellinum í Glasgow í fyrradag en fyrsta flugið frá Íslandi var einmitt til Skotlands. 13. júlí 2025 22:32 Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17 Forréttindi fyrir fámenna þjóð að hafa jafn öflugar flugsamgöngur Uppbygging Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar hefur fært Íslendingum mikla hagsæld og lífsgæði og eru brottfarir í flugi frá Íslandi til Norður-Ameríku núna fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum til samans. 23. september 2024 21:45 Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44 Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2023 - kosning Samstarf S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Icelandair fagnar því um þessar mundir að áttatíu ár eru liðin frá fyrsta millilandaflugi Íslendinga. Afmælisins var sérstaklega minnst á flugvellinum í Glasgow í fyrradag en fyrsta flugið frá Íslandi var einmitt til Skotlands. 13. júlí 2025 22:32
Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17
Forréttindi fyrir fámenna þjóð að hafa jafn öflugar flugsamgöngur Uppbygging Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar hefur fært Íslendingum mikla hagsæld og lífsgæði og eru brottfarir í flugi frá Íslandi til Norður-Ameríku núna fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum til samans. 23. september 2024 21:45
Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44