Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2025 10:03 Þegar forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, stóð við hlið forsætisráðherra Íslands, Kristrúnar Frostadóttur, á blaðamannafundi á Keflavíkurflugvelli þann 17. júlí, hefði mátt ætla að þar færi viðburður sem markaði tímamót í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins. En í stað þess að beina kastljósinu að fjölbreyttu og margþættu samstarfi Íslands við Evrópu, snerist fundurinn nær alfarið um varnarmál. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur til að sýna að við getum átt samstarf um mikilvæga innviði, borgaralega vernd og tvíþættar varnarfjárfestingar – og þetta nær einnig til net- og blendingsógna,“ sagði Kristrún Frostadóttir. Ursula von der Leyen bætti við: „Ísland gegnir lykilhlutverki í varnarstöðu NATO á Norður-Atlantshafi og í heimskautasvæðinu.“ Þessar yfirlýsingar segja allt sem segja þarf um áherslurnar á fundinum: öryggi, varnir, hernaðaruppbygging og tvínota fjárfestingar. Og þó að von der Leyen sé ekki fulltrúi NATO, heldur æðsti embættismaður framkvæmdastjórnar ESB, þá var tónninn hernaðarlegur frá upphafi til enda. Þetta minnti meira á heimsókn varnarmálaráðherra Bandaríkjanna en samtal um framtíðarsýn í Evrópusamstarfi. Hvar voru umræðurnar um viðskipti, mannréttindi og velferð? Það kom á óvart að ekki var minnst á viðskiptasamning Íslands við ESB, þann samning sem veitir okkur aðgang að innri markaði sambandsins, sameiginlegri reglugerðarumgjörð og flæði fólks, fjármagns og þjónustu. Ekkert var rætt um EES-samstarfið, framtíð þess, né áhrif þess á Ísland. Ekki orð um velferðarmál, stafræna umbreytingu, sjálfbærni, loftslagsmál, menntun eða matvælaöryggi. Fiskveiðisamningur milli Íslands og ESB var nefndur á blaðamannafundinum og þar kom fram vilji til áframhaldandi samstarfs á því sviði. En jafnvel sá þáttur fékk lítið vægi í samanburði við varnarmálin sem tóku yfir öll skilaboð fundarins. Sérstaklega vantaði umræðu um mannréttindi, lýðræði og réttarríki; þau gildi sem ESB hefur sett á oddinn í sinni stefnumótun, en virðast eiga sífellt erfiðara uppdráttar undir núverandi stjórn von der Leyen. Palestína og þögnin sem særði Það sem þó særði mig mest var þögnin um ástandið í Palestínu. Á meðan þjóðarmorð stendur yfir á Gaza, á meðan Sameinuðu Þjóðirnar lýsa yfir neyðarástandi, voru engin orð notuð, hvorki frá von der Leyen né frá íslenskum stjórnvöldum um mikilvægi friðar, réttlætis og alþjóðalaga. Að Ísland, sem hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki, skuli ekki nýta þetta tækifæri til að hvetja ESB opinberlega til að beita sér af meiri festu voru siðferðisleg mistök. Ísland hefur í gegnum tíðina verið rödd réttlætis í alþjóðasviðinu, sérstaklega er varðar sjálfsákvörðunarrétt þjóða, en þá rödd var ekki að finna þennan dag í Keflavík. Stýrður fundur og lokuð spurningaumræða Til að bæta gráu ofan á svart þurftu blaðamenn að skila inn spurningum fyrir fram og opinn spurningatími ekki leyfður. Blaðamannafundurinn varð þannig meira að leikstýrðu leikhúsi en raunverulegri lýðræðislegri umræðu. Það er dapurlegt þegar fulltrúar lýðræðisríkja geta ekki treyst sér til að svara gagnrýnum spurningum fjölmiðla án þess að hafa skrifað svörin fyrir fram. Hver ræður utanríkisstefnunni á Íslandi? Maður spyr sig: Hver ræður för í íslenskri utanríkisstefnu? Ef marka má þennan fund, þá virðist það vera varnarmálasvið utanríkisráðuneytisins. Þar fer allt undir merki „öryggis“ og þar með hverfa mikilvæg mál um lýðræði, réttlæti og samfélagslega samstöðu út í skuggann. Ef Ísland ætlar að styrkja tengsl sín við Evrópu, þá verður það að gera það á sínum eigin forsendum. Með opnum augum, lýðræðislegum samtali og áherslu á þau gildi sem fólk í landinu stendur raunverulega fyrir ekki með því að troða okkur inn í hernaðarumræðu sem margir Íslendingar tengja ekki við og hafa ekki verið upplýstir um. Mér líður eins og ríkisstjórnin sé ekki að byggja utanríkisstefnu Íslands með þjóðinni, heldur sé verið að matreiða stefnu ofan í okkur. Stefna sem er mótuð í lokuðum herbergjum, án opins samtals og þátttöku almennings. Í staðinn fyrir að byggja á þeirri sjálfsmynd sem Ísland hefur haldið á lofti í áratugi sem herlaust ríki sem stendur fyrir friði, diplómasíu og mannréttindum virðist nú stefnt í að hernaðarsvæða utanríkisstefnuna og færa Ísland nær valdaöflum sem skilgreina sig fyrst og fremst í gegnum vopn og yfirburði, hvort sem það er í gegnum þátttöku okkar í NATO eða í varnarsamstarfi við Bandaríkin og ESB. SAFE-áætlun Evrópusambandsins, sem Ursula von der Leyen lagði mikla áherslu á blaðamannafundinum, er lýsandi dæmi: Hún snýst ekki bara um netöryggi og verndun innviða, sem er gott og vel, heldur setur sjóðurinn fyrst og fremst forgang á lán til vopnakaupa, þ.á.m. skotfæri, eldflaugar og dróna. Þetta er hernaðarleg enduruppbygging Evrópu á stórum skala og Ísland virðist dragast með – án lýðræðislegrar umræðu. Og það sem meira er: Við erum að missa sjónar á orsökunum Við lifum á tímum þar sem aldrei hafa fleiri stríð geisað samtímis frá seinni heimsstyrjöld, mörg hver með rætur í arfleifð nýlendustefnu, valdbeitingu stórvelda og stöðugu afskiptaleysi gagnvart efnahagslegu misrétti. Þegar fátækt, auðlindarányrkja og pólitísk kúgun elur af sér örvæntingu, þá blómstrar ofbeldi. Þessi vítahringur er beinlínis tengdur þeirri stefnu sem við, sem hluti af Vesturlöndum, erum beinir og óbeinir þátttakendur í. Við þurfum að leggjast í raunverulega greiningu á þeim þáttum sem leiða til átaka og flóttamannastrauma og taka þá umræðu með heiðarleika og siðferðislegri ábyrgð. Nálgunin er því miður allt of yfirborðskennd. Hún lítur til hernaðar sem svör við óöryggi, en ekki til uppruna þess. Hún horfir fram hjá hlutverki okkar í að styðja við kerfi sem viðhalda misrétti og óstöðugleika. Og í því samhengi er skaðleg þögn um Palestínu ekki bara táknræn heldur er hún er birtingarmynd þeirrar hræðslu sem stjórnmálamenn okkar virðast hafa við að standa með réttlæti sem gerir okkur þá öll samsek í þjóðarmorði. Við þurfum utanríkisstefnu sem er byggð á siðferðilegum styrk, lýðræðislegu samtali og pólitískum heiðarleika. Ekki fleiri stýrða fundi. Ekki þessi skerandi þögn um þjóðarmorð. Ekki fleiri hersamninga sem enginn ræðir við þjóðina um. Þjóð sem kann að velja frið, þegar henni er treyst til þess. Höfundur hefur starfað fyrir Sameinuðu Þjóðirnar í 18 ár og er sérfræðingur í öryggis- og þróunarmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Helen Ólafsdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, stóð við hlið forsætisráðherra Íslands, Kristrúnar Frostadóttur, á blaðamannafundi á Keflavíkurflugvelli þann 17. júlí, hefði mátt ætla að þar færi viðburður sem markaði tímamót í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins. En í stað þess að beina kastljósinu að fjölbreyttu og margþættu samstarfi Íslands við Evrópu, snerist fundurinn nær alfarið um varnarmál. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur til að sýna að við getum átt samstarf um mikilvæga innviði, borgaralega vernd og tvíþættar varnarfjárfestingar – og þetta nær einnig til net- og blendingsógna,“ sagði Kristrún Frostadóttir. Ursula von der Leyen bætti við: „Ísland gegnir lykilhlutverki í varnarstöðu NATO á Norður-Atlantshafi og í heimskautasvæðinu.“ Þessar yfirlýsingar segja allt sem segja þarf um áherslurnar á fundinum: öryggi, varnir, hernaðaruppbygging og tvínota fjárfestingar. Og þó að von der Leyen sé ekki fulltrúi NATO, heldur æðsti embættismaður framkvæmdastjórnar ESB, þá var tónninn hernaðarlegur frá upphafi til enda. Þetta minnti meira á heimsókn varnarmálaráðherra Bandaríkjanna en samtal um framtíðarsýn í Evrópusamstarfi. Hvar voru umræðurnar um viðskipti, mannréttindi og velferð? Það kom á óvart að ekki var minnst á viðskiptasamning Íslands við ESB, þann samning sem veitir okkur aðgang að innri markaði sambandsins, sameiginlegri reglugerðarumgjörð og flæði fólks, fjármagns og þjónustu. Ekkert var rætt um EES-samstarfið, framtíð þess, né áhrif þess á Ísland. Ekki orð um velferðarmál, stafræna umbreytingu, sjálfbærni, loftslagsmál, menntun eða matvælaöryggi. Fiskveiðisamningur milli Íslands og ESB var nefndur á blaðamannafundinum og þar kom fram vilji til áframhaldandi samstarfs á því sviði. En jafnvel sá þáttur fékk lítið vægi í samanburði við varnarmálin sem tóku yfir öll skilaboð fundarins. Sérstaklega vantaði umræðu um mannréttindi, lýðræði og réttarríki; þau gildi sem ESB hefur sett á oddinn í sinni stefnumótun, en virðast eiga sífellt erfiðara uppdráttar undir núverandi stjórn von der Leyen. Palestína og þögnin sem særði Það sem þó særði mig mest var þögnin um ástandið í Palestínu. Á meðan þjóðarmorð stendur yfir á Gaza, á meðan Sameinuðu Þjóðirnar lýsa yfir neyðarástandi, voru engin orð notuð, hvorki frá von der Leyen né frá íslenskum stjórnvöldum um mikilvægi friðar, réttlætis og alþjóðalaga. Að Ísland, sem hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki, skuli ekki nýta þetta tækifæri til að hvetja ESB opinberlega til að beita sér af meiri festu voru siðferðisleg mistök. Ísland hefur í gegnum tíðina verið rödd réttlætis í alþjóðasviðinu, sérstaklega er varðar sjálfsákvörðunarrétt þjóða, en þá rödd var ekki að finna þennan dag í Keflavík. Stýrður fundur og lokuð spurningaumræða Til að bæta gráu ofan á svart þurftu blaðamenn að skila inn spurningum fyrir fram og opinn spurningatími ekki leyfður. Blaðamannafundurinn varð þannig meira að leikstýrðu leikhúsi en raunverulegri lýðræðislegri umræðu. Það er dapurlegt þegar fulltrúar lýðræðisríkja geta ekki treyst sér til að svara gagnrýnum spurningum fjölmiðla án þess að hafa skrifað svörin fyrir fram. Hver ræður utanríkisstefnunni á Íslandi? Maður spyr sig: Hver ræður för í íslenskri utanríkisstefnu? Ef marka má þennan fund, þá virðist það vera varnarmálasvið utanríkisráðuneytisins. Þar fer allt undir merki „öryggis“ og þar með hverfa mikilvæg mál um lýðræði, réttlæti og samfélagslega samstöðu út í skuggann. Ef Ísland ætlar að styrkja tengsl sín við Evrópu, þá verður það að gera það á sínum eigin forsendum. Með opnum augum, lýðræðislegum samtali og áherslu á þau gildi sem fólk í landinu stendur raunverulega fyrir ekki með því að troða okkur inn í hernaðarumræðu sem margir Íslendingar tengja ekki við og hafa ekki verið upplýstir um. Mér líður eins og ríkisstjórnin sé ekki að byggja utanríkisstefnu Íslands með þjóðinni, heldur sé verið að matreiða stefnu ofan í okkur. Stefna sem er mótuð í lokuðum herbergjum, án opins samtals og þátttöku almennings. Í staðinn fyrir að byggja á þeirri sjálfsmynd sem Ísland hefur haldið á lofti í áratugi sem herlaust ríki sem stendur fyrir friði, diplómasíu og mannréttindum virðist nú stefnt í að hernaðarsvæða utanríkisstefnuna og færa Ísland nær valdaöflum sem skilgreina sig fyrst og fremst í gegnum vopn og yfirburði, hvort sem það er í gegnum þátttöku okkar í NATO eða í varnarsamstarfi við Bandaríkin og ESB. SAFE-áætlun Evrópusambandsins, sem Ursula von der Leyen lagði mikla áherslu á blaðamannafundinum, er lýsandi dæmi: Hún snýst ekki bara um netöryggi og verndun innviða, sem er gott og vel, heldur setur sjóðurinn fyrst og fremst forgang á lán til vopnakaupa, þ.á.m. skotfæri, eldflaugar og dróna. Þetta er hernaðarleg enduruppbygging Evrópu á stórum skala og Ísland virðist dragast með – án lýðræðislegrar umræðu. Og það sem meira er: Við erum að missa sjónar á orsökunum Við lifum á tímum þar sem aldrei hafa fleiri stríð geisað samtímis frá seinni heimsstyrjöld, mörg hver með rætur í arfleifð nýlendustefnu, valdbeitingu stórvelda og stöðugu afskiptaleysi gagnvart efnahagslegu misrétti. Þegar fátækt, auðlindarányrkja og pólitísk kúgun elur af sér örvæntingu, þá blómstrar ofbeldi. Þessi vítahringur er beinlínis tengdur þeirri stefnu sem við, sem hluti af Vesturlöndum, erum beinir og óbeinir þátttakendur í. Við þurfum að leggjast í raunverulega greiningu á þeim þáttum sem leiða til átaka og flóttamannastrauma og taka þá umræðu með heiðarleika og siðferðislegri ábyrgð. Nálgunin er því miður allt of yfirborðskennd. Hún lítur til hernaðar sem svör við óöryggi, en ekki til uppruna þess. Hún horfir fram hjá hlutverki okkar í að styðja við kerfi sem viðhalda misrétti og óstöðugleika. Og í því samhengi er skaðleg þögn um Palestínu ekki bara táknræn heldur er hún er birtingarmynd þeirrar hræðslu sem stjórnmálamenn okkar virðast hafa við að standa með réttlæti sem gerir okkur þá öll samsek í þjóðarmorði. Við þurfum utanríkisstefnu sem er byggð á siðferðilegum styrk, lýðræðislegu samtali og pólitískum heiðarleika. Ekki fleiri stýrða fundi. Ekki þessi skerandi þögn um þjóðarmorð. Ekki fleiri hersamninga sem enginn ræðir við þjóðina um. Þjóð sem kann að velja frið, þegar henni er treyst til þess. Höfundur hefur starfað fyrir Sameinuðu Þjóðirnar í 18 ár og er sérfræðingur í öryggis- og þróunarmálum.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar