Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar 21. júlí 2025 16:30 Á sumarmánuðum gefst gjarnan tími til að staldra við og endurmeta áherslur í rekstri fyrirtækja. Nú þegar haustið nálgast og undirbúningur hefst fyrir næstu misseri er vert að spyrja; hvar raðast vörumerkið í rekstraráætluninni? Vörumerki sem fjárhagsleg eign Vörumerki eru meira en myndmerki og slagorð. Þau eru óefnislegar eignir sem geta skilað raunverulegum fjárhagslegum ávinningi fyrir fyrirtæki. Sterkt vörumerki skapar jákvæðar væntingar og traust meðal viðskiptavina sem aftur hefur áhrif á kauphegðun þeirra. Fyrirtæki með sterk vörumerki eiga auðveldara með að verja stöðu sína á markaði og byggja upp langvarandi viðskiptatengsl. Sterkt vörumerki getur haft bein og jákvæð áhrif á fjármál fyrirtækja. Samkvæmt úttekt Brand Finance geta fyrirtæki með hátt vörumerkjavirði fengið um 10-15% hagstæðari lánskjör samanborið við sambærileg fyrirtæki með veikara vörumerki. Með öðrum orðum má líta á vörumerkið sem ákveðið óefnislegt veð sem sýnir að fyrirtækið sé vel rekið, traust og stefnumiðað. Langtímahugsun borgar sig Uppbygging vörumerkja er langtímaverkefni og árangur slíkrar fjárfestingar kemur ekki fram á einni nóttu. Það tekur yfirleitt 3-5 ár að sjá greinilegan árangur og oft um 10 ár að ná hámarksávöxtun. Þetta krefst þess að stjórnendur og fjárfestar séu þolinmóðir og hafi langtímasýn í rekstrinum. Rannsóknir Interbrand hafa sýnt að fyrirtæki sem fjárfesta stöðugt og markvisst í vörumerkjum sínum ná oft allt að tvöfaldri ávöxtun samanborið við fyrirtæki sem einbeita sér að skammtíma markaðsaðgerðum. Ávinningurinn af slíkri vinnu getur verið mikill. Sterk staða vörumerkis getur stuðlað að stöðugra tekjustreymi, lækkað vaxtakostnað og minnkað þörf fyrir lánsfé. Þá styrkir vörumerkið sambandið við viðskiptavini og tryggir þannig betri stöðu á markaði. Til dæmis hefur verið sýnt fram á að sterk vörumerki halda betur viðskiptavinum sínum jafnvel á tímum efnahagslegrar óvissu, sem er mikilvægt til að viðhalda stöðugum tekjum til lengri tíma. Skýr stefna skiptir öllu máli Það dugar ekki að eyða fjárumunum í að gera vörumerkið sýnilegt með umfangsmiklum auglýsingaherferðum. Mikilvægara er að skilgreina skýra og aðgreinandi stefnu og vinna stöðugt að því að styrkja traust viðskiptavina. Ómarkviss og ósamhæfð eyðsla á markaðsfé getur jafnvel haft skaðleg áhrif á ímynd og traust viðskiptavina. Lykilþáttur í að byggja upp sterkt vörumerki er náin samvinna milli markaðs- og fjármálasviða fyrirtækisins. Með sameiginlegum mælikvörðum, svo sem vitund, tryggð og ánægju viðskiptavina geta fyrirtæki sýnt fram á hvernig fjárfesting í vörumerkinu skilar sér beint í fjárhagslegum ávinningi og bættri rekstrarstöðu. Stefna vörumerkisins Að setja vörumerkið framar í rekstraráætlunina snýst ekki um flóknar breytingar, heldur að byrja á einföldum skrefum; meta stöðu vörumerkisins, greina hvernig viðskiptavinir upplifa það og skilgreina hvaða atriði þarf helst að bæta. Með þessum fyrstu skrefum tryggir þú að vörumerkið verði raunverulegur stuðningur við reksturinn og eflir fyrirtækið til skemmri tíma. Þegar þessari grunnvinnu er lokið ætti að fylgja í kjölfarið markviss stefnumótun til næstu ára. Þar er tækifæri til að skilgreina hvað fyrirtækið vill standa fyrir, hvernig það ætlar að aðgreina sig og hvernig það ætlar að byggja upp langtímavirði í huga viðskiptavina. Vörumerki sem byggt er á skýrri stefnu er drifkraftur vaxtar til framtíðar. Höfundur er hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Á sumarmánuðum gefst gjarnan tími til að staldra við og endurmeta áherslur í rekstri fyrirtækja. Nú þegar haustið nálgast og undirbúningur hefst fyrir næstu misseri er vert að spyrja; hvar raðast vörumerkið í rekstraráætluninni? Vörumerki sem fjárhagsleg eign Vörumerki eru meira en myndmerki og slagorð. Þau eru óefnislegar eignir sem geta skilað raunverulegum fjárhagslegum ávinningi fyrir fyrirtæki. Sterkt vörumerki skapar jákvæðar væntingar og traust meðal viðskiptavina sem aftur hefur áhrif á kauphegðun þeirra. Fyrirtæki með sterk vörumerki eiga auðveldara með að verja stöðu sína á markaði og byggja upp langvarandi viðskiptatengsl. Sterkt vörumerki getur haft bein og jákvæð áhrif á fjármál fyrirtækja. Samkvæmt úttekt Brand Finance geta fyrirtæki með hátt vörumerkjavirði fengið um 10-15% hagstæðari lánskjör samanborið við sambærileg fyrirtæki með veikara vörumerki. Með öðrum orðum má líta á vörumerkið sem ákveðið óefnislegt veð sem sýnir að fyrirtækið sé vel rekið, traust og stefnumiðað. Langtímahugsun borgar sig Uppbygging vörumerkja er langtímaverkefni og árangur slíkrar fjárfestingar kemur ekki fram á einni nóttu. Það tekur yfirleitt 3-5 ár að sjá greinilegan árangur og oft um 10 ár að ná hámarksávöxtun. Þetta krefst þess að stjórnendur og fjárfestar séu þolinmóðir og hafi langtímasýn í rekstrinum. Rannsóknir Interbrand hafa sýnt að fyrirtæki sem fjárfesta stöðugt og markvisst í vörumerkjum sínum ná oft allt að tvöfaldri ávöxtun samanborið við fyrirtæki sem einbeita sér að skammtíma markaðsaðgerðum. Ávinningurinn af slíkri vinnu getur verið mikill. Sterk staða vörumerkis getur stuðlað að stöðugra tekjustreymi, lækkað vaxtakostnað og minnkað þörf fyrir lánsfé. Þá styrkir vörumerkið sambandið við viðskiptavini og tryggir þannig betri stöðu á markaði. Til dæmis hefur verið sýnt fram á að sterk vörumerki halda betur viðskiptavinum sínum jafnvel á tímum efnahagslegrar óvissu, sem er mikilvægt til að viðhalda stöðugum tekjum til lengri tíma. Skýr stefna skiptir öllu máli Það dugar ekki að eyða fjárumunum í að gera vörumerkið sýnilegt með umfangsmiklum auglýsingaherferðum. Mikilvægara er að skilgreina skýra og aðgreinandi stefnu og vinna stöðugt að því að styrkja traust viðskiptavina. Ómarkviss og ósamhæfð eyðsla á markaðsfé getur jafnvel haft skaðleg áhrif á ímynd og traust viðskiptavina. Lykilþáttur í að byggja upp sterkt vörumerki er náin samvinna milli markaðs- og fjármálasviða fyrirtækisins. Með sameiginlegum mælikvörðum, svo sem vitund, tryggð og ánægju viðskiptavina geta fyrirtæki sýnt fram á hvernig fjárfesting í vörumerkinu skilar sér beint í fjárhagslegum ávinningi og bættri rekstrarstöðu. Stefna vörumerkisins Að setja vörumerkið framar í rekstraráætlunina snýst ekki um flóknar breytingar, heldur að byrja á einföldum skrefum; meta stöðu vörumerkisins, greina hvernig viðskiptavinir upplifa það og skilgreina hvaða atriði þarf helst að bæta. Með þessum fyrstu skrefum tryggir þú að vörumerkið verði raunverulegur stuðningur við reksturinn og eflir fyrirtækið til skemmri tíma. Þegar þessari grunnvinnu er lokið ætti að fylgja í kjölfarið markviss stefnumótun til næstu ára. Þar er tækifæri til að skilgreina hvað fyrirtækið vill standa fyrir, hvernig það ætlar að aðgreina sig og hvernig það ætlar að byggja upp langtímavirði í huga viðskiptavina. Vörumerki sem byggt er á skýrri stefnu er drifkraftur vaxtar til framtíðar. Höfundur er hagfræðingur
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun