Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar 21. júlí 2025 18:01 Kvöldið sem þetta byrjaði var í sjálfu sér ekkert sérstakt. Ég hafði unnið daginn minn, farið í gegnum skyldur og samverur, og fannst ég vera orðinn þreyttur. En það var ekki bara þreyta í líkamanum, heldur einhvers konar innri doði, eins og undirliggjandi vanlíðan sem ég gat ekki alveg nefnt. Ég kaus að horfa fram hjá henni og svaraði ekki með hvíld. Ég svaraði með bragðaref. Hann var ekki bara eftirréttur heldur eins konar yfirlýsing. Lokaorð dagsins. Athöfn sem átti að líta út eins og umbun en í raun var ákveðin undirgefni gagnvart óþægindum sem ég var ekki tilbúinn að horfast í augu við. Þegar bragðarefurinn var búinn, leið mér illa. Ég fann fyrir þyngslum í líkamanum og sorg í huganum. Þó ekkert hefði „gerst“ var eitthvað í líkamanum að segja mér að ég hefði gengið fram af honum. Þetta var ekki refsing, heldur viðvörun. Um nóttina dreymdi mig. Í draumnum var ég staddur í herbergi. Það var ekki heimili mitt frekar eins konar tímabundið rými þar sem ég dvaldi samkvæmt óskilgreindum samningi. Í herberginu voru tarantúlur. Þær voru stórar, þöglar og skriðu um. Þær komu stundum nálægt mér kannski jafnvel upp í rúmið en þær réðust ekki á mig. Ég óttaðist þær þó. Ég upplifði að í herberginu væri einhver annar eða kannski var þetta samviskan mín, herbergisfélagi? Þessi rólegi herbergisfélagi með rólegu röddina sagði mér að ég þyrfti ekki að óttast kóngulærnar hann hughreysti mig og sagði einfaldlega „Þær eru ekki hættulegar. Þær koma stundum, og fara svo aftur.“ Í draumnum trúði ég honum. Óttinn vék og ég gat horft á þessar verur án þess að vilja flýja. Það var eins og eitthvað losnaði. Eftir á sá ég að draumurinn var ekki aðeins úrvinnsla vanlíðunar eftir kvöldið heldur var hann var líka spegilmynd dýpri hugsana og viðhorfa sem ég hafði ekki kallað upp á yfirborðið áður. Ég fór að spyrja mig? Hvað voru þessar tarantúlur í raun? Táknuðu þær óþægindi sem ég hafði skapað sjálfur eða táknuðu þær líka annað. Mér fannst Þær táknuðu hugmyndir, skömm og sjálfdóm sem ég hafði gengið með ómeðvitað. Hugmyndir um líkama, sjálfsstjórn og aga. Um að maður væri sterkari ef maður borðaði minna, æfði meira, héldi aftur af sér. Um að viljastyrkur væri mælikvarði á manngildi. Og þarna fór ég að átta mig á dýpri lögum þessa draums. Hann afhjúpaði ekki aðeins líkamlega ójafnvægi heldur líka félagslega og menningarlega vanþekkingu sem við öll berum með okkur í mismiklum mæli. Hugmyndir sem við höfum lært ekki af einhverjum einum heldur úr samfélaginu, fjölmiðlum, skólanum og jafnvel fjölskyldunni. Hugmyndir sem segja að fólk sem sýnir veikleika eða á erfitt með að hemja sig, sé minna virði. Að líkamar þurfi að lúta aga og ef þeir gera það ekki, þá sé það persónuleg mistök. Við tölum gjarnan um fordóma sem eitthvað sem við höfum gagnvart öðrum. En við gleymum stundum að stærstu fordómarnir búa oft gagnvart okkur sjálfum, fordómar gagnvart líkama okkar, þyngd. Öðruvísi útliti. Þreytu. Sjálfum okkur þegar við bregðumst „hófsemi“ og þegar við hegðum okkur „illa“ borðum of mikið, hreyfum okkur of lítið, drögumst í vanlíðan. Þá förum við ekki aðeins að finna fyrir líkamlegum óþægindum, heldur líka tilfinningu um að hafa brugðist. Þessi draumur, með tarantúlunum og rólegu röddinni, sagði mér í raun að það væri hægt að lifa með þessum óþægindum. Að þau væru hluti af tilverunni. Að þau bitu ekki, þau vildu bara vera viðurkennd. Þau vildu ekki refsa mér, heldur minna mig á að ég hefði farið gegn eigin innsæi. Og að ég gæti lært af því, án þess að dæma sjálfan mig. Þegar ég vaknaði, hugsaði ég. Er hægt að læra af draumum? Já. En aðeins ef við hlustum. Draumar bjóða okkur ekki alltaf upp á skýr svör. Þeir bjóða okkur myndir, aðstæður, tilfinningar og ef við nennum að setjast niður og spyrja: „Hvað var þetta?“ þá geta þeir leitt okkur að einhverju sem við vissum, en höfðum ekki sagt upphátt. Í mínu tilviki var draumurinn boð um að sættast við eigin mannleika. Að vita að ég mun gera mistök. Að stundum mun ég borða eitthvað sem fer illa í mig, eða segja nei við hlustun sem ég hefði átt að veita sjálfum mér. En það þarf ekki að verða dómur. Það getur orðið lærdómur. Og jafnvel þótt tarantúlurnar skríði aftur upp í rúmið mitt einn daginn þá veit ég núna að þær eru ekki óvinir. Þær eru speglar. Þær eru rödd líkamans, rödd vanlíðanar, rödd sem segir: „Vertu mildur. En hlustaðu.“ Höfundur er mannvinur og kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Kvöldið sem þetta byrjaði var í sjálfu sér ekkert sérstakt. Ég hafði unnið daginn minn, farið í gegnum skyldur og samverur, og fannst ég vera orðinn þreyttur. En það var ekki bara þreyta í líkamanum, heldur einhvers konar innri doði, eins og undirliggjandi vanlíðan sem ég gat ekki alveg nefnt. Ég kaus að horfa fram hjá henni og svaraði ekki með hvíld. Ég svaraði með bragðaref. Hann var ekki bara eftirréttur heldur eins konar yfirlýsing. Lokaorð dagsins. Athöfn sem átti að líta út eins og umbun en í raun var ákveðin undirgefni gagnvart óþægindum sem ég var ekki tilbúinn að horfast í augu við. Þegar bragðarefurinn var búinn, leið mér illa. Ég fann fyrir þyngslum í líkamanum og sorg í huganum. Þó ekkert hefði „gerst“ var eitthvað í líkamanum að segja mér að ég hefði gengið fram af honum. Þetta var ekki refsing, heldur viðvörun. Um nóttina dreymdi mig. Í draumnum var ég staddur í herbergi. Það var ekki heimili mitt frekar eins konar tímabundið rými þar sem ég dvaldi samkvæmt óskilgreindum samningi. Í herberginu voru tarantúlur. Þær voru stórar, þöglar og skriðu um. Þær komu stundum nálægt mér kannski jafnvel upp í rúmið en þær réðust ekki á mig. Ég óttaðist þær þó. Ég upplifði að í herberginu væri einhver annar eða kannski var þetta samviskan mín, herbergisfélagi? Þessi rólegi herbergisfélagi með rólegu röddina sagði mér að ég þyrfti ekki að óttast kóngulærnar hann hughreysti mig og sagði einfaldlega „Þær eru ekki hættulegar. Þær koma stundum, og fara svo aftur.“ Í draumnum trúði ég honum. Óttinn vék og ég gat horft á þessar verur án þess að vilja flýja. Það var eins og eitthvað losnaði. Eftir á sá ég að draumurinn var ekki aðeins úrvinnsla vanlíðunar eftir kvöldið heldur var hann var líka spegilmynd dýpri hugsana og viðhorfa sem ég hafði ekki kallað upp á yfirborðið áður. Ég fór að spyrja mig? Hvað voru þessar tarantúlur í raun? Táknuðu þær óþægindi sem ég hafði skapað sjálfur eða táknuðu þær líka annað. Mér fannst Þær táknuðu hugmyndir, skömm og sjálfdóm sem ég hafði gengið með ómeðvitað. Hugmyndir um líkama, sjálfsstjórn og aga. Um að maður væri sterkari ef maður borðaði minna, æfði meira, héldi aftur af sér. Um að viljastyrkur væri mælikvarði á manngildi. Og þarna fór ég að átta mig á dýpri lögum þessa draums. Hann afhjúpaði ekki aðeins líkamlega ójafnvægi heldur líka félagslega og menningarlega vanþekkingu sem við öll berum með okkur í mismiklum mæli. Hugmyndir sem við höfum lært ekki af einhverjum einum heldur úr samfélaginu, fjölmiðlum, skólanum og jafnvel fjölskyldunni. Hugmyndir sem segja að fólk sem sýnir veikleika eða á erfitt með að hemja sig, sé minna virði. Að líkamar þurfi að lúta aga og ef þeir gera það ekki, þá sé það persónuleg mistök. Við tölum gjarnan um fordóma sem eitthvað sem við höfum gagnvart öðrum. En við gleymum stundum að stærstu fordómarnir búa oft gagnvart okkur sjálfum, fordómar gagnvart líkama okkar, þyngd. Öðruvísi útliti. Þreytu. Sjálfum okkur þegar við bregðumst „hófsemi“ og þegar við hegðum okkur „illa“ borðum of mikið, hreyfum okkur of lítið, drögumst í vanlíðan. Þá förum við ekki aðeins að finna fyrir líkamlegum óþægindum, heldur líka tilfinningu um að hafa brugðist. Þessi draumur, með tarantúlunum og rólegu röddinni, sagði mér í raun að það væri hægt að lifa með þessum óþægindum. Að þau væru hluti af tilverunni. Að þau bitu ekki, þau vildu bara vera viðurkennd. Þau vildu ekki refsa mér, heldur minna mig á að ég hefði farið gegn eigin innsæi. Og að ég gæti lært af því, án þess að dæma sjálfan mig. Þegar ég vaknaði, hugsaði ég. Er hægt að læra af draumum? Já. En aðeins ef við hlustum. Draumar bjóða okkur ekki alltaf upp á skýr svör. Þeir bjóða okkur myndir, aðstæður, tilfinningar og ef við nennum að setjast niður og spyrja: „Hvað var þetta?“ þá geta þeir leitt okkur að einhverju sem við vissum, en höfðum ekki sagt upphátt. Í mínu tilviki var draumurinn boð um að sættast við eigin mannleika. Að vita að ég mun gera mistök. Að stundum mun ég borða eitthvað sem fer illa í mig, eða segja nei við hlustun sem ég hefði átt að veita sjálfum mér. En það þarf ekki að verða dómur. Það getur orðið lærdómur. Og jafnvel þótt tarantúlurnar skríði aftur upp í rúmið mitt einn daginn þá veit ég núna að þær eru ekki óvinir. Þær eru speglar. Þær eru rödd líkamans, rödd vanlíðanar, rödd sem segir: „Vertu mildur. En hlustaðu.“ Höfundur er mannvinur og kennari
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun