Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 22. júlí 2025 11:00 Heimsókn Ursulu von der Leyen í vikunni virðist hafa vakið úr dvala helstu andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu, sem hafa farið af því tilefni mikinn á samfélagsmiðlum og jafnvel í fjölmiðlum. Orð eins og verið væri að læða Íslandi inn í Evrópusambandið bakdyramegin hafa m.a. verið látin falla í tilefni yfirlýsingar um nánara samstarf við sambandið í öryggismálum, en þess má geta að Noregur, Bretland, Suður Kórea og Japan eru m.a. aðilar að slíku samstarfi sem meiningin er að koma á fót á milli sambandsins og Íslands. Það er því rétt að árétta að það er ekki hægt að koma Íslandi inn í sambandið bakdyramegin. Ísland gengur ekki í Evrópusambandið nema með atbeina íslenskra kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu, auk þess sem Alþingi þarf að samþykkja aðildarsamning og breyta stjórnarskrá til að hægt sé að stíga það skref, en stjórnarskrá er ekki breytt nema með því að hafa þingkosningar á milli breytingarinnar og þess að hún taki gildi. Að auki hefur verið tekin um það ákvörðun að hefja ekki aðildarviðræður að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu, sem bætir enn einni lýðræðislegri aðkomu íslenskra kjósenda við það sem að jafnaði er meðal þeirra ríkja sem hafa gengið í sambandið. Það eru því allmörg lýðræðisleg skref sem þarf að stíga áður en að aðild getur orðið. Á hinn bóginn má færa rök fyrir því að sú staða sem við höfum verið í undanfarin 30 ár - aðild að Evrópska efnahagssvæðinu án þátttöku í stjórnsýslu hinna evrópsku stofnana, sé eins konar bakdyraaðild. Að því leiti má færa rök fyrir því að rétt sé að taka skrefið inn í Evrópusambandið, bæði til að þátttaka okkar í Evrópusamrunaferlinu sé gerð í lýðræðislegu umboði þjóðarinnar, en ekki síður til að skapa lýðræðislega umboðskeðju frá okkur, íslenskum kjósendum og til þeirra stofnana sem taka ákvarðanir fyrir okkur. Ef við værum aðilar að Evrópusambandinu myndum við kjósa fulltrúa á Evrópuþingið á fjögurra ára fresti. Íslenskir ráðherrar og ráðamenn tækju þátt í starfi leiðtogaráðsins og ráðherraráðsins, auk þess sem íslenskir starfsmenn væru til staðar á öllum stigum stjórnsýslu sambandsins og í öllum stofnunum þess, þar á meðal framkvæmdastjórninni og sem einn framkvæmdastjóranna (28?). Því miður er það svo að andstaða við aðild að Evrópusambandinu byggir oft á hálfsannleik í besta falli og í versta falli á hreinum heilaspuna, eins og sást svo berlega í Brexit kosningunum í Bretlandi 2016. Enda er auðvelt að gera tortryggilega stofnun sem fæst við allskonar smáatriði sem engu að síður skipta máli til að skapa heildstæðan innri markað með vörur, þjónustu og fjármagn og tryggir okkur íbúum svæðisins jöfn tækifæri til að búa og starfa allsstaðar á hinu Evrópska efnahagssvæði. Í því skyni hefur verið búin til sú ímynd að Evrópusambandið sé eitthvað andlitslaust skrifræðisskrýmsli, sem tekur ákvarðanir sem hafa lítið með líf hins almenna borgara að gera. Í öllum alþjóðlegum samanburði er Evrópusambandið hinsvegar fremur lítið stjórnvald og með starfsmannafjölda á við fámennar borgir á meginlandinu. Fjölmennasti starfsmannahópurinn sinnir túlkun á móðurmál aðildarrikjanna, en mikið er lagt upp úr varðveislu tungumála og menningararfs aðildarríkja sambandsins. Í því sambandi má geta þess að af því sem þegar hefur verið samið um í aðildarsamningaviðræðum þeim sem Ísland hefur tekið þátt í við Evrópusambandið - á árabilinu 2010-2013 – er að íslenska verði eitt opinberra tungumála sambandsins með öllum þeim stuðningi við okkar brothætta en merkilega tungumál sem það inniber. Andstaða við inngöngu í sambandið byggist líka oft á því að með því værum við að undirgangast erlent vald og jafnvel talað um að fórna fullveldinu eða sjálfstæðinu í því sambandi. Það er hinsvegar óljóst hvernig slík undirganga yrði verri þeirri stöðu sem við erum þegar í og eins og ég hef bent á hér fyrir ofan má færa rök fyrir að hún yrði í reynd betri og lýðræðislegri en sú staða sem við búum við í dag. Sum halda því líka fram að með inngöngu myndum við missa yfirráðin yfir fiskimiðunum eða yfir landbúnaðinum okkar með því að undirgangast hinar sameiginlegu sjávarútvegs- og landbúnaðarstefnur sambandsins, en slíkt eru í besta falli getgátur á þessu stigi máls, enda algerlega óumsamið hvernig því yrði háttað í aðildarsamningi fyrir Ísland. Það er hinsvegar ólíklegt að samningur, sem myndi kippa stoðunum undan íslenskum sjávarútvegi eða landbúnaði, myndi hljóta brautargengi í þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi. Að sama skapi hefur Evrópusambandið engan áhuga á að skila af sér aðildarsamningi sem mun örugglega vera felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mörg fordæmi eru fyrir því að tekið sé tillit til sérstæðra aðstæðna í aðildarsamningum og engin ástæða til að ætla að um slíkt yrði ekki að ræða í tilfelli Íslands. Sannfærandi útfærslur á slíku hafa margoft verið tíundaðar í opinberri umræðu og verður því ekki farið dýpra í það í þessari stuttu grein. Það sem hinsvegar er ljóst nú þegar er að innganga í Evrópusambandið myndi vera lýðræðisleg valdefling fyrir okkur, íslenska ríkisborgara, og veita okkur fjöldamörg tæki til að beita okkur á lýðræðislegum vettvangi innan Evrópu. Evrópa er svæði sem við erum hluti af og höfum alltaf verið, alla sögu byggðar á þessu landi. Forfeður okkar og formæður koma líka nánast öll frá því mikla meginlandi og helstu úteyjum þess og saga þess er líka sagan okkar. Evrópsk menning er okkar menning. Það er kominn tími til að við tökum stefnuna á að taka okkar réttmæta sess við þau borð þar sem ákvarðanir um álfuna okkar eru teknar. Innan Evrópusambandsins. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Sjá meira
Heimsókn Ursulu von der Leyen í vikunni virðist hafa vakið úr dvala helstu andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu, sem hafa farið af því tilefni mikinn á samfélagsmiðlum og jafnvel í fjölmiðlum. Orð eins og verið væri að læða Íslandi inn í Evrópusambandið bakdyramegin hafa m.a. verið látin falla í tilefni yfirlýsingar um nánara samstarf við sambandið í öryggismálum, en þess má geta að Noregur, Bretland, Suður Kórea og Japan eru m.a. aðilar að slíku samstarfi sem meiningin er að koma á fót á milli sambandsins og Íslands. Það er því rétt að árétta að það er ekki hægt að koma Íslandi inn í sambandið bakdyramegin. Ísland gengur ekki í Evrópusambandið nema með atbeina íslenskra kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu, auk þess sem Alþingi þarf að samþykkja aðildarsamning og breyta stjórnarskrá til að hægt sé að stíga það skref, en stjórnarskrá er ekki breytt nema með því að hafa þingkosningar á milli breytingarinnar og þess að hún taki gildi. Að auki hefur verið tekin um það ákvörðun að hefja ekki aðildarviðræður að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu, sem bætir enn einni lýðræðislegri aðkomu íslenskra kjósenda við það sem að jafnaði er meðal þeirra ríkja sem hafa gengið í sambandið. Það eru því allmörg lýðræðisleg skref sem þarf að stíga áður en að aðild getur orðið. Á hinn bóginn má færa rök fyrir því að sú staða sem við höfum verið í undanfarin 30 ár - aðild að Evrópska efnahagssvæðinu án þátttöku í stjórnsýslu hinna evrópsku stofnana, sé eins konar bakdyraaðild. Að því leiti má færa rök fyrir því að rétt sé að taka skrefið inn í Evrópusambandið, bæði til að þátttaka okkar í Evrópusamrunaferlinu sé gerð í lýðræðislegu umboði þjóðarinnar, en ekki síður til að skapa lýðræðislega umboðskeðju frá okkur, íslenskum kjósendum og til þeirra stofnana sem taka ákvarðanir fyrir okkur. Ef við værum aðilar að Evrópusambandinu myndum við kjósa fulltrúa á Evrópuþingið á fjögurra ára fresti. Íslenskir ráðherrar og ráðamenn tækju þátt í starfi leiðtogaráðsins og ráðherraráðsins, auk þess sem íslenskir starfsmenn væru til staðar á öllum stigum stjórnsýslu sambandsins og í öllum stofnunum þess, þar á meðal framkvæmdastjórninni og sem einn framkvæmdastjóranna (28?). Því miður er það svo að andstaða við aðild að Evrópusambandinu byggir oft á hálfsannleik í besta falli og í versta falli á hreinum heilaspuna, eins og sást svo berlega í Brexit kosningunum í Bretlandi 2016. Enda er auðvelt að gera tortryggilega stofnun sem fæst við allskonar smáatriði sem engu að síður skipta máli til að skapa heildstæðan innri markað með vörur, þjónustu og fjármagn og tryggir okkur íbúum svæðisins jöfn tækifæri til að búa og starfa allsstaðar á hinu Evrópska efnahagssvæði. Í því skyni hefur verið búin til sú ímynd að Evrópusambandið sé eitthvað andlitslaust skrifræðisskrýmsli, sem tekur ákvarðanir sem hafa lítið með líf hins almenna borgara að gera. Í öllum alþjóðlegum samanburði er Evrópusambandið hinsvegar fremur lítið stjórnvald og með starfsmannafjölda á við fámennar borgir á meginlandinu. Fjölmennasti starfsmannahópurinn sinnir túlkun á móðurmál aðildarrikjanna, en mikið er lagt upp úr varðveislu tungumála og menningararfs aðildarríkja sambandsins. Í því sambandi má geta þess að af því sem þegar hefur verið samið um í aðildarsamningaviðræðum þeim sem Ísland hefur tekið þátt í við Evrópusambandið - á árabilinu 2010-2013 – er að íslenska verði eitt opinberra tungumála sambandsins með öllum þeim stuðningi við okkar brothætta en merkilega tungumál sem það inniber. Andstaða við inngöngu í sambandið byggist líka oft á því að með því værum við að undirgangast erlent vald og jafnvel talað um að fórna fullveldinu eða sjálfstæðinu í því sambandi. Það er hinsvegar óljóst hvernig slík undirganga yrði verri þeirri stöðu sem við erum þegar í og eins og ég hef bent á hér fyrir ofan má færa rök fyrir að hún yrði í reynd betri og lýðræðislegri en sú staða sem við búum við í dag. Sum halda því líka fram að með inngöngu myndum við missa yfirráðin yfir fiskimiðunum eða yfir landbúnaðinum okkar með því að undirgangast hinar sameiginlegu sjávarútvegs- og landbúnaðarstefnur sambandsins, en slíkt eru í besta falli getgátur á þessu stigi máls, enda algerlega óumsamið hvernig því yrði háttað í aðildarsamningi fyrir Ísland. Það er hinsvegar ólíklegt að samningur, sem myndi kippa stoðunum undan íslenskum sjávarútvegi eða landbúnaði, myndi hljóta brautargengi í þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi. Að sama skapi hefur Evrópusambandið engan áhuga á að skila af sér aðildarsamningi sem mun örugglega vera felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mörg fordæmi eru fyrir því að tekið sé tillit til sérstæðra aðstæðna í aðildarsamningum og engin ástæða til að ætla að um slíkt yrði ekki að ræða í tilfelli Íslands. Sannfærandi útfærslur á slíku hafa margoft verið tíundaðar í opinberri umræðu og verður því ekki farið dýpra í það í þessari stuttu grein. Það sem hinsvegar er ljóst nú þegar er að innganga í Evrópusambandið myndi vera lýðræðisleg valdefling fyrir okkur, íslenska ríkisborgara, og veita okkur fjöldamörg tæki til að beita okkur á lýðræðislegum vettvangi innan Evrópu. Evrópa er svæði sem við erum hluti af og höfum alltaf verið, alla sögu byggðar á þessu landi. Forfeður okkar og formæður koma líka nánast öll frá því mikla meginlandi og helstu úteyjum þess og saga þess er líka sagan okkar. Evrópsk menning er okkar menning. Það er kominn tími til að við tökum stefnuna á að taka okkar réttmæta sess við þau borð þar sem ákvarðanir um álfuna okkar eru teknar. Innan Evrópusambandsins. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun