Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar 22. júlí 2025 13:32 Á Íslandi æfa tugþúsundir barna og ungmenna íþróttir, við eigum afreksíþróttafólk í fjölmörgum greinum og landslið sem keppa á stórmótum. Fólk á öllum aldri tekur þátt í ólíkum verkefnum sem snúa að forvörnum og lýðheilsu auk þess sem í íþróttum hafa margir eignast vini fyrir lífstíð. Hlutverk íþróttahreyfingarinnar er þannig bæði stórt og fjölbreytt. Umfangsmiklu hlutverki fylgir líka mikil ábyrgð. Við í íþróttahreyfingunni berum að sjálfsögðu ábyrgð á íþróttaframboði í landinu, tækifærum allra til að iðka þær og að æfingaaðstæður afreksfólksins okkar séu sem bestar. En við berum líka mikla samfélagslega ábyrgð. Við þurfum að hugsa til framtíðar, setja mál á dagskrá og setja okkur markmið til þess að ná árangri, um leið og við hlúum áfram að því sem vel hefur verið gert. Auknar vinsældir íþróttaveðmála Athygli mín hefur verið vakin á vaxandi vinsældum fjárhættuspila sem og „normalíseringu“ þeirra. Þetta á ekki síst við um íþróttaveðmál þar sem veðjað er á úrslit leikja og ýmislegt fleira sem tengist þeim. Auknar vinsældir slíkra veðmála er ekki bara þróunin hérlendis heldur um allan heim. Á nýlegu málþingi kom fram að fólk hér á landi hefur þurft að fá lyfjagjöf til að komast yfir fráhvörf af veðmálum, bankar hafa lokað fyrir greiðslur barna til erlendra veðmálafyrirtækja eftir að hafa orðið varir við mikla aukningu og leikmenn yngri flokka fá skilaboð frá fullorðnum aðilum úti í bæ sem spyrja út í ástand liðsins til að meta bestu möguleika í veðmálum dagsins. Ungir karlar í mestri hættu Veðmál eru ekki hættulaus en hópurinn sem er í mestri hættu á að þróa með sér spilavanda er nokkuð afmarkaður og því gæti verið að margir sjái ekki vandamálið í sínu nærumhverfi. Rannsóknir sýna að ungir karlar eru langstærsti áhættuhópurinn. Þeir sýna fjárhættuspilum talsvert mikinn og stigvaxandi áhuga enda er markaðsefnið sérstaklega sniðið að þeim. Um 4-7 þúsund Íslendingar glíma við spilavanda og þar af eru ungir karlar langstærstur hluti þeirra. Þá hafa 50% þeirra sem leita hjálpar vegna spilavanda glímt við sjálfsvígshugsanir og 20% hafa gert sjálfsvígstilraunir. Við sjáum því að áhugi á að taka þátt í íþróttaveðmálum sér til skemmtunar getur, jafnvel fyrir stóran hóp, leitt til alvarlegra heilsufarsvandamála. Það er algerlega andstætt gildum íþróttahreyfingarinnar um heilbrigði og hreysti. Ógn við trúverðugleika íþrótta Íþróttaveðmál sem boðið er upp á erlendum veðmálasíðum, sem reyndar starfa ólöglega hér á landi, geta líka ógnað trúverðugleika íþróttanna og dregið úr ánægju þátttakenda. Við sjáum fréttir bæði innanlands og utan þar sem íþróttamönnum er vísað úr keppni fyrir að veðja á eigin leiki og þar sem íþróttamenn verða fyrir aðkasti og jafnvel hótunum frá notendum veðmálasíðna í þeim tilgangi að hagræða úrslitum eða hafa áhrif á atvik sem tengjast veðmálum. Þetta er óásættanlegt og ekki í anda þess sem við í íþróttahreyfingunni viljum að íþróttirnar snúist um: Sanngjarna keppni, gleði og möguleikann til að skara fram úr á eigin verðleikum. Hvatning til okkar allra Við sem Íslendingar viljum vera stolt af okkar íþróttahreyfingu og menningu hennar. Tilgangur þessara skrifa er að vekja athygli á málinu, opna umræðuna og fá fram sjónarmið um hvaða leiðir eru færar til að bregðast við aðsteðjandi vanda. Það skiptir miklu máli að fyrirtæki sem bjóða upp á veðmál hafi skýra stefnu um ábyrga spilun og beini fólki ekki í hættulegan farveg. Á sama tíma og meirihluti þeirra sem veðja hafa stjórn á sinni spilun og nýta hana jafnvel í félagslegum tilgangi getum við ekki horft fram hjá dekkri hliðum hennar. Við verðum að taka uppbyggilega umræðu um stöðuna, út frá ólíkum hliðum og fá fram mismunandi sjónarmið. Ef við sitjum hjá og leyfum vandamálinu að grassera er ljóst að lýðheilsa ungu kynslóðarinnar okkar og trúverðugleiki íþróttanna er að veði. Ég hvet því alla til þess að láta sig málið varða, foreldra til að kynna sér þetta og upplýsa börnin sín um hættur fjárhættuspila og okkur sem stöndum að íþróttahreyfingu landsins til að skoða málið af ábyrgð. Tökum umræðuna og vinnum að því að skapa örugga, heilsusamlega og jákvæða menningu í kringum íþróttahreyfinguna og fólkið okkar, samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Fjárhættuspil ÍSÍ Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Á Íslandi æfa tugþúsundir barna og ungmenna íþróttir, við eigum afreksíþróttafólk í fjölmörgum greinum og landslið sem keppa á stórmótum. Fólk á öllum aldri tekur þátt í ólíkum verkefnum sem snúa að forvörnum og lýðheilsu auk þess sem í íþróttum hafa margir eignast vini fyrir lífstíð. Hlutverk íþróttahreyfingarinnar er þannig bæði stórt og fjölbreytt. Umfangsmiklu hlutverki fylgir líka mikil ábyrgð. Við í íþróttahreyfingunni berum að sjálfsögðu ábyrgð á íþróttaframboði í landinu, tækifærum allra til að iðka þær og að æfingaaðstæður afreksfólksins okkar séu sem bestar. En við berum líka mikla samfélagslega ábyrgð. Við þurfum að hugsa til framtíðar, setja mál á dagskrá og setja okkur markmið til þess að ná árangri, um leið og við hlúum áfram að því sem vel hefur verið gert. Auknar vinsældir íþróttaveðmála Athygli mín hefur verið vakin á vaxandi vinsældum fjárhættuspila sem og „normalíseringu“ þeirra. Þetta á ekki síst við um íþróttaveðmál þar sem veðjað er á úrslit leikja og ýmislegt fleira sem tengist þeim. Auknar vinsældir slíkra veðmála er ekki bara þróunin hérlendis heldur um allan heim. Á nýlegu málþingi kom fram að fólk hér á landi hefur þurft að fá lyfjagjöf til að komast yfir fráhvörf af veðmálum, bankar hafa lokað fyrir greiðslur barna til erlendra veðmálafyrirtækja eftir að hafa orðið varir við mikla aukningu og leikmenn yngri flokka fá skilaboð frá fullorðnum aðilum úti í bæ sem spyrja út í ástand liðsins til að meta bestu möguleika í veðmálum dagsins. Ungir karlar í mestri hættu Veðmál eru ekki hættulaus en hópurinn sem er í mestri hættu á að þróa með sér spilavanda er nokkuð afmarkaður og því gæti verið að margir sjái ekki vandamálið í sínu nærumhverfi. Rannsóknir sýna að ungir karlar eru langstærsti áhættuhópurinn. Þeir sýna fjárhættuspilum talsvert mikinn og stigvaxandi áhuga enda er markaðsefnið sérstaklega sniðið að þeim. Um 4-7 þúsund Íslendingar glíma við spilavanda og þar af eru ungir karlar langstærstur hluti þeirra. Þá hafa 50% þeirra sem leita hjálpar vegna spilavanda glímt við sjálfsvígshugsanir og 20% hafa gert sjálfsvígstilraunir. Við sjáum því að áhugi á að taka þátt í íþróttaveðmálum sér til skemmtunar getur, jafnvel fyrir stóran hóp, leitt til alvarlegra heilsufarsvandamála. Það er algerlega andstætt gildum íþróttahreyfingarinnar um heilbrigði og hreysti. Ógn við trúverðugleika íþrótta Íþróttaveðmál sem boðið er upp á erlendum veðmálasíðum, sem reyndar starfa ólöglega hér á landi, geta líka ógnað trúverðugleika íþróttanna og dregið úr ánægju þátttakenda. Við sjáum fréttir bæði innanlands og utan þar sem íþróttamönnum er vísað úr keppni fyrir að veðja á eigin leiki og þar sem íþróttamenn verða fyrir aðkasti og jafnvel hótunum frá notendum veðmálasíðna í þeim tilgangi að hagræða úrslitum eða hafa áhrif á atvik sem tengjast veðmálum. Þetta er óásættanlegt og ekki í anda þess sem við í íþróttahreyfingunni viljum að íþróttirnar snúist um: Sanngjarna keppni, gleði og möguleikann til að skara fram úr á eigin verðleikum. Hvatning til okkar allra Við sem Íslendingar viljum vera stolt af okkar íþróttahreyfingu og menningu hennar. Tilgangur þessara skrifa er að vekja athygli á málinu, opna umræðuna og fá fram sjónarmið um hvaða leiðir eru færar til að bregðast við aðsteðjandi vanda. Það skiptir miklu máli að fyrirtæki sem bjóða upp á veðmál hafi skýra stefnu um ábyrga spilun og beini fólki ekki í hættulegan farveg. Á sama tíma og meirihluti þeirra sem veðja hafa stjórn á sinni spilun og nýta hana jafnvel í félagslegum tilgangi getum við ekki horft fram hjá dekkri hliðum hennar. Við verðum að taka uppbyggilega umræðu um stöðuna, út frá ólíkum hliðum og fá fram mismunandi sjónarmið. Ef við sitjum hjá og leyfum vandamálinu að grassera er ljóst að lýðheilsa ungu kynslóðarinnar okkar og trúverðugleiki íþróttanna er að veði. Ég hvet því alla til þess að láta sig málið varða, foreldra til að kynna sér þetta og upplýsa börnin sín um hættur fjárhættuspila og okkur sem stöndum að íþróttahreyfingu landsins til að skoða málið af ábyrgð. Tökum umræðuna og vinnum að því að skapa örugga, heilsusamlega og jákvæða menningu í kringum íþróttahreyfinguna og fólkið okkar, samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun