Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 22. júlí 2025 13:46 Stórar og tímabærar breytingar eru framundan í fangelsimálum. Strax í apríl á þessu ári tilkynnti ríkisstjórnin um sjö þýðingarmiklar aðgerðir sem munu leiða til meiri samhæfingar innan kerfisins, betri nýtingu fjármuna og tryggari lagastoð fyrir nauðsynlegum en íþyngjandi inngripum. Ríkisstjórnin hefur tryggt fjármagn í þessar aðgerðir. Í alltof langan tíma hafa stjórnvöld staðið aðgerðalítil hjá gagnvart úrræðaleysi fyrir ósakhæfa einstaklinga sem glíma við alvarlegar þroska- eða geðraskanir. Í of langan tíma hefur úrræðaleysi ríkt gagnvart einstaklingum sem hafa lokið afplánun en teljast hættulegir samfélaginu og þurfa bæði eftirlit og stuðning. Þetta úrræðaleysi hefur leitt til alvarlegra afleiðinga fyrir þessa einstaklinga, aðstandendur þeirra og ekki síst fyrir öryggi samborgara þeirra. Lagabreytingar um öryggisráðstafanir Í haust mun ég þess vegna kynna frumvarp um öryggisráðstafanir vegna þessara einstaklinga. Núgildandi lög um öryggisráðstafanir hafa staðið óbreytt í áratugi og lagabreytingar því orðnar nauðsynlegar. Lagabreytingar munu tryggja mannréttindi þeirra sem um ræðir og öryggi samfélagsins. Undirbúningur er síðan hafinn af hálfu félagsmálaráðherra við að setja á stofn sérstaka öryggisstofnun sem mun vista og samhæfa nauðsynlega þjónustu við þennan hóp. Með uppfærslu laganna tryggjum við réttindi einstaklinga sem sæta öryggisráðstöfunum í samræmi við mannréttindakröfur stjórnarskrár og alþjóðlegar skuldbindingar. Með þessum skrefum tryggjum við að einstaklingar fái viðeigandi meðferð og viðeigandi stuðning. Þetta framfaraskref mun á sama tíma stuðla að auknu öryggi í íslensku samfélagi. Viðeigandi meðferð Það er á sama tíma ljóst að tryggja þarf betri meðferðarúrræði í fangelsum landsins þannig að menn séu ekki verr staddir að lokinni afplánun en þegar afplánun hófst. Staðan í fangelsismálum hefur til lengri tíma verið sú að það vantar fangelsispláss og það hefur jafnvel gerst að menn hafa ekki afplánað dóma fyrir alvarleg brot vegna þessa. Við erum að stíga markviss skref til að breyta þessari stöðu. Í haust mun ég leggja fram á Alþingi frumvarp um brottfararstöð. Ísland hefur um árabil verið eina Schengen ríkið sem engan slíkan stað á. Ísland hefur sætt gagnrýni vegna þessarar stöðu. Með brottfararstöð hverfum við frá þeirri ómannúðlegri meðferð að einstaklingar sem ekkert hafa brotið af sér eru vistaðir í fangelsum. Í brottfararstöðinni verða hins vegar vistaðir þeir útlendingar sem eiga að fara af landi brott vegna þess að þeir uppfylla ekki skilyrði þess að fá alþjóðlega vernd en neita allri samvinnu við stjórnvöld. Flestir fara af landinu sjálfviljugir en brottfarastöðin er nauðsynleg til að tryggja brottför þeirra sem neita að fara af landinu. Með brottfarastöðinni mun skapast meira pláss í fangelsum landsins, sem sannarlega vantar í dag. Betri staða í fangelsum landsins Þessar tvær aðgerðir munu saman stuðla að betri stöðu í fangelsum landsins. Þær munu á sama tíma tryggja að einstaklingar sem þurfa á öryggisráðstöfunum að halda fái viðeigandi úrræði og meðferð og að útlendingar sem eiga að yfirgefa landið séu ekki vistaðir í ómannúðlegu umhverfi. Til viðbótar þessu er samhliða verið að vinna að því að létta á fangelsum með því að auðvelda að erlendir fangar afpláni í sínu heimaríki, þar sem það er hægt. Ferlar til þess að hafa verið of þungir og tímafrekir. Síðast en ekki síst hefur verið tryggt fjármagn til að hefja framkvæmdir við fyrsta öryggisfangelsi landsins. Þessar breytingar eru stór skref í rétta átt. Erfið staða í fangelsismálum mun hins vegar ekki leysast á einni nóttu. Nú er hins vegar unnið eftir skýrri stefnu. Viðreisn hefur lagt áherslu á að efla löggæslu og öryggi fólksins í landinu. Bætt staða í fangelsismálum er mikilvægt skref í þeim efnum. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Skoðun Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Stórar og tímabærar breytingar eru framundan í fangelsimálum. Strax í apríl á þessu ári tilkynnti ríkisstjórnin um sjö þýðingarmiklar aðgerðir sem munu leiða til meiri samhæfingar innan kerfisins, betri nýtingu fjármuna og tryggari lagastoð fyrir nauðsynlegum en íþyngjandi inngripum. Ríkisstjórnin hefur tryggt fjármagn í þessar aðgerðir. Í alltof langan tíma hafa stjórnvöld staðið aðgerðalítil hjá gagnvart úrræðaleysi fyrir ósakhæfa einstaklinga sem glíma við alvarlegar þroska- eða geðraskanir. Í of langan tíma hefur úrræðaleysi ríkt gagnvart einstaklingum sem hafa lokið afplánun en teljast hættulegir samfélaginu og þurfa bæði eftirlit og stuðning. Þetta úrræðaleysi hefur leitt til alvarlegra afleiðinga fyrir þessa einstaklinga, aðstandendur þeirra og ekki síst fyrir öryggi samborgara þeirra. Lagabreytingar um öryggisráðstafanir Í haust mun ég þess vegna kynna frumvarp um öryggisráðstafanir vegna þessara einstaklinga. Núgildandi lög um öryggisráðstafanir hafa staðið óbreytt í áratugi og lagabreytingar því orðnar nauðsynlegar. Lagabreytingar munu tryggja mannréttindi þeirra sem um ræðir og öryggi samfélagsins. Undirbúningur er síðan hafinn af hálfu félagsmálaráðherra við að setja á stofn sérstaka öryggisstofnun sem mun vista og samhæfa nauðsynlega þjónustu við þennan hóp. Með uppfærslu laganna tryggjum við réttindi einstaklinga sem sæta öryggisráðstöfunum í samræmi við mannréttindakröfur stjórnarskrár og alþjóðlegar skuldbindingar. Með þessum skrefum tryggjum við að einstaklingar fái viðeigandi meðferð og viðeigandi stuðning. Þetta framfaraskref mun á sama tíma stuðla að auknu öryggi í íslensku samfélagi. Viðeigandi meðferð Það er á sama tíma ljóst að tryggja þarf betri meðferðarúrræði í fangelsum landsins þannig að menn séu ekki verr staddir að lokinni afplánun en þegar afplánun hófst. Staðan í fangelsismálum hefur til lengri tíma verið sú að það vantar fangelsispláss og það hefur jafnvel gerst að menn hafa ekki afplánað dóma fyrir alvarleg brot vegna þessa. Við erum að stíga markviss skref til að breyta þessari stöðu. Í haust mun ég leggja fram á Alþingi frumvarp um brottfararstöð. Ísland hefur um árabil verið eina Schengen ríkið sem engan slíkan stað á. Ísland hefur sætt gagnrýni vegna þessarar stöðu. Með brottfararstöð hverfum við frá þeirri ómannúðlegri meðferð að einstaklingar sem ekkert hafa brotið af sér eru vistaðir í fangelsum. Í brottfararstöðinni verða hins vegar vistaðir þeir útlendingar sem eiga að fara af landi brott vegna þess að þeir uppfylla ekki skilyrði þess að fá alþjóðlega vernd en neita allri samvinnu við stjórnvöld. Flestir fara af landinu sjálfviljugir en brottfarastöðin er nauðsynleg til að tryggja brottför þeirra sem neita að fara af landinu. Með brottfarastöðinni mun skapast meira pláss í fangelsum landsins, sem sannarlega vantar í dag. Betri staða í fangelsum landsins Þessar tvær aðgerðir munu saman stuðla að betri stöðu í fangelsum landsins. Þær munu á sama tíma tryggja að einstaklingar sem þurfa á öryggisráðstöfunum að halda fái viðeigandi úrræði og meðferð og að útlendingar sem eiga að yfirgefa landið séu ekki vistaðir í ómannúðlegu umhverfi. Til viðbótar þessu er samhliða verið að vinna að því að létta á fangelsum með því að auðvelda að erlendir fangar afpláni í sínu heimaríki, þar sem það er hægt. Ferlar til þess að hafa verið of þungir og tímafrekir. Síðast en ekki síst hefur verið tryggt fjármagn til að hefja framkvæmdir við fyrsta öryggisfangelsi landsins. Þessar breytingar eru stór skref í rétta átt. Erfið staða í fangelsismálum mun hins vegar ekki leysast á einni nóttu. Nú er hins vegar unnið eftir skýrri stefnu. Viðreisn hefur lagt áherslu á að efla löggæslu og öryggi fólksins í landinu. Bætt staða í fangelsismálum er mikilvægt skref í þeim efnum. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun