„Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. júlí 2025 22:31 Arnar Eggert grætur fallið íkon. Breski þungarokkarinn Ozzy Osbourne sem féll frá í gær 76 ára að aldri var einn áhrifamesti tónlistarmaður okkar tíma. Þetta segir félags- og tónlistarfræðingur sem segir rokkarann hafa verið frumkvöðul sem hafi mótað þungarokk í þeirri mynd sem það er í dag. Fjölskylda bresku rokkstjörnunnar Ozzy Osbourne tilkynnti síðdegis í gær að rokkarinn væri fallinn frá, 76 ára að aldri. Ozzy sem hlaut viðurnefnið myrkraprinsinn var söngvari þungarokkshljómsveitarinnar Black Sabbath sem stofnuð var árið 1968. Arnar Eggert Thoroddsen félags- og tónlistarfræðingur segir varla hægt að setja í orð hve mikil áhrif Ozzy hafi haft á rokkið. „Ozzy Osbourne var einfaldlega rosalegasti forvígismaður rokkssveitar bara sem hefur lifað. Hann einhvern veginn býr til reglurnar fyrir það hvernig þú átt að haga þér sem þungarokkssöngvari og í gegnum hljómsveit sína Black Sabbath þá býr hann í rauninni til þungarokkið og ekki bara tónlistina heldur allan þennna lífsstíl og hvað þetta á allt saman að tákna.“ Þannig sé hægt að fullyrða að um áhrifamesta rokkara allra tíma hafi verið um að ræða. „Það er ótrúlegt þegar maður hlustar á fyrstu Black Sabbath plötuna 1970. Þarna er bara verið að finna upp þetta form, þungarokkið. Riffin, hvernig þú syngur þetta, þessi skuggalegheit öll og hvað er hægt að gera með rokktónlist, það er hægt að gera aðeins meira en það sem Bítlarnir og Presley voru að gera.“ Mikil lífsgleði hafi fylgt rokkaranum, sem hafi átt rosalegt tímabil fullt af drykkju og dópneyslu. „En hann einhvern veginn lifir þetta allt saman af og er síðan svolítið vís með því að halda sér gangandi í gegnum aðra miðla eins og í þessum stórkostlegu sjónvarpsþáttum um Osbourne fjölskylduna. þannig hann kunni líka í góðu samstarfi við eiginkonu sína að spila á fjölmiðla og halda ferli sínum gangandi.“ Arnar segir stórkostlegt að Ozzy hafi náð að koma fram á kveðjutónleikum í heimaborginni Birmingham með Black Sabbath fyrir örfáum vikum. „Manni grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast því það er hlaðið þarna í algjöra þungarokksveislu og hann mætir þarna í hásæti sem er mjög hæfandi, gerir tónleikana og deyr síðan viku seinna. Þetta er auðvitað alveg ótrúlegt.“ Tímamót Tónlist Bretland Hollywood Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira
Fjölskylda bresku rokkstjörnunnar Ozzy Osbourne tilkynnti síðdegis í gær að rokkarinn væri fallinn frá, 76 ára að aldri. Ozzy sem hlaut viðurnefnið myrkraprinsinn var söngvari þungarokkshljómsveitarinnar Black Sabbath sem stofnuð var árið 1968. Arnar Eggert Thoroddsen félags- og tónlistarfræðingur segir varla hægt að setja í orð hve mikil áhrif Ozzy hafi haft á rokkið. „Ozzy Osbourne var einfaldlega rosalegasti forvígismaður rokkssveitar bara sem hefur lifað. Hann einhvern veginn býr til reglurnar fyrir það hvernig þú átt að haga þér sem þungarokkssöngvari og í gegnum hljómsveit sína Black Sabbath þá býr hann í rauninni til þungarokkið og ekki bara tónlistina heldur allan þennna lífsstíl og hvað þetta á allt saman að tákna.“ Þannig sé hægt að fullyrða að um áhrifamesta rokkara allra tíma hafi verið um að ræða. „Það er ótrúlegt þegar maður hlustar á fyrstu Black Sabbath plötuna 1970. Þarna er bara verið að finna upp þetta form, þungarokkið. Riffin, hvernig þú syngur þetta, þessi skuggalegheit öll og hvað er hægt að gera með rokktónlist, það er hægt að gera aðeins meira en það sem Bítlarnir og Presley voru að gera.“ Mikil lífsgleði hafi fylgt rokkaranum, sem hafi átt rosalegt tímabil fullt af drykkju og dópneyslu. „En hann einhvern veginn lifir þetta allt saman af og er síðan svolítið vís með því að halda sér gangandi í gegnum aðra miðla eins og í þessum stórkostlegu sjónvarpsþáttum um Osbourne fjölskylduna. þannig hann kunni líka í góðu samstarfi við eiginkonu sína að spila á fjölmiðla og halda ferli sínum gangandi.“ Arnar segir stórkostlegt að Ozzy hafi náð að koma fram á kveðjutónleikum í heimaborginni Birmingham með Black Sabbath fyrir örfáum vikum. „Manni grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast því það er hlaðið þarna í algjöra þungarokksveislu og hann mætir þarna í hásæti sem er mjög hæfandi, gerir tónleikana og deyr síðan viku seinna. Þetta er auðvitað alveg ótrúlegt.“
Tímamót Tónlist Bretland Hollywood Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira