Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. júlí 2025 22:12 Kári og Stefán Einar ræddu bókina 1984 í bókaklúbbi Spursmála á dögunum. Kári segir orð sem hann lét falla um meintar njósnir Amgen óheiðarleg. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson segir orð sem hann lét falla í bókaklúbbi Spursmála, stýrðum af Stefáni Einari Stefánssyni blaðamanni á dögunum, þar sem hann gaf í skyn að Amgen væri að njósna um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar, óvarleg og óheiðarleg. Stefán Einar stóð fyrir svokölluðum bókaklúbbi Spursmála fyrr í mánuðinum þar sem bókin 1984 eftir George Orwell var umfjöllunarefnið. Hann fékk til sín Kára Stefánsson fyrrverandi forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar til að ræða bókina. Misheppnaðar gríntilraunir og óheppilegt orðalag Síðan þá hafa birst fréttir á vef Mbl.is, þar sem haft er eftir Kára á bókaklúbbskvöldinu. Síðast í dag birtist frétt með fyrirsögninni „Óttast að Amgen njósni um starfsfólk sitt“. Amgen er móðurfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar, en Kári lauk þar óvænt störfum í maí. Kári rekur málið í yfirlýsingu sem birtist sem skoðunargrein á Vísi í kvöld, þar sem hann segist meðal annars ekki hafa vitað að Stefán myndi „skreyta mbl.is með bitum af bókspjallinu á hverjum degi í heila viku.“ Hann segist hafa fallist á að koma í bókaklúbbinn vegna þess að hann grunaði að vettvangurinn yrði nýttur til að gagnrýna sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda á tímum Covid 19, sem varð síðar raunin. Umræðurnar hafi verið skemmtilegar og áhorfendur kurteisir. „Umræðurnar voru býsna málefnalegar fyrir utan nokkrar misheppnaðar tilraunir undirritaðs til þess að vera fyndinn og óheppilegt orðalag mitt þegar ég reyndi að beina athyglinni að þeim möguleikum sem fyrirtæki og stofnanir hafa til þess að fylgjast með starfsmönnum sínum á þann máta að líkist því sem lýst er í 1984,“ skrifar Kári. Segir þaggað niður í sér „Í hita umræðunnar um ráðstjórnina sem er lýst í bókinni sagði ég frá því að Amgen krafðist þess að allir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar væru með fartölvu sem þeir útvega, svo kallaða Amgen tölvu. Þegar ég á sínum tíma spurði hvaða eiginleika Amgen tölvan hefði umfram aðrar tölvur fékk ég engin svör.“ Kári segist hafa dregið í efa að slík tölva myndi til að mynda gagnast starfsfólki eldhússins en mætt þöggun og honum sagt að allir starfsmenn, án undantekningar yrðu að eiga Amgen-tölvu. „Það var óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt í annars góðum samræðum að gefa það í skyn að Amgen gæti notað tölvurnar til þess að njósna. Ég hef ekkert í höndunum sem bendir til þess að Amgen hafi notað tölvurnar til þess að njósna eða hafi slíkt í huga og ég er handviss um að þeir standi í þeirri trú að svona tölva geri jafnvel kótiletturnar betri á bragið,“ skrifar Kári. Þá segist hann ekki hafa verið meðvitaður um að tal hans í bókaklúbbnum yrði að umfjöllunarefni á Mbl.is og að Stefán Einar hafi ekki borið neina af fréttunum sem hann skrifaði undir hann. Þá áréttir Kári að Amgen hafi gert mjög vel við starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar og hagað sér eins og fyrirtæki með háa siðferðisstaðla og mikla samfélagslega ábyrgð. Hann nefnir nokkur dæmi sér til stuðnings í lok greinarinnar. Íslensk erfðagreining Fjölmiðlar Bókmenntir Tengdar fréttir Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Kári Stefánsson segir það ekki hafa komið flatt upp á hann að honum skyldi vera sagt upp sem forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Spenna hefði ríkt milli hans og stjórnenda móðurfyrirtækisins um tíma. Hann segist ekki stefna að því að setjast í helgan stein og segir mörg verkefni bíða hans, þeirra á meðal að læra að prjóna sokka. 5. maí 2025 19:43 Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur látið af störfum sem forstjóri hjá fyrirtækinu. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrik Sulem taka við sem nýir framkvæmdastjórar Íslenskrar erfðagreiningar. 2. maí 2025 08:34 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Stefán Einar stóð fyrir svokölluðum bókaklúbbi Spursmála fyrr í mánuðinum þar sem bókin 1984 eftir George Orwell var umfjöllunarefnið. Hann fékk til sín Kára Stefánsson fyrrverandi forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar til að ræða bókina. Misheppnaðar gríntilraunir og óheppilegt orðalag Síðan þá hafa birst fréttir á vef Mbl.is, þar sem haft er eftir Kára á bókaklúbbskvöldinu. Síðast í dag birtist frétt með fyrirsögninni „Óttast að Amgen njósni um starfsfólk sitt“. Amgen er móðurfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar, en Kári lauk þar óvænt störfum í maí. Kári rekur málið í yfirlýsingu sem birtist sem skoðunargrein á Vísi í kvöld, þar sem hann segist meðal annars ekki hafa vitað að Stefán myndi „skreyta mbl.is með bitum af bókspjallinu á hverjum degi í heila viku.“ Hann segist hafa fallist á að koma í bókaklúbbinn vegna þess að hann grunaði að vettvangurinn yrði nýttur til að gagnrýna sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda á tímum Covid 19, sem varð síðar raunin. Umræðurnar hafi verið skemmtilegar og áhorfendur kurteisir. „Umræðurnar voru býsna málefnalegar fyrir utan nokkrar misheppnaðar tilraunir undirritaðs til þess að vera fyndinn og óheppilegt orðalag mitt þegar ég reyndi að beina athyglinni að þeim möguleikum sem fyrirtæki og stofnanir hafa til þess að fylgjast með starfsmönnum sínum á þann máta að líkist því sem lýst er í 1984,“ skrifar Kári. Segir þaggað niður í sér „Í hita umræðunnar um ráðstjórnina sem er lýst í bókinni sagði ég frá því að Amgen krafðist þess að allir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar væru með fartölvu sem þeir útvega, svo kallaða Amgen tölvu. Þegar ég á sínum tíma spurði hvaða eiginleika Amgen tölvan hefði umfram aðrar tölvur fékk ég engin svör.“ Kári segist hafa dregið í efa að slík tölva myndi til að mynda gagnast starfsfólki eldhússins en mætt þöggun og honum sagt að allir starfsmenn, án undantekningar yrðu að eiga Amgen-tölvu. „Það var óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt í annars góðum samræðum að gefa það í skyn að Amgen gæti notað tölvurnar til þess að njósna. Ég hef ekkert í höndunum sem bendir til þess að Amgen hafi notað tölvurnar til þess að njósna eða hafi slíkt í huga og ég er handviss um að þeir standi í þeirri trú að svona tölva geri jafnvel kótiletturnar betri á bragið,“ skrifar Kári. Þá segist hann ekki hafa verið meðvitaður um að tal hans í bókaklúbbnum yrði að umfjöllunarefni á Mbl.is og að Stefán Einar hafi ekki borið neina af fréttunum sem hann skrifaði undir hann. Þá áréttir Kári að Amgen hafi gert mjög vel við starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar og hagað sér eins og fyrirtæki með háa siðferðisstaðla og mikla samfélagslega ábyrgð. Hann nefnir nokkur dæmi sér til stuðnings í lok greinarinnar.
Íslensk erfðagreining Fjölmiðlar Bókmenntir Tengdar fréttir Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Kári Stefánsson segir það ekki hafa komið flatt upp á hann að honum skyldi vera sagt upp sem forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Spenna hefði ríkt milli hans og stjórnenda móðurfyrirtækisins um tíma. Hann segist ekki stefna að því að setjast í helgan stein og segir mörg verkefni bíða hans, þeirra á meðal að læra að prjóna sokka. 5. maí 2025 19:43 Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur látið af störfum sem forstjóri hjá fyrirtækinu. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrik Sulem taka við sem nýir framkvæmdastjórar Íslenskrar erfðagreiningar. 2. maí 2025 08:34 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Kári Stefánsson segir það ekki hafa komið flatt upp á hann að honum skyldi vera sagt upp sem forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Spenna hefði ríkt milli hans og stjórnenda móðurfyrirtækisins um tíma. Hann segist ekki stefna að því að setjast í helgan stein og segir mörg verkefni bíða hans, þeirra á meðal að læra að prjóna sokka. 5. maí 2025 19:43
Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur látið af störfum sem forstjóri hjá fyrirtækinu. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrik Sulem taka við sem nýir framkvæmdastjórar Íslenskrar erfðagreiningar. 2. maí 2025 08:34