Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar 24. júlí 2025 07:00 Í grein Magnúsar Árna Skjöld Magnússonar sem birtist á Vísi 22. júlí er því haldið fram að gagnrýnin á samstarf við ESB í öryggismálum sé byggð á þeirri skoðun að verið sé að „læða“ landinu inn í sambandið „bakdyramegin“. Hér er hætta á að umræðan verði persónugerð og gerð tortryggileg. Sú gagnrýni sem fram hefur komið beinist ekki að því að áformað sé að svipta þjóðina atkvæðarétti sínum – heldur að stjórnvaldsákvarðanir og túlkun eldri viljayfirlýsinga séu að þróast í átt að nýju aðildarferli án þess að það hafi verið formlega ákveðið á Alþingi eða í ríkisstjórn. Enginn hefur haldið því fram að Ísland gangi í ESB án þjóðaratkvæðis. Ágreiningurinn snýst um það hverjir ákveða að hefja aðildarferli, með hvaða hætti og á hvaða forsendum. Tilvísun í sextán ára gamla þingsályktun uppfyllir ekki kröfu um nauðsynlegt pólitískt umboð nú. EES og aðild: ólíkar forsendur og valdheimildir Því er haldið fram að EES-samningurinn sé „eins konar bakdyraaðild“. Slík framsetning er villandi, þar sem hún gefur í skyn að aðildarsamband sé til staðar, þótt raunverulegur munur sé bæði lagalegur og stjórnskipulegur. EES-samstarfið er byggt á milliríkjasamningi þar sem Ísland hefur neitunarvald og aðgangur að innri markaði er ekki bundinn sameiginlegu löggjafarferli. Aðild að ESB felur hins vegar í sér yfirfærslu á ákvörðunarvaldi til stofnana sem Ísland hefur takmörkuð áhrif á. Að líkja þessu tvennu saman dregur úr möguleikanum á að gera mikilvægan greinarmun. Áhrif smáríkis innan ESB – eða samstarf á eigin forsendum? Greinin heldur því fram að aðild Íslands myndi gera landið betur í stakk búið til að hafa áhrif á stefnu ESB. Þetta er sjónarmið sem margir deila – en það er líka rétt að benda á að ákvörðunarvaldinu er ekki jafnt skipt innan ESB. Evrópuþingið hefur ekki frumkvæðisrétt að lagasetningu, og lítil ríki hafa ekki bolmagn til að móta stefnu nema með samkomulagi við stór ríki eða áhrifamikla hagsmunahópa. Aðild getur vitanlega falið í sér áhrif – en ekki endilega umfram það sem þegar felst í samstarfi innan EES. Orðræðan um andstöðu og spurningin um ferli Í greininni eru notuð hugtök á borð við „heilaspuni“ og „hálfsannleikur“ þegar rætt er um andstöðu við aðild. Slíkt orðalag hefur sjaldan uppbyggilegt gildi í opinberri umræðu og getur dregið athyglina frá þeim efnisatriðum sem málið snýst um – hvort sem þau lúta að sjávarútvegi, stjórnarskrárbundnu sjálfstæði löggjafarvalds, eða áliti fólks á pólitískri ábyrgð og ákvarðanatöku. Magnús bendir á að aðildarsamningur krefjist stjórnarskrárbreytinga og þjóðaratkvæðis. Það er rétt. En í greininni vantar umfjöllun um það að ekkert ferli er í gangi í dag sem byggir á nauðsynlegu pólitísku umboði. Að vísa í vilja sem var mótaður 2009 – áður en viðræður voru stöðvaðar og forsendur breyttust – sem grundvöll nýrra skrefa, er pólitískt viðkvæmt. Áhersla á lýðræðislega niðurstöðu þarf líka að fela í sér virðingu fyrir því hvar umræðan stendur og hvaða aðilar bera ábyrgð á að kalla eftir nýjum ákvörðunum. Höfundur er hagfræðingur og í stjórn Heimssýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Í grein Magnúsar Árna Skjöld Magnússonar sem birtist á Vísi 22. júlí er því haldið fram að gagnrýnin á samstarf við ESB í öryggismálum sé byggð á þeirri skoðun að verið sé að „læða“ landinu inn í sambandið „bakdyramegin“. Hér er hætta á að umræðan verði persónugerð og gerð tortryggileg. Sú gagnrýni sem fram hefur komið beinist ekki að því að áformað sé að svipta þjóðina atkvæðarétti sínum – heldur að stjórnvaldsákvarðanir og túlkun eldri viljayfirlýsinga séu að þróast í átt að nýju aðildarferli án þess að það hafi verið formlega ákveðið á Alþingi eða í ríkisstjórn. Enginn hefur haldið því fram að Ísland gangi í ESB án þjóðaratkvæðis. Ágreiningurinn snýst um það hverjir ákveða að hefja aðildarferli, með hvaða hætti og á hvaða forsendum. Tilvísun í sextán ára gamla þingsályktun uppfyllir ekki kröfu um nauðsynlegt pólitískt umboð nú. EES og aðild: ólíkar forsendur og valdheimildir Því er haldið fram að EES-samningurinn sé „eins konar bakdyraaðild“. Slík framsetning er villandi, þar sem hún gefur í skyn að aðildarsamband sé til staðar, þótt raunverulegur munur sé bæði lagalegur og stjórnskipulegur. EES-samstarfið er byggt á milliríkjasamningi þar sem Ísland hefur neitunarvald og aðgangur að innri markaði er ekki bundinn sameiginlegu löggjafarferli. Aðild að ESB felur hins vegar í sér yfirfærslu á ákvörðunarvaldi til stofnana sem Ísland hefur takmörkuð áhrif á. Að líkja þessu tvennu saman dregur úr möguleikanum á að gera mikilvægan greinarmun. Áhrif smáríkis innan ESB – eða samstarf á eigin forsendum? Greinin heldur því fram að aðild Íslands myndi gera landið betur í stakk búið til að hafa áhrif á stefnu ESB. Þetta er sjónarmið sem margir deila – en það er líka rétt að benda á að ákvörðunarvaldinu er ekki jafnt skipt innan ESB. Evrópuþingið hefur ekki frumkvæðisrétt að lagasetningu, og lítil ríki hafa ekki bolmagn til að móta stefnu nema með samkomulagi við stór ríki eða áhrifamikla hagsmunahópa. Aðild getur vitanlega falið í sér áhrif – en ekki endilega umfram það sem þegar felst í samstarfi innan EES. Orðræðan um andstöðu og spurningin um ferli Í greininni eru notuð hugtök á borð við „heilaspuni“ og „hálfsannleikur“ þegar rætt er um andstöðu við aðild. Slíkt orðalag hefur sjaldan uppbyggilegt gildi í opinberri umræðu og getur dregið athyglina frá þeim efnisatriðum sem málið snýst um – hvort sem þau lúta að sjávarútvegi, stjórnarskrárbundnu sjálfstæði löggjafarvalds, eða áliti fólks á pólitískri ábyrgð og ákvarðanatöku. Magnús bendir á að aðildarsamningur krefjist stjórnarskrárbreytinga og þjóðaratkvæðis. Það er rétt. En í greininni vantar umfjöllun um það að ekkert ferli er í gangi í dag sem byggir á nauðsynlegu pólitísku umboði. Að vísa í vilja sem var mótaður 2009 – áður en viðræður voru stöðvaðar og forsendur breyttust – sem grundvöll nýrra skrefa, er pólitískt viðkvæmt. Áhersla á lýðræðislega niðurstöðu þarf líka að fela í sér virðingu fyrir því hvar umræðan stendur og hvaða aðilar bera ábyrgð á að kalla eftir nýjum ákvörðunum. Höfundur er hagfræðingur og í stjórn Heimssýnar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun