Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2025 15:01 Frá árinu 1987 hefur sjálfbær þróun samfélaga verið skilgreind með þeim hætti að verið sé að mæta þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum. Hætta er að stríðið á Gaza og viðbrögð Vesturlanda við því dragi úr möguleikum okkar til að mæta þörfum komandi kynslóða á Íslandi. Sú staðreynd að ráðandi öfl í hinum vestræna heimi hafi ekki látið meira til sín taka til að stöðva dráp, limlestingar og nú svelti barna á Gaza er ekki eingöngu hörmuleg og með öllu illskiljanleg. Hún grefur líka undan grundvallar gildum vestrænna samfélaga – gildum mannréttinda og ekki síst réttindum barna í þessum heimi. Þegar búið er að grafa undan þeim stoðum er erfitt að hrista það af sér og snúa sér að öðru. Hvernig stendur maður á sviði í Reykjavík, Berlín eða Róm og talar um mikilvægi réttlátra grænna umskipta fyrir alla og inngildingu fólks með hreyfihömlum á vinnustaði þegar verið er að sprengja fæturna af leikskólabörnum? Hvernig ræðir maður áskoranir orkuafhendingaröryggis og innviðauppbyggingu sem styður við fæðuöryggi á meðan við fylgjumst með skipulögðu svelti heillar þjóðar í beinni? Stríðsátök hafa margvíslegar afleiðingar. Fyrir utan hinar beinu afleiðingar sem fórnarlömbin verða fyrir þá eru afleiðingar einnig efnahagslegar, því auðvitað er bæði hægt að græða og tapa á stríði. Stjórnamálasamstarf verður líka fyrir miklum áhrifum þegar samherjar stíga dans til að reyna að meta hvaða afstöðu skuli taka dag frá degi. Ekki síst eru afleiðingar hugmyndafræðilegar. Þegar stjórnmála- og efnahagsleiðtogarheims veita þjóðarmorði blessun sína með þögninni einni saman þá er ekki einungis verið að dæma fólki á Gaza til þjáninga og dauða heldur er einnig verið að draga verulega úr tækifærum komandi kynslóða vestrænna ríkja, barna okkar og barnabarna, til að lifa í farsælum og öruggum heimi. Því ef við gefum upp á bátinn hugmyndafræði algildra mannréttinda, þá eru allir þeir sem vilja vinna að bættum heimi sviptir tækifærinu til að nota mennsku-spilið. Það er spilið sem útskýrir að þótt það sé sannarlega skynsamlegt að reka fyrirtæki á sjálfbæran hátt því það er góður bisniss, þá er það ekki síst gott fyrir mannkynið til langs tíma. Spilið sem bendir á að klárlega ætti að nota hringrásarhönnun því það eykur skilvirkni og þannig verður meira til skiptanna fyrir mannkynið. Þegar við spilum út spilinu skilja allir að auðgandi rekstur styður við lífræðilega fjölbreytni sem er undirstaða mannlegrar tilveru. Ekki síst bendir spilið á að ef við tryggum öllum grundvallar mannréttindi og gætum að inngildingu í samfélaginu þá virkjum við til fulls þann mikla mannauð sem mannkynið býr yfir, öllum til góða. Ef við tökum mennsku-spilið úr bunkanum þá verða ekkert eftir nema krónur og aurar og við missum læsi á uppsprettu hagnaðar. Við töpum greiningarhæfninni sem felst í því að mæla velsæld en ekki bara hagvöxt. Þess vegna snúast þjóðarmorðin á Gaza ekki eingöngu um það ástand sem við höfum fylgst með í fréttum og á samfélagsmiðlum mánuðum saman. Ef samfélög hafa ekki trú á að stjórnmála- og efnahagsleiðtogar þess muni bregast við til að varna slíkum hörmungum, hvernig eigum við þá að virkja samvisku fólks til að takast á við aðrar áskoranir samtímans? Árangur ríkja í að glíma við næstum hvaða verkefni sem er stendur og fellur með því hvort fólki og fyrirtækjum finnist verkefnin mikilvæg, áríðandi og séu tilbúin til að leggja sitt af mörkum. Það er sama hvort litið er til þess að ná landsmarkmiðum Íslands um samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda, að vernda 30% vistkerfa á hafi og landi fyrir 2030, að vinna að markmiðum um bætta geðheilsu ungmenna eða að tryggja fleiri tækifæri til atvinnu með stuðningi - ef við getum ekki höfðað til gilda okkar samborgara í þessum verkefnum, til mennsku og ábyrgðar okkar gagnvart komandi kynslóðum þá höfum við misst spilin úr höndunum. Þjóðarmorðin á Gaza, sem virðast fá að malla áfram að mestu óáreitt, snúast því ekki „bara“ um fórnarlömbin á staðnum heldur um þau gildi sem okkar samfélag byggir á og hreinlega reiðir sig á til að ná árangri. Gildi breytast ekki alltaf yfir nóttu og það getur verið erfitt að koma auga á hvenær það gerist, hvenær þau breytast. Við sjáum það ekki fyrr en andvaraleysi birtist á nýjum stöðum og samkenndin, sem okkar samfélagsgerð reiðir sig á, er allt í einu fjarri góðu gamni. Til að tryggja möguleika komandi kynslóða til að mæta þörfum sínum þurfum við að mæta þörfum samtímans fyrir algild mannréttindi og mannúð. Það er okkar verkefni í sameiningu að láta mennskuna ekki hverfa úr spilabunkanum. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Frá árinu 1987 hefur sjálfbær þróun samfélaga verið skilgreind með þeim hætti að verið sé að mæta þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum. Hætta er að stríðið á Gaza og viðbrögð Vesturlanda við því dragi úr möguleikum okkar til að mæta þörfum komandi kynslóða á Íslandi. Sú staðreynd að ráðandi öfl í hinum vestræna heimi hafi ekki látið meira til sín taka til að stöðva dráp, limlestingar og nú svelti barna á Gaza er ekki eingöngu hörmuleg og með öllu illskiljanleg. Hún grefur líka undan grundvallar gildum vestrænna samfélaga – gildum mannréttinda og ekki síst réttindum barna í þessum heimi. Þegar búið er að grafa undan þeim stoðum er erfitt að hrista það af sér og snúa sér að öðru. Hvernig stendur maður á sviði í Reykjavík, Berlín eða Róm og talar um mikilvægi réttlátra grænna umskipta fyrir alla og inngildingu fólks með hreyfihömlum á vinnustaði þegar verið er að sprengja fæturna af leikskólabörnum? Hvernig ræðir maður áskoranir orkuafhendingaröryggis og innviðauppbyggingu sem styður við fæðuöryggi á meðan við fylgjumst með skipulögðu svelti heillar þjóðar í beinni? Stríðsátök hafa margvíslegar afleiðingar. Fyrir utan hinar beinu afleiðingar sem fórnarlömbin verða fyrir þá eru afleiðingar einnig efnahagslegar, því auðvitað er bæði hægt að græða og tapa á stríði. Stjórnamálasamstarf verður líka fyrir miklum áhrifum þegar samherjar stíga dans til að reyna að meta hvaða afstöðu skuli taka dag frá degi. Ekki síst eru afleiðingar hugmyndafræðilegar. Þegar stjórnmála- og efnahagsleiðtogarheims veita þjóðarmorði blessun sína með þögninni einni saman þá er ekki einungis verið að dæma fólki á Gaza til þjáninga og dauða heldur er einnig verið að draga verulega úr tækifærum komandi kynslóða vestrænna ríkja, barna okkar og barnabarna, til að lifa í farsælum og öruggum heimi. Því ef við gefum upp á bátinn hugmyndafræði algildra mannréttinda, þá eru allir þeir sem vilja vinna að bættum heimi sviptir tækifærinu til að nota mennsku-spilið. Það er spilið sem útskýrir að þótt það sé sannarlega skynsamlegt að reka fyrirtæki á sjálfbæran hátt því það er góður bisniss, þá er það ekki síst gott fyrir mannkynið til langs tíma. Spilið sem bendir á að klárlega ætti að nota hringrásarhönnun því það eykur skilvirkni og þannig verður meira til skiptanna fyrir mannkynið. Þegar við spilum út spilinu skilja allir að auðgandi rekstur styður við lífræðilega fjölbreytni sem er undirstaða mannlegrar tilveru. Ekki síst bendir spilið á að ef við tryggum öllum grundvallar mannréttindi og gætum að inngildingu í samfélaginu þá virkjum við til fulls þann mikla mannauð sem mannkynið býr yfir, öllum til góða. Ef við tökum mennsku-spilið úr bunkanum þá verða ekkert eftir nema krónur og aurar og við missum læsi á uppsprettu hagnaðar. Við töpum greiningarhæfninni sem felst í því að mæla velsæld en ekki bara hagvöxt. Þess vegna snúast þjóðarmorðin á Gaza ekki eingöngu um það ástand sem við höfum fylgst með í fréttum og á samfélagsmiðlum mánuðum saman. Ef samfélög hafa ekki trú á að stjórnmála- og efnahagsleiðtogar þess muni bregast við til að varna slíkum hörmungum, hvernig eigum við þá að virkja samvisku fólks til að takast á við aðrar áskoranir samtímans? Árangur ríkja í að glíma við næstum hvaða verkefni sem er stendur og fellur með því hvort fólki og fyrirtækjum finnist verkefnin mikilvæg, áríðandi og séu tilbúin til að leggja sitt af mörkum. Það er sama hvort litið er til þess að ná landsmarkmiðum Íslands um samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda, að vernda 30% vistkerfa á hafi og landi fyrir 2030, að vinna að markmiðum um bætta geðheilsu ungmenna eða að tryggja fleiri tækifæri til atvinnu með stuðningi - ef við getum ekki höfðað til gilda okkar samborgara í þessum verkefnum, til mennsku og ábyrgðar okkar gagnvart komandi kynslóðum þá höfum við misst spilin úr höndunum. Þjóðarmorðin á Gaza, sem virðast fá að malla áfram að mestu óáreitt, snúast því ekki „bara“ um fórnarlömbin á staðnum heldur um þau gildi sem okkar samfélag byggir á og hreinlega reiðir sig á til að ná árangri. Gildi breytast ekki alltaf yfir nóttu og það getur verið erfitt að koma auga á hvenær það gerist, hvenær þau breytast. Við sjáum það ekki fyrr en andvaraleysi birtist á nýjum stöðum og samkenndin, sem okkar samfélagsgerð reiðir sig á, er allt í einu fjarri góðu gamni. Til að tryggja möguleika komandi kynslóða til að mæta þörfum sínum þurfum við að mæta þörfum samtímans fyrir algild mannréttindi og mannúð. Það er okkar verkefni í sameiningu að láta mennskuna ekki hverfa úr spilabunkanum. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um sjálfbærni.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun