Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. júlí 2025 17:20 Sýningin um Galdrakarlinn í Oz verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu á næsta leikári. Vísir/Anton Brink Á næsta leikári mun Borgarleikhúsið setja upp fjölskyldusöngleik eftir hinu sígilda ævintýri um Galdrakarlinn í Oz. „Í áratugi hafa ungir sem aldnir heillast af sögunni um stúlkuna Dóróteu sem ásamt hundinum Tótó lendir óvænt í ævintýralandinu Oz þar sem fuglahræður tala, apar fljúga og galdranornir ráða ríkjum. Til að komast aftur heim þarf Dórótea að fylgja gula veginum sem liggur til galdrakarlsins fræga í Oz en hann er sá eini sem getur hjálpað henni,“ segir í fréttatilkynningu frá Borgarleikhúsinu. Leikstjóri sýningarinnar er Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem íslenskum leikhúsgestum á öllum aldri að góðu kunn en hún leikstýrði barnasýningunum Fíasól Gefst aldrei upp og Emil í Kattholti. „Hér fer hún fyrir glæsilegum hópi leikara og listrænna stjórnenda sem í sameiningu skapa bæði ógnir og undur ævintýralandsins Oz í ógleymanlegri sýningu.“ Enn er á huldu hverjir koma til með að túlka Dórótheu, ljónið, tinkarlinn, fuglahræðuna og fleiri persónur ævintýrisins sígilda. Ekki er um að ræða fyrsta skiptið sem söngleikurinn er settur upp í leikhúsinu en Galdrakarlinn í Oz var sýndur árið 2011. Myndbrot frá þeirri uppsetningu má sjá hér að neðan. „Ásamt glæsilegum hópi leikara mun stór barnahópur vera með í sýningunni og auglýsir Borgarleikhúsið eftir kraftmiklum og skapandi krökkum á aldrinum 8-12 ára til að taka þátt,“ segir í tilkynningunni. Dans- og söngprufur verða haldnar í ágúst en frekari upplýsingar um þær má nálgast á vef Borgarleikhússins. Leikhús Borgarleikhúsið Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Í áratugi hafa ungir sem aldnir heillast af sögunni um stúlkuna Dóróteu sem ásamt hundinum Tótó lendir óvænt í ævintýralandinu Oz þar sem fuglahræður tala, apar fljúga og galdranornir ráða ríkjum. Til að komast aftur heim þarf Dórótea að fylgja gula veginum sem liggur til galdrakarlsins fræga í Oz en hann er sá eini sem getur hjálpað henni,“ segir í fréttatilkynningu frá Borgarleikhúsinu. Leikstjóri sýningarinnar er Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem íslenskum leikhúsgestum á öllum aldri að góðu kunn en hún leikstýrði barnasýningunum Fíasól Gefst aldrei upp og Emil í Kattholti. „Hér fer hún fyrir glæsilegum hópi leikara og listrænna stjórnenda sem í sameiningu skapa bæði ógnir og undur ævintýralandsins Oz í ógleymanlegri sýningu.“ Enn er á huldu hverjir koma til með að túlka Dórótheu, ljónið, tinkarlinn, fuglahræðuna og fleiri persónur ævintýrisins sígilda. Ekki er um að ræða fyrsta skiptið sem söngleikurinn er settur upp í leikhúsinu en Galdrakarlinn í Oz var sýndur árið 2011. Myndbrot frá þeirri uppsetningu má sjá hér að neðan. „Ásamt glæsilegum hópi leikara mun stór barnahópur vera með í sýningunni og auglýsir Borgarleikhúsið eftir kraftmiklum og skapandi krökkum á aldrinum 8-12 ára til að taka þátt,“ segir í tilkynningunni. Dans- og söngprufur verða haldnar í ágúst en frekari upplýsingar um þær má nálgast á vef Borgarleikhússins.
Leikhús Borgarleikhúsið Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira