Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 25. júlí 2025 08:49 Macron Frakklandsforseti lýsti því yfir í gær að Frakkar viðurkenni sjálfstæði Palestínu. Frakkland er fyrsta G7 ríkið sem tekur þá ákvörðun. AP Photo/Michel Euler Yfirvöld í Ísrael og Bandaríkjunum hafa fordæmt ákvörðun Emmanuels Macrons Frakklandsforseta um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. Macron greindi frá þessari ákvörðun sinni í gærkvöldi og segist ætla að gera það formlega í september á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Yfirlýsing Macron markar tímamót í afstöðu Evrópuríkja gagnvart stríðsrekstri Ísraela á Gasa. Í umfjöllun France24 segir að Frakkland sé nú stærsta og valdamesta ríkið í Evrópu sem hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Frakkland er nú í hópi 142 ríkja sem hafa viðurkennt Palestínu sem ríki en bæði Ísrael og Bandaríkin eru andvíg slíkri viðurkenningu. Viðbrögðin frá þeim létu heldur ekki á sér standa og Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að Frakkar séu með þessu að verðlauna hryðjuverkastarfsemi Hamas. Marco Rubio gagnrýndi Macron einnig og sagði ákvörðunina einkennast af kæruleysi. Fulltrúar ríkjanna tveggja í friðarviðræðum í Katar sem nú eru í gangi yfirgáfu síðan fundinn í gærkvöldi að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Bandaríkjamenn segja ákvörðunina byggða á þeirri trúa að Hamas samtökin vilji ekki semja um frið og Ísraelar gáfu enga skýringu á brotthvarfi sínu. Breski forsætisráðherrann Keir Starmer ætlar að ræða við Macron og þýska kanslarann Friedrich Merz um næstu skref en þingmenn í breska þinginu hafa sett aukinn þrýsting á Starmer að hann fylgi fordæmi Macrons og viðurkenni Palestínu. Frakkland Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Bretland Tengdar fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Emmanuel Macron Frakklandsforseti greinir frá því í samfélagsmiðlafærslu að Frakkland viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt ríki. 24. júlí 2025 20:09 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Macron greindi frá þessari ákvörðun sinni í gærkvöldi og segist ætla að gera það formlega í september á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Yfirlýsing Macron markar tímamót í afstöðu Evrópuríkja gagnvart stríðsrekstri Ísraela á Gasa. Í umfjöllun France24 segir að Frakkland sé nú stærsta og valdamesta ríkið í Evrópu sem hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Frakkland er nú í hópi 142 ríkja sem hafa viðurkennt Palestínu sem ríki en bæði Ísrael og Bandaríkin eru andvíg slíkri viðurkenningu. Viðbrögðin frá þeim létu heldur ekki á sér standa og Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að Frakkar séu með þessu að verðlauna hryðjuverkastarfsemi Hamas. Marco Rubio gagnrýndi Macron einnig og sagði ákvörðunina einkennast af kæruleysi. Fulltrúar ríkjanna tveggja í friðarviðræðum í Katar sem nú eru í gangi yfirgáfu síðan fundinn í gærkvöldi að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Bandaríkjamenn segja ákvörðunina byggða á þeirri trúa að Hamas samtökin vilji ekki semja um frið og Ísraelar gáfu enga skýringu á brotthvarfi sínu. Breski forsætisráðherrann Keir Starmer ætlar að ræða við Macron og þýska kanslarann Friedrich Merz um næstu skref en þingmenn í breska þinginu hafa sett aukinn þrýsting á Starmer að hann fylgi fordæmi Macrons og viðurkenni Palestínu.
Frakkland Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Bretland Tengdar fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Emmanuel Macron Frakklandsforseti greinir frá því í samfélagsmiðlafærslu að Frakkland viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt ríki. 24. júlí 2025 20:09 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Emmanuel Macron Frakklandsforseti greinir frá því í samfélagsmiðlafærslu að Frakkland viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt ríki. 24. júlí 2025 20:09