Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. júlí 2025 21:02 Ásmundur Friðriksson er hér að setja Skötumessuna formlega í Gerðaskóla í Garði miðvikudagskvöldið 23. júlí. Á annað hundrað milljónir króna hafa safnast í kringum skötumessur Ásmundar og hans fólks í gegnum árin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á annað hundrað milljónir króna hafa safnast í Skötumessu á sumri, sem fyrrverandi þingmaður, Ásmundur Friðriksson hefur séð um að skipuleggja í að verða tuttugu ár í Garðinum í Suðurnesjabæ. Allur peningurinn hefur farið í að styrkja góð málefni, ekki síst fólk, sem hefur lent í áföllum eða glímir við fötlun. Enn ein Skötumessan var haldin í Gerðaskóla í Garðinum í vikunni en hún er alltaf haldin í kringum Þorláksmessu á sumri. Fjöldi fólks mætti í skólann til að borða saman skötu, helst vel kæsta en saltfiskur er líka í boði og plokkfiskur, ásamt nýjum íslenskum kartöflum og fjölbreyttu meðlæti. Alltaf er boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði eftir borðhald en þá koma ýmsir fram til að syngja eða fara með gaman mál. Páll Rúnar Pálsson, frá Heiði í Mýrdal, sem verður 80 ára á næsta ári mætir alltaf og syngur fyrir gesti messunnar. Það er alltaf góð stemming á Skötumessunum enda tekur fólk vel til matar síns.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásmundur Friðriksson, fyrrverandi alþingismaður á heiðurinn af Skötumessunni með sínu fólki. „Þetta er skemmtilegt og það er náttúrulega ótrúlega fallegt að fylla hér húsið á miðvikudegi í enda júlí. Fólk að skemmta sér án áfengis og leggja góðum málum lið og samfélaginu, sem kallar eftir stuðningi,“ segir Ásmundur. Fjöldi fólks sótti Skötumessuna í vikunni og naut matarins og skemmtiatriða.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um stuðning, nokkrir styrkir voru afhentir strax eftir skötumessuna núna eða um sjö milljónir króna. Kristján Magnússon frá Minna Hofi á Rangárvöllum fékk til dæmis gjafabréf upp á eina milljóna króna fyrir kaup á bíl og Björgin, sem er geðræktarmiðstöðin í Reykjanesbæ fékk eldhúsinnréttingu í Hvamm, sem er aðsetur hópsins í félagsstarfi, svo eitthvað sé nefnt um hvert styrkirnir fóru. En hvað hefur safnast mikið í öll þessi ár? „Það er komið eitthvað á annað hundrað milljónir, sem við höfum lagt þessu samfélagi lið hér á Suðurnesjum, á höfuðborgarsvæðinu og reyndar út um allt land því við höfum stutt allskonar málefni, bæði hér og víða um landið,“ segir Ásmundur. Þeir sem fengu eða fulltrúar þeirra, sem fengu styrk eftir Skötumessuna í vikunni í Gerðarskóla.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þú hlýtur að vera stoltur af þessu? „Já, við erum öll stolt því við erum öll í þessu saman. Þetta er ekki eins manns verk, þetta er margra manna verk og Skötumessan er verkefni okkar allra, sem hér eru á hverri stundu,“ segir Ásmundur alsæll. Suðurnesjabær Menning Sjávarréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Enn ein Skötumessan var haldin í Gerðaskóla í Garðinum í vikunni en hún er alltaf haldin í kringum Þorláksmessu á sumri. Fjöldi fólks mætti í skólann til að borða saman skötu, helst vel kæsta en saltfiskur er líka í boði og plokkfiskur, ásamt nýjum íslenskum kartöflum og fjölbreyttu meðlæti. Alltaf er boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði eftir borðhald en þá koma ýmsir fram til að syngja eða fara með gaman mál. Páll Rúnar Pálsson, frá Heiði í Mýrdal, sem verður 80 ára á næsta ári mætir alltaf og syngur fyrir gesti messunnar. Það er alltaf góð stemming á Skötumessunum enda tekur fólk vel til matar síns.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásmundur Friðriksson, fyrrverandi alþingismaður á heiðurinn af Skötumessunni með sínu fólki. „Þetta er skemmtilegt og það er náttúrulega ótrúlega fallegt að fylla hér húsið á miðvikudegi í enda júlí. Fólk að skemmta sér án áfengis og leggja góðum málum lið og samfélaginu, sem kallar eftir stuðningi,“ segir Ásmundur. Fjöldi fólks sótti Skötumessuna í vikunni og naut matarins og skemmtiatriða.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um stuðning, nokkrir styrkir voru afhentir strax eftir skötumessuna núna eða um sjö milljónir króna. Kristján Magnússon frá Minna Hofi á Rangárvöllum fékk til dæmis gjafabréf upp á eina milljóna króna fyrir kaup á bíl og Björgin, sem er geðræktarmiðstöðin í Reykjanesbæ fékk eldhúsinnréttingu í Hvamm, sem er aðsetur hópsins í félagsstarfi, svo eitthvað sé nefnt um hvert styrkirnir fóru. En hvað hefur safnast mikið í öll þessi ár? „Það er komið eitthvað á annað hundrað milljónir, sem við höfum lagt þessu samfélagi lið hér á Suðurnesjum, á höfuðborgarsvæðinu og reyndar út um allt land því við höfum stutt allskonar málefni, bæði hér og víða um landið,“ segir Ásmundur. Þeir sem fengu eða fulltrúar þeirra, sem fengu styrk eftir Skötumessuna í vikunni í Gerðarskóla.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þú hlýtur að vera stoltur af þessu? „Já, við erum öll stolt því við erum öll í þessu saman. Þetta er ekki eins manns verk, þetta er margra manna verk og Skötumessan er verkefni okkar allra, sem hér eru á hverri stundu,“ segir Ásmundur alsæll.
Suðurnesjabær Menning Sjávarréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira