„Það er verið að taka aðeins of mikið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 26. júlí 2025 16:18 Erpur segir atvinnuveiði aðallega valda fækkun í stofni lundans. Vísir Sérfræðingur hjá Náttúrustofu Suðurlands segir lundastofninn hér á landi hafa minnkað um meira en helming á 30 árum. Hann segir litlar veiðitölur hafa heilmikil áhrif þegar nýliðun stofnsins sé léleg. Veiðimenn ósammála Í viðtali við lundaveiðimenn í Vestmannaeyjum í kvöldfréttum kom fram að þeir væru ósammála því mati að veiði þar hafi stuðlað að fækkun í stofninum síðustu árin. Þeir sögðu veiðar í Eyjum vera stundaðar af ábyrgð og hefðu lítil áhrif á stofninn. Erpur Snær Hansen forstöðumaður Náttúrufræðistofu Suðurlands segir enga spurningu að lundaveiðar hér á landi séu ósjálfbærar. „Litlar veiðitölur hafa heilmikið að segja þegar nýliðunin er svona léleg, þegar hún er ekki nóg til að bæta upp fyrir náttúruleg afföll. Þá bætast þessar veiðitölur við náttúrulega afföllin og þar af leiðandi bætist við vandann,“ segir Erpur. Pysjan staldri ekki endilega við í Eyjum Í viðtalinu við Eyjamenn í gær kom fram skoðun þeirra að lunda hafi fjölgað þar síðustu misserin. Erpur segir að þó pysja fæðist í Eyjum séu 60% líkur á að hún setjist að á öðrum stað, veiðar þar hafi því áhrif á stofninn í heild. Hann er sammála því að veiðimenn í Eyjum hafi sýnt ábyrgð hvað veiðar varðar. „Vandamálið í dag eru atvinnuveiðar, þeir eru að veiða langmest og telja langmest. Þar er úrræðaleysi hjá stjórnvöldum.“ Hann segir nýliðun lunda fylgja sjávarhita og lífslíkur að vetri skipti líka miklu máli. Stofninn í heild hafi minnkað um helgmin á síðustu þrjátíu árum. „Þegar veitt er á hlýsjávarskeið eins og er núna þá ertu að draga stofninn lengra niður en hann hefði annars farið. Hann nær sér ekki upp í sömu hæðir því það er verið að taka aðeins of mikið.“ Vestmannaeyjar Dýr Fuglar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Veiðimenn ósammála Í viðtali við lundaveiðimenn í Vestmannaeyjum í kvöldfréttum kom fram að þeir væru ósammála því mati að veiði þar hafi stuðlað að fækkun í stofninum síðustu árin. Þeir sögðu veiðar í Eyjum vera stundaðar af ábyrgð og hefðu lítil áhrif á stofninn. Erpur Snær Hansen forstöðumaður Náttúrufræðistofu Suðurlands segir enga spurningu að lundaveiðar hér á landi séu ósjálfbærar. „Litlar veiðitölur hafa heilmikið að segja þegar nýliðunin er svona léleg, þegar hún er ekki nóg til að bæta upp fyrir náttúruleg afföll. Þá bætast þessar veiðitölur við náttúrulega afföllin og þar af leiðandi bætist við vandann,“ segir Erpur. Pysjan staldri ekki endilega við í Eyjum Í viðtalinu við Eyjamenn í gær kom fram skoðun þeirra að lunda hafi fjölgað þar síðustu misserin. Erpur segir að þó pysja fæðist í Eyjum séu 60% líkur á að hún setjist að á öðrum stað, veiðar þar hafi því áhrif á stofninn í heild. Hann er sammála því að veiðimenn í Eyjum hafi sýnt ábyrgð hvað veiðar varðar. „Vandamálið í dag eru atvinnuveiðar, þeir eru að veiða langmest og telja langmest. Þar er úrræðaleysi hjá stjórnvöldum.“ Hann segir nýliðun lunda fylgja sjávarhita og lífslíkur að vetri skipti líka miklu máli. Stofninn í heild hafi minnkað um helgmin á síðustu þrjátíu árum. „Þegar veitt er á hlýsjávarskeið eins og er núna þá ertu að draga stofninn lengra niður en hann hefði annars farið. Hann nær sér ekki upp í sömu hæðir því það er verið að taka aðeins of mikið.“
Vestmannaeyjar Dýr Fuglar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira