„Það er verið að taka aðeins of mikið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 26. júlí 2025 16:18 Erpur segir atvinnuveiði aðallega valda fækkun í stofni lundans. Vísir Sérfræðingur hjá Náttúrustofu Suðurlands segir lundastofninn hér á landi hafa minnkað um meira en helming á 30 árum. Hann segir litlar veiðitölur hafa heilmikil áhrif þegar nýliðun stofnsins sé léleg. Veiðimenn ósammála Í viðtali við lundaveiðimenn í Vestmannaeyjum í kvöldfréttum kom fram að þeir væru ósammála því mati að veiði þar hafi stuðlað að fækkun í stofninum síðustu árin. Þeir sögðu veiðar í Eyjum vera stundaðar af ábyrgð og hefðu lítil áhrif á stofninn. Erpur Snær Hansen forstöðumaður Náttúrufræðistofu Suðurlands segir enga spurningu að lundaveiðar hér á landi séu ósjálfbærar. „Litlar veiðitölur hafa heilmikið að segja þegar nýliðunin er svona léleg, þegar hún er ekki nóg til að bæta upp fyrir náttúruleg afföll. Þá bætast þessar veiðitölur við náttúrulega afföllin og þar af leiðandi bætist við vandann,“ segir Erpur. Pysjan staldri ekki endilega við í Eyjum Í viðtalinu við Eyjamenn í gær kom fram skoðun þeirra að lunda hafi fjölgað þar síðustu misserin. Erpur segir að þó pysja fæðist í Eyjum séu 60% líkur á að hún setjist að á öðrum stað, veiðar þar hafi því áhrif á stofninn í heild. Hann er sammála því að veiðimenn í Eyjum hafi sýnt ábyrgð hvað veiðar varðar. „Vandamálið í dag eru atvinnuveiðar, þeir eru að veiða langmest og telja langmest. Þar er úrræðaleysi hjá stjórnvöldum.“ Hann segir nýliðun lunda fylgja sjávarhita og lífslíkur að vetri skipti líka miklu máli. Stofninn í heild hafi minnkað um helgmin á síðustu þrjátíu árum. „Þegar veitt er á hlýsjávarskeið eins og er núna þá ertu að draga stofninn lengra niður en hann hefði annars farið. Hann nær sér ekki upp í sömu hæðir því það er verið að taka aðeins of mikið.“ Vestmannaeyjar Dýr Fuglar Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Veiðimenn ósammála Í viðtali við lundaveiðimenn í Vestmannaeyjum í kvöldfréttum kom fram að þeir væru ósammála því mati að veiði þar hafi stuðlað að fækkun í stofninum síðustu árin. Þeir sögðu veiðar í Eyjum vera stundaðar af ábyrgð og hefðu lítil áhrif á stofninn. Erpur Snær Hansen forstöðumaður Náttúrufræðistofu Suðurlands segir enga spurningu að lundaveiðar hér á landi séu ósjálfbærar. „Litlar veiðitölur hafa heilmikið að segja þegar nýliðunin er svona léleg, þegar hún er ekki nóg til að bæta upp fyrir náttúruleg afföll. Þá bætast þessar veiðitölur við náttúrulega afföllin og þar af leiðandi bætist við vandann,“ segir Erpur. Pysjan staldri ekki endilega við í Eyjum Í viðtalinu við Eyjamenn í gær kom fram skoðun þeirra að lunda hafi fjölgað þar síðustu misserin. Erpur segir að þó pysja fæðist í Eyjum séu 60% líkur á að hún setjist að á öðrum stað, veiðar þar hafi því áhrif á stofninn í heild. Hann er sammála því að veiðimenn í Eyjum hafi sýnt ábyrgð hvað veiðar varðar. „Vandamálið í dag eru atvinnuveiðar, þeir eru að veiða langmest og telja langmest. Þar er úrræðaleysi hjá stjórnvöldum.“ Hann segir nýliðun lunda fylgja sjávarhita og lífslíkur að vetri skipti líka miklu máli. Stofninn í heild hafi minnkað um helgmin á síðustu þrjátíu árum. „Þegar veitt er á hlýsjávarskeið eins og er núna þá ertu að draga stofninn lengra niður en hann hefði annars farið. Hann nær sér ekki upp í sömu hæðir því það er verið að taka aðeins of mikið.“
Vestmannaeyjar Dýr Fuglar Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira