Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2025 15:22 Landbúnaður er mjög vatnsfrekur en þurrkar hafa neytt bændur um allan heim til að leita sífellt meira til grunnvatns til að vökva akra sína. AP/Matt York Heimsálfur jarðarinnar hafa tapað gífurlega miklu ferskvatni og þá sérstaklega grunnvatni á undanförnum áratugum. Það á sérstaklega við þau svæði heimsins þar sem flestir búa og gæti það skapað gífurlegt vandamál fyrir mannkynið í framtíðinni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri rannsókn sem byggir á gervihnattagögnum sem vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa safnað á rúmum tveimur áratugum. Þau gögn sýna, samkvæmt rannsókninni sem birt var af Science Advances á dögunum, að gífurlega mikið ferskvatn hefur tapast á norðurhveli jarðarinnar. Í mjög stuttu og einföldu máli sýna gögnin að þurr svæði jarðarinnar verða hraðar þurrari en blaut svæði verða blautari. Þá hefur þurrkunin orðið hraðari á undanförnum árum. Þurr jarðvegur dregur vatn verra í sig en rakur jarðvegur gerir og gerir það ástandið verra. Þurr svæði jarðarinnar hafa stækkað á meðan blaut svæði hafa dregist saman. Ísland er meðal þeirra landa sem hefur tapað miklu grunnvatni, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar en hún tekur minnkun jökla með í reikninginn. Þetta kort sýnir meðalbreytingar á ferskvatnsbirgðum heimsins frá febrúar 2003 til apríl 2024. Landbúnaður vatnsfrekur Grunnvatnið sem dælt er úr jörðinni, að mestu leyti vegna landbúnaðar, borga og íbúða, skilar sér sjaldan aftur í jarðlögin og endar þess í stað í sjónum, með tilheyrandi hækkun yfirborðs sjávar. Vísindamennirnir sem komu að rannsókninni segja yfirborð sjávar nú hækka meira vegna grunnvatns en vegna bráðnunar heimskautaíss. Um sjötíu prósent þess ferskvatns sem jarðarbúa nota fer í landbúnað og sífellt stærri hluti þess kemur úr vatnsæðum og jarðlögum. Þurrkar eru taldir hafa versnað vegna veðurfarsbreytinga af mannavöldum og hækkandi hitastigs. Þess vegna hafa bændur víðsvegar um heim leitað í meira mæli til grunnvatns og grafið sífellt dýpri brunna. Þurr svæði heimsins hafa stækkað verulega vegna þessa og myndað stærðarinnar þurr svæði. Eitt slíkt spannar stóra hluta Evrópu, Mið-Austurlanda, Afríku og Asíu. Reuters sagði frá því í síðasta mánuði að yfirvöld í Írak hefðu bannað landbúnað að sumri til þar í landi og ræktun hrísgrjóna. Var það gert vegna mikils vatnsskorts þar í landi en bændur hafa í sífellt meira mæli grafið djúpa brunna í leit að grunnvatni. Átök og flótti í framtíðinni Vísindamennirnir segja að þessi minnkun grunnvatns muni hafa mikil og slæm áhrif á kynslóðir framtíðarinnar og ekki verði hægt að laga vandann á tímaskala sem manneskjur átti sig á. Það er að segja, að það muni taka þúsundir ofan á þúsundir ára að fylla aftur á þessar vatnsæðar og jarðlög. Höfundar rannsóknarinnar segja mögulegt að þessar heimslægu breytingar gætu ógnað mataröryggi og aðgengi fjölda fólks að neysluvatni. Þannig gæti ástandið leitt til átaka í framtíðinni og mikilla fólksflutninga. Þeir segja aðgerðir til að sporna gegn notkun grunnvatns nauðsynlegar. Komandi kynslóðir muni þurfa á því að halda og einnig verði þannig hægt að draga úr hækkun yfirborðs sjávar. Veður Umhverfismál Tengdar fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita Mexíkó tollum eða refsiaðgerðum standi ríkið ekki við samkomulag frá 1944 um deilingu vatns úr ánni Rio Grande. Bændur í Texas, sem segja þurrka vera að gera út af við uppskeru þeirra, hafa beðið Trump um að sýna hörku. 13. apríl 2025 12:02 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri rannsókn sem byggir á gervihnattagögnum sem vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa safnað á rúmum tveimur áratugum. Þau gögn sýna, samkvæmt rannsókninni sem birt var af Science Advances á dögunum, að gífurlega mikið ferskvatn hefur tapast á norðurhveli jarðarinnar. Í mjög stuttu og einföldu máli sýna gögnin að þurr svæði jarðarinnar verða hraðar þurrari en blaut svæði verða blautari. Þá hefur þurrkunin orðið hraðari á undanförnum árum. Þurr jarðvegur dregur vatn verra í sig en rakur jarðvegur gerir og gerir það ástandið verra. Þurr svæði jarðarinnar hafa stækkað á meðan blaut svæði hafa dregist saman. Ísland er meðal þeirra landa sem hefur tapað miklu grunnvatni, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar en hún tekur minnkun jökla með í reikninginn. Þetta kort sýnir meðalbreytingar á ferskvatnsbirgðum heimsins frá febrúar 2003 til apríl 2024. Landbúnaður vatnsfrekur Grunnvatnið sem dælt er úr jörðinni, að mestu leyti vegna landbúnaðar, borga og íbúða, skilar sér sjaldan aftur í jarðlögin og endar þess í stað í sjónum, með tilheyrandi hækkun yfirborðs sjávar. Vísindamennirnir sem komu að rannsókninni segja yfirborð sjávar nú hækka meira vegna grunnvatns en vegna bráðnunar heimskautaíss. Um sjötíu prósent þess ferskvatns sem jarðarbúa nota fer í landbúnað og sífellt stærri hluti þess kemur úr vatnsæðum og jarðlögum. Þurrkar eru taldir hafa versnað vegna veðurfarsbreytinga af mannavöldum og hækkandi hitastigs. Þess vegna hafa bændur víðsvegar um heim leitað í meira mæli til grunnvatns og grafið sífellt dýpri brunna. Þurr svæði heimsins hafa stækkað verulega vegna þessa og myndað stærðarinnar þurr svæði. Eitt slíkt spannar stóra hluta Evrópu, Mið-Austurlanda, Afríku og Asíu. Reuters sagði frá því í síðasta mánuði að yfirvöld í Írak hefðu bannað landbúnað að sumri til þar í landi og ræktun hrísgrjóna. Var það gert vegna mikils vatnsskorts þar í landi en bændur hafa í sífellt meira mæli grafið djúpa brunna í leit að grunnvatni. Átök og flótti í framtíðinni Vísindamennirnir segja að þessi minnkun grunnvatns muni hafa mikil og slæm áhrif á kynslóðir framtíðarinnar og ekki verði hægt að laga vandann á tímaskala sem manneskjur átti sig á. Það er að segja, að það muni taka þúsundir ofan á þúsundir ára að fylla aftur á þessar vatnsæðar og jarðlög. Höfundar rannsóknarinnar segja mögulegt að þessar heimslægu breytingar gætu ógnað mataröryggi og aðgengi fjölda fólks að neysluvatni. Þannig gæti ástandið leitt til átaka í framtíðinni og mikilla fólksflutninga. Þeir segja aðgerðir til að sporna gegn notkun grunnvatns nauðsynlegar. Komandi kynslóðir muni þurfa á því að halda og einnig verði þannig hægt að draga úr hækkun yfirborðs sjávar.
Veður Umhverfismál Tengdar fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita Mexíkó tollum eða refsiaðgerðum standi ríkið ekki við samkomulag frá 1944 um deilingu vatns úr ánni Rio Grande. Bændur í Texas, sem segja þurrka vera að gera út af við uppskeru þeirra, hafa beðið Trump um að sýna hörku. 13. apríl 2025 12:02 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira
Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita Mexíkó tollum eða refsiaðgerðum standi ríkið ekki við samkomulag frá 1944 um deilingu vatns úr ánni Rio Grande. Bændur í Texas, sem segja þurrka vera að gera út af við uppskeru þeirra, hafa beðið Trump um að sýna hörku. 13. apríl 2025 12:02