Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar 29. júlí 2025 07:01 Það er ekki alltaf auðvelt að ná sambandi við fólk. Fyrir suma gerist það náttúrulega, en aðrir eiga í erfiðleikum með fyrsta orð, bros eða spurningu. Þetta er sérstaklega áberandi í smáspjalli (small talk), þessum félagslega dansi sem virðist léttur á yfirborðinu en getur vakið óöryggi og sjálfsefa hjá þeim sem upplifa sig ekki örugga í samskiptum. Hjá mér hefur smáspjall oft kallað fram tilfinningu um að ég sé utan við samfélagið, að ég nái ekki að tengjast í réttri „tíðni“. Ekki vegna þess að ég vilji ekki tala við fólk, heldur vegna þess að mér finnst ég ekki alltaf eiga heima þar. Það er oft litið á smáspjall sem eitthvað létt, kurteislegt eða jafnvel yfirborðslegt. En í raun krefst það hæfileika sem ekki allir hafa fengið að rækta, þ.e.a.s. að skapa öryggi, að hlusta af einlægni, að lesa stemninguna og gefa af sér án mikils undirbúnings. Hæfileikar í samskiptum eru oft vanmetnir. Við teljum þá ekki með í prófum eða gráðum, en þeir ráða miklu um það hvernig við tengjumst og hvernig samfélagið virkar. Fólk sem á erfitt með smáspjall er ekki hæfileikalaust, það kann að vera með mikla næmni, hugsun eða innsæi sem einfaldlega þarf að fá að njóta sín með öðrum hætti. Ef við viljum breyta samfélaginu til hins betra, þurfum við að víkka hugtakið hæfileiki og viðurkenna að það að eiga samtal, jafnvel létt og stutt, sé ekki sjálfsagt fyrir alla. Það er stundum stærsti hæfileikinn af öllum þ.e. að mæta öðru fólki þar sem það er. Það sem gerir þetta erfiðara er hvernig við sem samfélag skilgreinum hæfileika. Þegar ég hugsa um hugtakið „hæfileiki“ dettur mér fyrst í hug hæfileiki til að mennta sig, til að syngja, til að hlaupa hratt eða leysa flókin verkefni. En sjaldan hugsa ég um hæfileika í samskiptum, hlustun, nærveru eða innsæi. Þó eru þetta einmitt færniþættir sem skipta sköpum í daglegu lífi og í smáspjalli, þar sem tengslin hefjast. Sem barn í grunnskóla bjó ég yfir mörgum hæfileikum. Ég gat sungið, leikið og var mjög frjór í hugsun. Sköpunargáfan mín var sterk og ímyndunaraflið lifandi. En á sama tíma glímdi ég við lesblindu, ADHD og hegðunarerfiðleika. Ég var ekki góður í öllu og oft ekki séður sem námsmaður, þó ég næði lágmarkseinkunnum og hefði greinilega einhverja færni til að læra. Þessi reynsla hefur mótað mig sem kennara. Ég hef aftur og aftur séð ólíka hæfileika blómstra í ólíkum nemendum, hæfileika sem ekki alltaf fá að njóta sín í skólaumhverfi sem leggur megináherslu á það sem hægt er að mæla. Samfélagið og skólakerfið hafa tilhneigingu til að lyfta ákveðinni tegund náms upp þ.e. þeirri sem birtist í stigum, einkunnum og prófum. Ég styð staðlað námsmat þar sem það á rétt á sér. Ekki síst í greinum eins og lestri, sem er undirstaða alls annars náms. Án læsis er erfitt að byggja upp sjálfstæð vinnubrögð, fræðilegan skilning eða traust á eigin getu. En við verðum líka að vera meðvituð um að nám og hæfileikar birtast á fleiri sviðum en þeim sem auðvelt er að skrásetja eða raða í töflur. Við megum þó ekki gleyma því að slík próf ná aðeins að meta hvort einstaklingur hafi þá hæfni sem krafist er í námi en þau segja lítið um sköpunargáfu, innsæi, eða aðra dýpri hæfileika. Þegar við lítum á hæfileika sem eitthvað sem þarf að vera sýnilegt, mælanlegt eða verðlaunað, þá hættum við að sjá þá fjölbreytni sem raunverulega býr í fólki. Við hættum að hlusta eftir því sem er hljótt, og metum einungis það sem er augljóst. Og þar með missum við af dýrmætum manneskjum sem kunna að hafa hæfileika sem skólamatið nær aldrei utan um. Því þarf umræðan um hæfileika og menntun að víkka. Við verðum að rýma til fyrir þá hæfileika sem ekki sjást í einkunnum, prófum eða gráðum, en sem gera okkur að betri einstaklingum, betri vinum og betra samfélagi. Og ef við byrjum á að hlusta, jafnvel í smáspjalli getur það orðið byrjunin að stærra samtali. Samtali um gildi hvers og eins, þekkingu sem ekki er alltaf á einkunnaspjöldum, og tengsl sem vaxa í þögn jafnt sem tali. Höfundur er mannvinur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki alltaf auðvelt að ná sambandi við fólk. Fyrir suma gerist það náttúrulega, en aðrir eiga í erfiðleikum með fyrsta orð, bros eða spurningu. Þetta er sérstaklega áberandi í smáspjalli (small talk), þessum félagslega dansi sem virðist léttur á yfirborðinu en getur vakið óöryggi og sjálfsefa hjá þeim sem upplifa sig ekki örugga í samskiptum. Hjá mér hefur smáspjall oft kallað fram tilfinningu um að ég sé utan við samfélagið, að ég nái ekki að tengjast í réttri „tíðni“. Ekki vegna þess að ég vilji ekki tala við fólk, heldur vegna þess að mér finnst ég ekki alltaf eiga heima þar. Það er oft litið á smáspjall sem eitthvað létt, kurteislegt eða jafnvel yfirborðslegt. En í raun krefst það hæfileika sem ekki allir hafa fengið að rækta, þ.e.a.s. að skapa öryggi, að hlusta af einlægni, að lesa stemninguna og gefa af sér án mikils undirbúnings. Hæfileikar í samskiptum eru oft vanmetnir. Við teljum þá ekki með í prófum eða gráðum, en þeir ráða miklu um það hvernig við tengjumst og hvernig samfélagið virkar. Fólk sem á erfitt með smáspjall er ekki hæfileikalaust, það kann að vera með mikla næmni, hugsun eða innsæi sem einfaldlega þarf að fá að njóta sín með öðrum hætti. Ef við viljum breyta samfélaginu til hins betra, þurfum við að víkka hugtakið hæfileiki og viðurkenna að það að eiga samtal, jafnvel létt og stutt, sé ekki sjálfsagt fyrir alla. Það er stundum stærsti hæfileikinn af öllum þ.e. að mæta öðru fólki þar sem það er. Það sem gerir þetta erfiðara er hvernig við sem samfélag skilgreinum hæfileika. Þegar ég hugsa um hugtakið „hæfileiki“ dettur mér fyrst í hug hæfileiki til að mennta sig, til að syngja, til að hlaupa hratt eða leysa flókin verkefni. En sjaldan hugsa ég um hæfileika í samskiptum, hlustun, nærveru eða innsæi. Þó eru þetta einmitt færniþættir sem skipta sköpum í daglegu lífi og í smáspjalli, þar sem tengslin hefjast. Sem barn í grunnskóla bjó ég yfir mörgum hæfileikum. Ég gat sungið, leikið og var mjög frjór í hugsun. Sköpunargáfan mín var sterk og ímyndunaraflið lifandi. En á sama tíma glímdi ég við lesblindu, ADHD og hegðunarerfiðleika. Ég var ekki góður í öllu og oft ekki séður sem námsmaður, þó ég næði lágmarkseinkunnum og hefði greinilega einhverja færni til að læra. Þessi reynsla hefur mótað mig sem kennara. Ég hef aftur og aftur séð ólíka hæfileika blómstra í ólíkum nemendum, hæfileika sem ekki alltaf fá að njóta sín í skólaumhverfi sem leggur megináherslu á það sem hægt er að mæla. Samfélagið og skólakerfið hafa tilhneigingu til að lyfta ákveðinni tegund náms upp þ.e. þeirri sem birtist í stigum, einkunnum og prófum. Ég styð staðlað námsmat þar sem það á rétt á sér. Ekki síst í greinum eins og lestri, sem er undirstaða alls annars náms. Án læsis er erfitt að byggja upp sjálfstæð vinnubrögð, fræðilegan skilning eða traust á eigin getu. En við verðum líka að vera meðvituð um að nám og hæfileikar birtast á fleiri sviðum en þeim sem auðvelt er að skrásetja eða raða í töflur. Við megum þó ekki gleyma því að slík próf ná aðeins að meta hvort einstaklingur hafi þá hæfni sem krafist er í námi en þau segja lítið um sköpunargáfu, innsæi, eða aðra dýpri hæfileika. Þegar við lítum á hæfileika sem eitthvað sem þarf að vera sýnilegt, mælanlegt eða verðlaunað, þá hættum við að sjá þá fjölbreytni sem raunverulega býr í fólki. Við hættum að hlusta eftir því sem er hljótt, og metum einungis það sem er augljóst. Og þar með missum við af dýrmætum manneskjum sem kunna að hafa hæfileika sem skólamatið nær aldrei utan um. Því þarf umræðan um hæfileika og menntun að víkka. Við verðum að rýma til fyrir þá hæfileika sem ekki sjást í einkunnum, prófum eða gráðum, en sem gera okkur að betri einstaklingum, betri vinum og betra samfélagi. Og ef við byrjum á að hlusta, jafnvel í smáspjalli getur það orðið byrjunin að stærra samtali. Samtali um gildi hvers og eins, þekkingu sem ekki er alltaf á einkunnaspjöldum, og tengsl sem vaxa í þögn jafnt sem tali. Höfundur er mannvinur og kennari.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun