Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Kristján Már Unnarsson skrifar 29. júlí 2025 21:45 Jarðgangastoppið á Íslandi hefur staðið yfir í fimm ár eða frá opnun Dýrafjarðarganga haustið 2020. Önnur fimm ár gætu liðið þar til byrjað verður að grafa fyrir næstu göngum. Hafþór Gunnarsson Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð eru engin framlög í nýsamþykktri fjármálaáætlun Alþingis til að hefja borun jarðganga á kjörtímabilinu, en aðeins óljós áform reifuð um stofnun innviðafélags. Í fréttum Sýnar var fjallað um áform ríkisstjórnarflokkanna eins og þau birtast í fjármálaáætlun til ársins 2030. Í henni segir beinlínis: „Óljóst er hvernig staðið verði að fjármögnun jarðganga.“ Og ennfremur: „Vegna þröngrar stöðu ríkisfjármála liggur fyrir að afar takmarkað svigrúm verður til að ráðast í slíkar stórframkvæmdir á næstu árum.“ Fjarðarheiðargöng. Svona er gangamunni í Seyðisfirði hugsaður.VEGAGERÐIN/MANNVIT Síðan er sagt að til greina kæmi að stofna sérstakt innviðafélag um fjármögnun stærri samgönguframkvæmda. Einnig að endurskoða þyrfti lög um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir. Þar með er óbeint viðurkennt að sú aðferð mislukkaðist en reynt var að nota hana bæði við Hornafjarðarfljót og Ölfusárbrú. Einnig segir í texta fjármálaáætlunar að mikilvægt sé að víðtæk umræða eigi sér stað um fjármögnun. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra ætlar að hefja umræðuna með innviðafundum í öllum landshlutum í ágústmánuði og síðan með innviðaþingi í Reykjavík þann 28. ágúst. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra áformar fundaröð í næsta mánuði um samgöngumálin.grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Ráðherrann tilkynnti í byrjun árs að hann ætlaði að mæla fyrir nýrri samgönguáætlun á Alþingi í haust. Þá kvaðst hann ekki bundinn af fyrri forgangsröðun, sem setti Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar í fyrsta sæti jarðgangaáætlunar. Áhugavert verður að sjá hvort hann setji annað jarðgangaverkefni á Austfjörðum í undirbúningsferli; Fjarðagöng milli Seyðisfjarðar, Mjóafjarðar og Norðfjarðar, sem margir Austfirðingar vilja fá á undan. Ein stærsta spurningin er hvort annar valkostur á Austfjörðum fái brautargengi hjá nýjum innviðaráðherra, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir En það er einmitt vegna þess hve Fjarðarheiðargöngin til Seyðisfjarðar eru umdeild sem sumir hafa spáð því að Fljótagöng milli Siglufjarðar og Fljóta verði tekin fram fyrir, en Vegagerðin áformar að hefja rannsóknarboranir vegna þeirra í sumar. Líklegt þykir að tvenn önnur göng verði einnig sett í undirbúning; Súðavíkurgöng milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar og Hvalfjarðargöng númer tvö. Búist er við að ráðherrann kynni einnig forgangsröðun annarra stórverkefna næstu fjögur ár. Þar blasir við að höfuðborgarsvæðið verði í forgangi; með breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi, breikkun Suðurlandsvegar milli Rauðavatns og Gunnarshólma, Sæbrautarstokkur og Reykjanesbraut í Hafnarfirði eru ofarlega í höfuðborgarsáttmála og svo má búast við Sundabraut á listanum. Búist er við að stórframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu verði fyrirferðamiklar í næstu samgönguáætlun.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Utan suðvesturhornsins er líklegt að Bíldudalsvegur fái framgang en hann er í raun hluti vegagerðar yfir Dynjandisheiði. Tvær stórbrýr yfir Skjálfandafljót, önnur í Kinn og hin við Goðafoss, verða ofarlega á blaði og loks þykir líklegt að Axarvegur, milli Djúpavogs og Egilsstaða, fái grænt ljós. Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vegtollar Skattar og tollar Alþingi Tengdar fréttir Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56 Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira
Í fréttum Sýnar var fjallað um áform ríkisstjórnarflokkanna eins og þau birtast í fjármálaáætlun til ársins 2030. Í henni segir beinlínis: „Óljóst er hvernig staðið verði að fjármögnun jarðganga.“ Og ennfremur: „Vegna þröngrar stöðu ríkisfjármála liggur fyrir að afar takmarkað svigrúm verður til að ráðast í slíkar stórframkvæmdir á næstu árum.“ Fjarðarheiðargöng. Svona er gangamunni í Seyðisfirði hugsaður.VEGAGERÐIN/MANNVIT Síðan er sagt að til greina kæmi að stofna sérstakt innviðafélag um fjármögnun stærri samgönguframkvæmda. Einnig að endurskoða þyrfti lög um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir. Þar með er óbeint viðurkennt að sú aðferð mislukkaðist en reynt var að nota hana bæði við Hornafjarðarfljót og Ölfusárbrú. Einnig segir í texta fjármálaáætlunar að mikilvægt sé að víðtæk umræða eigi sér stað um fjármögnun. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra ætlar að hefja umræðuna með innviðafundum í öllum landshlutum í ágústmánuði og síðan með innviðaþingi í Reykjavík þann 28. ágúst. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra áformar fundaröð í næsta mánuði um samgöngumálin.grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Ráðherrann tilkynnti í byrjun árs að hann ætlaði að mæla fyrir nýrri samgönguáætlun á Alþingi í haust. Þá kvaðst hann ekki bundinn af fyrri forgangsröðun, sem setti Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar í fyrsta sæti jarðgangaáætlunar. Áhugavert verður að sjá hvort hann setji annað jarðgangaverkefni á Austfjörðum í undirbúningsferli; Fjarðagöng milli Seyðisfjarðar, Mjóafjarðar og Norðfjarðar, sem margir Austfirðingar vilja fá á undan. Ein stærsta spurningin er hvort annar valkostur á Austfjörðum fái brautargengi hjá nýjum innviðaráðherra, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir En það er einmitt vegna þess hve Fjarðarheiðargöngin til Seyðisfjarðar eru umdeild sem sumir hafa spáð því að Fljótagöng milli Siglufjarðar og Fljóta verði tekin fram fyrir, en Vegagerðin áformar að hefja rannsóknarboranir vegna þeirra í sumar. Líklegt þykir að tvenn önnur göng verði einnig sett í undirbúning; Súðavíkurgöng milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar og Hvalfjarðargöng númer tvö. Búist er við að ráðherrann kynni einnig forgangsröðun annarra stórverkefna næstu fjögur ár. Þar blasir við að höfuðborgarsvæðið verði í forgangi; með breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi, breikkun Suðurlandsvegar milli Rauðavatns og Gunnarshólma, Sæbrautarstokkur og Reykjanesbraut í Hafnarfirði eru ofarlega í höfuðborgarsáttmála og svo má búast við Sundabraut á listanum. Búist er við að stórframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu verði fyrirferðamiklar í næstu samgönguáætlun.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Utan suðvesturhornsins er líklegt að Bíldudalsvegur fái framgang en hann er í raun hluti vegagerðar yfir Dynjandisheiði. Tvær stórbrýr yfir Skjálfandafljót, önnur í Kinn og hin við Goðafoss, verða ofarlega á blaði og loks þykir líklegt að Axarvegur, milli Djúpavogs og Egilsstaða, fái grænt ljós.
Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vegtollar Skattar og tollar Alþingi Tengdar fréttir Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56 Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira
Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56
Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21