Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júlí 2025 20:48 Freyr og lærisveinar hans eru úr leik. Isosport/Getty Images Eftir 4-1 tap í Bergen áttu lærisveinar Freys Alexanderssonar litla möguleika fyrir síðari leik sinn gegn Red Bull Salzburg í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði Noah frá Armeníu og lagði upp eitt marka liðsins þegar það féll úr leik. Sævar Atli Magnússon skoraði eina mark Brann í fyrri leiknum og var í byrjunarliðinu í kvöld. Það var Eggert Aron Guðmundsson einnig. Lærisveinar Freys gátu vart byrjað betur og komust yfir á þriðju mínútu en heimamenn drápu allar vonir um endurkomu með jöfnunarmarki nokkrum mínútum síðar. Staðan orðin 1-1 þegar sex mínútur voru liðnar. Þannig var hún enn bæði þegar flautað var til hálfleiks sem og leiksloka. Sævar Atli nældi sér í gult spjald í síðari hálfleik áður en hann var tekinn af velli. Eggert Aron lék allan leikinn. Sævar Atli kallar ekki allt ömmu sína.Alex Nicodim/Getty Images Brann fer nú í forkeppni Evrópudeildarinnar. Þar bíður annað hvort stórlið Anderlecht eða Häcken frá Svíþjóð. Það ræðst á morgun hvort þeirra fer áfram en Anderlecht vann fyrri leik liðanna 1-0. Guðmundur hóf leikinn í vinstri bakverði Noah þegar liðið sótti ungverska liðið Ferencvárosi heim. Guðmundur nældi sér í gult spjald áður en hann lagði upp þriðja mark Noah í leiknum á 71. mínútu. Staðan þá 3-3 en heimamenn í Ferencvárosi fóru með sigur af hólmi, lokatölur 4-3. Guðmundur var tekinn af velli á 84. mínútu. Þar sem Ferencvárosi vann fyrri leikinn 2-1 vann ungverska liðið einvígið 6-4 samanlagt. View this post on Instagram A post shared by FC NOAH (@noah.footballclub) Arnór Sigurðsson kom inn af bekknum á 69. mínútu í 1-0 sigri Malmö á RFS. Malmö hafði unnið fyrri leikinn 4-1 og vann því einvígið 5-1 samanlagt. Daníel Tristan Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekknum hjá Malmö. Sænska félagið mætir FC Kaupmannahöfn í næstu umferð undankeppninnar. Fotbollsgodis! 🎯 pic.twitter.com/a21KPAX2XY— Malmö FF (@Malmo_FF) July 30, 2025 Sverrir Ingi Ingason sat allan tímann á varamannabekk Panathinaikos sem gerði 1-1 jafntefli við Rangers. Fyrri leiknum lauk með 2-0 sigri Rangers sem er því komið áfram. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira
Sævar Atli Magnússon skoraði eina mark Brann í fyrri leiknum og var í byrjunarliðinu í kvöld. Það var Eggert Aron Guðmundsson einnig. Lærisveinar Freys gátu vart byrjað betur og komust yfir á þriðju mínútu en heimamenn drápu allar vonir um endurkomu með jöfnunarmarki nokkrum mínútum síðar. Staðan orðin 1-1 þegar sex mínútur voru liðnar. Þannig var hún enn bæði þegar flautað var til hálfleiks sem og leiksloka. Sævar Atli nældi sér í gult spjald í síðari hálfleik áður en hann var tekinn af velli. Eggert Aron lék allan leikinn. Sævar Atli kallar ekki allt ömmu sína.Alex Nicodim/Getty Images Brann fer nú í forkeppni Evrópudeildarinnar. Þar bíður annað hvort stórlið Anderlecht eða Häcken frá Svíþjóð. Það ræðst á morgun hvort þeirra fer áfram en Anderlecht vann fyrri leik liðanna 1-0. Guðmundur hóf leikinn í vinstri bakverði Noah þegar liðið sótti ungverska liðið Ferencvárosi heim. Guðmundur nældi sér í gult spjald áður en hann lagði upp þriðja mark Noah í leiknum á 71. mínútu. Staðan þá 3-3 en heimamenn í Ferencvárosi fóru með sigur af hólmi, lokatölur 4-3. Guðmundur var tekinn af velli á 84. mínútu. Þar sem Ferencvárosi vann fyrri leikinn 2-1 vann ungverska liðið einvígið 6-4 samanlagt. View this post on Instagram A post shared by FC NOAH (@noah.footballclub) Arnór Sigurðsson kom inn af bekknum á 69. mínútu í 1-0 sigri Malmö á RFS. Malmö hafði unnið fyrri leikinn 4-1 og vann því einvígið 5-1 samanlagt. Daníel Tristan Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekknum hjá Malmö. Sænska félagið mætir FC Kaupmannahöfn í næstu umferð undankeppninnar. Fotbollsgodis! 🎯 pic.twitter.com/a21KPAX2XY— Malmö FF (@Malmo_FF) July 30, 2025 Sverrir Ingi Ingason sat allan tímann á varamannabekk Panathinaikos sem gerði 1-1 jafntefli við Rangers. Fyrri leiknum lauk með 2-0 sigri Rangers sem er því komið áfram.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira