„Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. júlí 2025 14:02 Hallgrímur er sáttur með úrslitin úr fyrri leiknum og veit hvað þarf að gera til að vinna einvígið í kvöld. Vísir/Hulda Margrét KA tekur á móti Silkeborg í seinni leik liðanna á uppseldum Greifavelli á Akureyri í kvöld, með jafna 1-1 stöðu eftir fyrri leikinn úti í Danmörku. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, segir Danina sjá það sem skandal ef þeir tapa í kvöld en hann þekkir þjálfara Silkeborg vel og veit hvað hann vill gera. „Við erum bara virkilega ánægðir að geta komið í seinni leikinn og eiga raunhæfan möguleika. Strákarnir stóðu sig vel úti og við erum búnir að koma okkar í þá stöðu, að eiga góðan mögulega gegn firnasterku liði“ sagði Hallgrímur í samtali við Vísi fyrir seinni leikinn. Uppseldur Greifavöllur KA hefur lagt mikið kapp í að gera Greifavöllinn kláran fyrir kvöldið. Fyrir tveimur árum þurfti KA að leita á náðir Fram í Úlfarsárdalnum og spila sína leiki á Lambhagavellinum, en í ár er búið að breyta Greifavellinum þannig að hann uppfylli allar kröfur. „Það gerir virkilega mikið fyrir okkur, frábært starf sem að sjálfboðaliðar KA hafa unnið við svæðið svo við getum fengið heimaleik. Við í KA höfum aðeins vanist því að spila Evrópuleiki, en ekki hérna fyrir norðan. Ég held að það hafi síðast verið á Greifavellinum árið 2003 [þegar KA vann Sloboda Tuzla í Intertoto bikarnum]. Maður finnur alveg spennuna og stemninguna hérna í nærumhverfinu fyrir leiknum“ segir Hallgrímur en hann mun stýra sínu liði fyrir framan fulla stúku. Uppselt er á Greifavöllinn í kvöld. Erfiðari leiknum lokið KA kemur inn í seinni leikinn með mjög fína stöðu, jafnt eftir fyrri leikinn á útivelli og Hallgrímur segir að verkefnið ætti að vera auðveldara á heimavelli. „Það er klárt mál að í svona leikjum er erfiðara að spila á útivelli. Við erum búnir með þann leik og hvernig sá leikur þróaðist og spilaðist gefur okkur trú. Verðskuldað jafntefli fannst mér, við fengum alveg nokkur færi og héldum þeim frá stóran hluta leiksins. Við þurfum bara að spila mjög svipaðan leik, vera þéttir og góðir á boltanum. Ég var ánægðastur með það úti, við vorum ekki bara að sparka boltanum upp, við náðum að halda honum vel og koma okkur upp völlinn. Silkeborg er lið sem er ekki gott að pressa og vill ekki pressa. Þannig að við fáum tíma á boltanum.“ Pressa á Dönunum að tapa ekki fyrir íslensku liði Úrslitin voru mjög óvænt, ef marka má umfjöllun danskra miðla, sem lýstu jafnteflinu eins og tapi fyrir Silkeborg. „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA… Við ætlum að nýta okkur það, að það er hörkupressa á þeim“ segir Hallgrímur en hann á ekki von á því að Silkeborg reyni eitthvað öðruvísi en í fyrri leiknum. „Nei ég á ekki von á því, þekkjandi þjálfarann þá held ég að hann geri það sama“ segir Hallgrímur. Hallgrímur spilaði undir Kent Nielsen þegar hann var þjálfari OB. Vísir/Getty Þekkir þjálfarann vel og veit hvað hann vill gera Hallgrímur spilaði undir Kent Nielsen, þjálfara Silkeborg, á sínum tíma sem leikmaður í dönsku deildinni. „Ég þekki hann vel, sem þjálfara og persónu. Við erum búnir að hittast og spjalla, þekkjum hvorn annan vel en ég þekki hann aðeins betur sem þjálfara heldur en hann þekkir mig. Ég græddi aðeins á því úti, ég veit nákvæmlega hvað hann vill gera. Sóknarlega eru miklir möguleikar, það eru svæði á köntunum og þeir eiga erfitt með að verjast fyrirgjöfum. Við skorum einmitt eftir fyrirgjöf í Danmörku“ sagði Hallgrímur að lokum. Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira
„Við erum bara virkilega ánægðir að geta komið í seinni leikinn og eiga raunhæfan möguleika. Strákarnir stóðu sig vel úti og við erum búnir að koma okkar í þá stöðu, að eiga góðan mögulega gegn firnasterku liði“ sagði Hallgrímur í samtali við Vísi fyrir seinni leikinn. Uppseldur Greifavöllur KA hefur lagt mikið kapp í að gera Greifavöllinn kláran fyrir kvöldið. Fyrir tveimur árum þurfti KA að leita á náðir Fram í Úlfarsárdalnum og spila sína leiki á Lambhagavellinum, en í ár er búið að breyta Greifavellinum þannig að hann uppfylli allar kröfur. „Það gerir virkilega mikið fyrir okkur, frábært starf sem að sjálfboðaliðar KA hafa unnið við svæðið svo við getum fengið heimaleik. Við í KA höfum aðeins vanist því að spila Evrópuleiki, en ekki hérna fyrir norðan. Ég held að það hafi síðast verið á Greifavellinum árið 2003 [þegar KA vann Sloboda Tuzla í Intertoto bikarnum]. Maður finnur alveg spennuna og stemninguna hérna í nærumhverfinu fyrir leiknum“ segir Hallgrímur en hann mun stýra sínu liði fyrir framan fulla stúku. Uppselt er á Greifavöllinn í kvöld. Erfiðari leiknum lokið KA kemur inn í seinni leikinn með mjög fína stöðu, jafnt eftir fyrri leikinn á útivelli og Hallgrímur segir að verkefnið ætti að vera auðveldara á heimavelli. „Það er klárt mál að í svona leikjum er erfiðara að spila á útivelli. Við erum búnir með þann leik og hvernig sá leikur þróaðist og spilaðist gefur okkur trú. Verðskuldað jafntefli fannst mér, við fengum alveg nokkur færi og héldum þeim frá stóran hluta leiksins. Við þurfum bara að spila mjög svipaðan leik, vera þéttir og góðir á boltanum. Ég var ánægðastur með það úti, við vorum ekki bara að sparka boltanum upp, við náðum að halda honum vel og koma okkur upp völlinn. Silkeborg er lið sem er ekki gott að pressa og vill ekki pressa. Þannig að við fáum tíma á boltanum.“ Pressa á Dönunum að tapa ekki fyrir íslensku liði Úrslitin voru mjög óvænt, ef marka má umfjöllun danskra miðla, sem lýstu jafnteflinu eins og tapi fyrir Silkeborg. „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA… Við ætlum að nýta okkur það, að það er hörkupressa á þeim“ segir Hallgrímur en hann á ekki von á því að Silkeborg reyni eitthvað öðruvísi en í fyrri leiknum. „Nei ég á ekki von á því, þekkjandi þjálfarann þá held ég að hann geri það sama“ segir Hallgrímur. Hallgrímur spilaði undir Kent Nielsen þegar hann var þjálfari OB. Vísir/Getty Þekkir þjálfarann vel og veit hvað hann vill gera Hallgrímur spilaði undir Kent Nielsen, þjálfara Silkeborg, á sínum tíma sem leikmaður í dönsku deildinni. „Ég þekki hann vel, sem þjálfara og persónu. Við erum búnir að hittast og spjalla, þekkjum hvorn annan vel en ég þekki hann aðeins betur sem þjálfara heldur en hann þekkir mig. Ég græddi aðeins á því úti, ég veit nákvæmlega hvað hann vill gera. Sóknarlega eru miklir möguleikar, það eru svæði á köntunum og þeir eiga erfitt með að verjast fyrirgjöfum. Við skorum einmitt eftir fyrirgjöf í Danmörku“ sagði Hallgrímur að lokum.
Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira