„Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. júlí 2025 14:02 Hallgrímur er sáttur með úrslitin úr fyrri leiknum og veit hvað þarf að gera til að vinna einvígið í kvöld. Vísir/Hulda Margrét KA tekur á móti Silkeborg í seinni leik liðanna á uppseldum Greifavelli á Akureyri í kvöld, með jafna 1-1 stöðu eftir fyrri leikinn úti í Danmörku. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, segir Danina sjá það sem skandal ef þeir tapa í kvöld en hann þekkir þjálfara Silkeborg vel og veit hvað hann vill gera. „Við erum bara virkilega ánægðir að geta komið í seinni leikinn og eiga raunhæfan möguleika. Strákarnir stóðu sig vel úti og við erum búnir að koma okkar í þá stöðu, að eiga góðan mögulega gegn firnasterku liði“ sagði Hallgrímur í samtali við Vísi fyrir seinni leikinn. Uppseldur Greifavöllur KA hefur lagt mikið kapp í að gera Greifavöllinn kláran fyrir kvöldið. Fyrir tveimur árum þurfti KA að leita á náðir Fram í Úlfarsárdalnum og spila sína leiki á Lambhagavellinum, en í ár er búið að breyta Greifavellinum þannig að hann uppfylli allar kröfur. „Það gerir virkilega mikið fyrir okkur, frábært starf sem að sjálfboðaliðar KA hafa unnið við svæðið svo við getum fengið heimaleik. Við í KA höfum aðeins vanist því að spila Evrópuleiki, en ekki hérna fyrir norðan. Ég held að það hafi síðast verið á Greifavellinum árið 2003 [þegar KA vann Sloboda Tuzla í Intertoto bikarnum]. Maður finnur alveg spennuna og stemninguna hérna í nærumhverfinu fyrir leiknum“ segir Hallgrímur en hann mun stýra sínu liði fyrir framan fulla stúku. Uppselt er á Greifavöllinn í kvöld. Erfiðari leiknum lokið KA kemur inn í seinni leikinn með mjög fína stöðu, jafnt eftir fyrri leikinn á útivelli og Hallgrímur segir að verkefnið ætti að vera auðveldara á heimavelli. „Það er klárt mál að í svona leikjum er erfiðara að spila á útivelli. Við erum búnir með þann leik og hvernig sá leikur þróaðist og spilaðist gefur okkur trú. Verðskuldað jafntefli fannst mér, við fengum alveg nokkur færi og héldum þeim frá stóran hluta leiksins. Við þurfum bara að spila mjög svipaðan leik, vera þéttir og góðir á boltanum. Ég var ánægðastur með það úti, við vorum ekki bara að sparka boltanum upp, við náðum að halda honum vel og koma okkur upp völlinn. Silkeborg er lið sem er ekki gott að pressa og vill ekki pressa. Þannig að við fáum tíma á boltanum.“ Pressa á Dönunum að tapa ekki fyrir íslensku liði Úrslitin voru mjög óvænt, ef marka má umfjöllun danskra miðla, sem lýstu jafnteflinu eins og tapi fyrir Silkeborg. „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA… Við ætlum að nýta okkur það, að það er hörkupressa á þeim“ segir Hallgrímur en hann á ekki von á því að Silkeborg reyni eitthvað öðruvísi en í fyrri leiknum. „Nei ég á ekki von á því, þekkjandi þjálfarann þá held ég að hann geri það sama“ segir Hallgrímur. Hallgrímur spilaði undir Kent Nielsen þegar hann var þjálfari OB. Vísir/Getty Þekkir þjálfarann vel og veit hvað hann vill gera Hallgrímur spilaði undir Kent Nielsen, þjálfara Silkeborg, á sínum tíma sem leikmaður í dönsku deildinni. „Ég þekki hann vel, sem þjálfara og persónu. Við erum búnir að hittast og spjalla, þekkjum hvorn annan vel en ég þekki hann aðeins betur sem þjálfara heldur en hann þekkir mig. Ég græddi aðeins á því úti, ég veit nákvæmlega hvað hann vill gera. Sóknarlega eru miklir möguleikar, það eru svæði á köntunum og þeir eiga erfitt með að verjast fyrirgjöfum. Við skorum einmitt eftir fyrirgjöf í Danmörku“ sagði Hallgrímur að lokum. Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Sjá meira
„Við erum bara virkilega ánægðir að geta komið í seinni leikinn og eiga raunhæfan möguleika. Strákarnir stóðu sig vel úti og við erum búnir að koma okkar í þá stöðu, að eiga góðan mögulega gegn firnasterku liði“ sagði Hallgrímur í samtali við Vísi fyrir seinni leikinn. Uppseldur Greifavöllur KA hefur lagt mikið kapp í að gera Greifavöllinn kláran fyrir kvöldið. Fyrir tveimur árum þurfti KA að leita á náðir Fram í Úlfarsárdalnum og spila sína leiki á Lambhagavellinum, en í ár er búið að breyta Greifavellinum þannig að hann uppfylli allar kröfur. „Það gerir virkilega mikið fyrir okkur, frábært starf sem að sjálfboðaliðar KA hafa unnið við svæðið svo við getum fengið heimaleik. Við í KA höfum aðeins vanist því að spila Evrópuleiki, en ekki hérna fyrir norðan. Ég held að það hafi síðast verið á Greifavellinum árið 2003 [þegar KA vann Sloboda Tuzla í Intertoto bikarnum]. Maður finnur alveg spennuna og stemninguna hérna í nærumhverfinu fyrir leiknum“ segir Hallgrímur en hann mun stýra sínu liði fyrir framan fulla stúku. Uppselt er á Greifavöllinn í kvöld. Erfiðari leiknum lokið KA kemur inn í seinni leikinn með mjög fína stöðu, jafnt eftir fyrri leikinn á útivelli og Hallgrímur segir að verkefnið ætti að vera auðveldara á heimavelli. „Það er klárt mál að í svona leikjum er erfiðara að spila á útivelli. Við erum búnir með þann leik og hvernig sá leikur þróaðist og spilaðist gefur okkur trú. Verðskuldað jafntefli fannst mér, við fengum alveg nokkur færi og héldum þeim frá stóran hluta leiksins. Við þurfum bara að spila mjög svipaðan leik, vera þéttir og góðir á boltanum. Ég var ánægðastur með það úti, við vorum ekki bara að sparka boltanum upp, við náðum að halda honum vel og koma okkur upp völlinn. Silkeborg er lið sem er ekki gott að pressa og vill ekki pressa. Þannig að við fáum tíma á boltanum.“ Pressa á Dönunum að tapa ekki fyrir íslensku liði Úrslitin voru mjög óvænt, ef marka má umfjöllun danskra miðla, sem lýstu jafnteflinu eins og tapi fyrir Silkeborg. „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA… Við ætlum að nýta okkur það, að það er hörkupressa á þeim“ segir Hallgrímur en hann á ekki von á því að Silkeborg reyni eitthvað öðruvísi en í fyrri leiknum. „Nei ég á ekki von á því, þekkjandi þjálfarann þá held ég að hann geri það sama“ segir Hallgrímur. Hallgrímur spilaði undir Kent Nielsen þegar hann var þjálfari OB. Vísir/Getty Þekkir þjálfarann vel og veit hvað hann vill gera Hallgrímur spilaði undir Kent Nielsen, þjálfara Silkeborg, á sínum tíma sem leikmaður í dönsku deildinni. „Ég þekki hann vel, sem þjálfara og persónu. Við erum búnir að hittast og spjalla, þekkjum hvorn annan vel en ég þekki hann aðeins betur sem þjálfara heldur en hann þekkir mig. Ég græddi aðeins á því úti, ég veit nákvæmlega hvað hann vill gera. Sóknarlega eru miklir möguleikar, það eru svæði á köntunum og þeir eiga erfitt með að verjast fyrirgjöfum. Við skorum einmitt eftir fyrirgjöf í Danmörku“ sagði Hallgrímur að lokum.
Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Sjá meira