Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. júlí 2025 23:00 Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. vísir/ívar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er miður sín eftir að hafa dreift mynd sem hafði verið breytt með gervigreind. Það hefði getað haft alvarlegar afleiðingar í för með sér að sögn aðalvarðstjóra. Hann vonar að mannleg mistök komi ekki til með að rýra traust almennings til lögreglunnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu deildi í gær ljósmynd með það fyrir stafni að fá frekari upplýsingar um fjóra menn sem höfðu verið staðnir að því í upptöku úr öryggismyndavél að stela dísilolíu úr flutningabíl. Eina vandamálið er að mennirnir á ljósmyndinni og mennirnir í upptökunni eru alls ekki þeir sömu. Það hafði verið átt við skjáskot úr öryggismyndavélinni með þeim afleiðingum að skáldað var í eyðurnar eins og sjá má. Til að mynda var gullkeðju bætt við ásamt merki á bifreiðina, húfu breytt í hár og í raun andlit og svipbrigði skálduð frá grunni. „Við erum mjög miður okkar yfir þessu“ Lögreglan baðst að lokum afsökunar á myndinni og fjarlægði hana. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir enn ekki ljóst hver uppruni myndarinnar sé. „Við erum mjög miður okkar yfir þessu, að þetta hafi gerst. Við höfum alveg komið fram með það núna í dag að við höfum beðist innilegrar afsökunar á þessu. Auðvitað er það óheppilegt að lögreglan birti myndir sem varpa mögulega sök á einstakling sem er saklaus.“ Umrædd mynd var upphaflega birt á Facebook-hópnum Þjófar á Íslandi af aðgangi sem var stofnaður í maí og siglir undir fölsku flaggi. Lögreglan fékk síðan myndina senda. Mannleg mistök hafi orðið til þess að hún var birt og verða verkferlar því endurskoðaðir. Hafið þið áhyggjur af því að þetta rýri traust til lögreglunnar? „Við höfum alltaf áhyggjur af því að mistök okkar verði til þess að rýra traust. Vinnan okkar felst í því, hvernig við tökum á móti myndunum, hvernig við yfirfærum myndirnar. Er sannarlega um rétt myndefni að ræða?“ Komið fyrir að saklaus maður sé handtekinn vegna gervigreindar Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur um gervigreind, segir að forrit sem slík eigi það til að halla á ákveðna minnihlutahópa og skálda í eyðurnar. „Það eru þekkt dæmi um það. Margar svona aðferðir voru þjálfaðar, allavega í fyrndinni, mest á hvítu fólki. Svona bjagar geta leynst í svona líkunum. Við vitum oft ekkert hvaða bjagar eru í þeim og á hvaða gögnum þau hafa verið þjálfuð.“ Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands.vísir/ívar Veist þú til þess að eitthvað líkt þessu hafi gerst áður? „Það eru nokkur dæmi frá Bandaríkjunum þar sem er búið að taka mynd af einstakling sem er í lágri upplausn eins og er hér. Síðan er flett upp í gagnagrunni af ökuskírteinum og einhver er ranglega handtekinn, því það er búið að fletta upp rangri manneskju. Og það er gert með gervigreind. Gervigreind hefur leitt til mistaka eins og hefði getað gerst hér. Það hefur gerst að einhver er ranglega handtekinn út af gervigreind.“ Hann ítrekar að þegar að upplausn er jafn lítil eins og raun ber vitni í umræddri upptöku úr öryggismyndavél er ekki hægt að þysja inn eins og er oft sýnt í kvikmyndum. Þvert á móti býr gervigreindin til ný gögn og nýjar upplýsingar. „Gervigreindin er að fara verða það góð með tímanum að við sjáum mögulega ekkert lengur með tímanum hvað kemur frá gervigreind og hvað ekki.“ Lögreglumál Gervigreind Lögreglan Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu deildi í gær ljósmynd með það fyrir stafni að fá frekari upplýsingar um fjóra menn sem höfðu verið staðnir að því í upptöku úr öryggismyndavél að stela dísilolíu úr flutningabíl. Eina vandamálið er að mennirnir á ljósmyndinni og mennirnir í upptökunni eru alls ekki þeir sömu. Það hafði verið átt við skjáskot úr öryggismyndavélinni með þeim afleiðingum að skáldað var í eyðurnar eins og sjá má. Til að mynda var gullkeðju bætt við ásamt merki á bifreiðina, húfu breytt í hár og í raun andlit og svipbrigði skálduð frá grunni. „Við erum mjög miður okkar yfir þessu“ Lögreglan baðst að lokum afsökunar á myndinni og fjarlægði hana. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir enn ekki ljóst hver uppruni myndarinnar sé. „Við erum mjög miður okkar yfir þessu, að þetta hafi gerst. Við höfum alveg komið fram með það núna í dag að við höfum beðist innilegrar afsökunar á þessu. Auðvitað er það óheppilegt að lögreglan birti myndir sem varpa mögulega sök á einstakling sem er saklaus.“ Umrædd mynd var upphaflega birt á Facebook-hópnum Þjófar á Íslandi af aðgangi sem var stofnaður í maí og siglir undir fölsku flaggi. Lögreglan fékk síðan myndina senda. Mannleg mistök hafi orðið til þess að hún var birt og verða verkferlar því endurskoðaðir. Hafið þið áhyggjur af því að þetta rýri traust til lögreglunnar? „Við höfum alltaf áhyggjur af því að mistök okkar verði til þess að rýra traust. Vinnan okkar felst í því, hvernig við tökum á móti myndunum, hvernig við yfirfærum myndirnar. Er sannarlega um rétt myndefni að ræða?“ Komið fyrir að saklaus maður sé handtekinn vegna gervigreindar Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur um gervigreind, segir að forrit sem slík eigi það til að halla á ákveðna minnihlutahópa og skálda í eyðurnar. „Það eru þekkt dæmi um það. Margar svona aðferðir voru þjálfaðar, allavega í fyrndinni, mest á hvítu fólki. Svona bjagar geta leynst í svona líkunum. Við vitum oft ekkert hvaða bjagar eru í þeim og á hvaða gögnum þau hafa verið þjálfuð.“ Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands.vísir/ívar Veist þú til þess að eitthvað líkt þessu hafi gerst áður? „Það eru nokkur dæmi frá Bandaríkjunum þar sem er búið að taka mynd af einstakling sem er í lágri upplausn eins og er hér. Síðan er flett upp í gagnagrunni af ökuskírteinum og einhver er ranglega handtekinn, því það er búið að fletta upp rangri manneskju. Og það er gert með gervigreind. Gervigreind hefur leitt til mistaka eins og hefði getað gerst hér. Það hefur gerst að einhver er ranglega handtekinn út af gervigreind.“ Hann ítrekar að þegar að upplausn er jafn lítil eins og raun ber vitni í umræddri upptöku úr öryggismyndavél er ekki hægt að þysja inn eins og er oft sýnt í kvikmyndum. Þvert á móti býr gervigreindin til ný gögn og nýjar upplýsingar. „Gervigreindin er að fara verða það góð með tímanum að við sjáum mögulega ekkert lengur með tímanum hvað kemur frá gervigreind og hvað ekki.“
Lögreglumál Gervigreind Lögreglan Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira