Körfubolti

Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir hand­töku

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Í vondum málum.
Í vondum málum. Jonathan Newton/Getty Images

Fyrrverandi körfuboltamaðurinn Gilbert Arenas hefur verið handtekinn vegna gruns um að hann hafi verið að reka ólöglegt spilaviti. Hann er einn af sex sem voru handtekin vegan málsins.

Hinn 43 ára Arenas lék lengi vel í NBA-deildinni og þekkir vel til lögreglunnar þar sem þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann er handtekinn. Þetta er þó í fyrsta sinn sem hann á yfir höfði sér alríkis-kæru (e. federal charge).

Arenas er þekktur innan hlaðvarpssenunnar í kringum NBA-deildina og virkar alltaf léttur í lund. Hann er hins vegar í heldur slæmri stöðu nú þó hann hafi reynt að snúa því upp í grín. 

Á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna segir að einstaklingarnir sex hafi verið handteknir á heimili Arenas. Hinir fimm eru:

  1. Yevgeni Gershman (49 ára) – grunaður um skipulagða glæpastarfsemi í Ísrael.
  2. Evgenni Tourevski (48 ára).
  3. Allan Austria (52 ára).
  4. Yarin Cohen (27 ára).
  5. Ievgen Krachun (43 ára).

Arenas heldur fram sakleysi sínu og er nú laus eftir að greiða tryggingu upp á 50 þúsund Bandaríkjadali – 6,2 milljónir íslenskra króna.

„Þeir geta ekki haldið mér,“ segir Arenas í myndbandi sem hann birti á Instagram í kjölfar þess að hafa greitt trygginguna. Þá körfuboltamaðurinn fyrrverandi að hann leigi reglulega út hús sitt og sé á engan hátt tengdur því sem þar fer fram þegar hann er ekki á staðnum.

Arenas er hins vegar ákærður fyrir að starfa með Gershman er kemur að því að reka spilavítið ólöglega. Þá er Arenas sagður hafa logið við yfirheyrslu. Verði hann sakfelldur á hann yfir höfði sér 15 ár í alríkisfangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×