Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. ágúst 2025 09:26 Messi fann til aftan í læri og gat ekki haldið leik áfram. Leonardo Fernandez/Getty Images Lionel Messi meiddist aftan í læri og fór af velli eftir aðeins örfáar mínútur í leik Inter Miami og Club Nexaca í norðurameríska deildabikarnum í nótt. Inter Miami vann leikinn í vítaspyrnukeppni eftir að hafa skorað jöfnunarmark á lokamínútunum. Messi lenti í samstuði við Raúl Sánchez og Alexis Pena þegar hann reyndi að rekja boltann inn í vítateig andstæðinganna. Hann kútveltist til jarðar og sló fast í grasið af miklum pirringi. Messi reyndi að hrista meiðslin af sér næstu tvær mínúturnar en bað svo um aðhlynningu og var á endanum tekinn af velli. Hann hefur glímt við mikil meiðsli í lærvöðvanum undanfarin tvö ár. Bæði lið litu rautt spjald og leikurinn endaði með 2-2 jafntefli eftir jöfnunarmark Jordi Alba á lokamínútunum. It's 10 vs. 10 again! 🟨🟨🟥 Falta de 'Chicote' Calderón sobre Suárez, second yellow card y se va expulsado el jugador de Necaxa#LeaguesCup2025 pic.twitter.com/Dn4EFrQ6jw— Leagues Cup (@LeaguesCup) August 3, 2025 GOAAAAALLL! ⚽️ Jordi Alba en la compensación y de cabeza empata para @InterMiamiCF #LeaguesCup2025 pic.twitter.com/V168rz2HDb— Leagues Cup (@LeaguesCup) August 3, 2025 Farið var í vítaspyrnukeppni, sem Inter Miami vann 5-4. Luis Suárez skoraði sigurspyrnuna eftir að markmaðurinn Rocco Ríos Novo hafði varið þriðju spyrnu Club Nexaca. Deildabikarinn er keppni milli liða í MLS deild Bandaríkjanna og Liga MX deildarinnar í Mexíkó. Átján efstu lið hvorrar deildar taka þátt. Liðin spila þrjá leiki við andstæðing frá hinu landinu og reyna að safna eins mörgum stigum og mögulegt er. Efstu fjögur lið hvorrar deildar fara svo í átta liða úrslit og spila þar til meistari er krýndur í úrslitaleik. Inter Miami er í öðru sæti bandarísku deildarinnar eftir að hafa spilað tvo leiki en fjölmörg lið geta tekið fram úr í kvöld. Þriðji leikur Inter Miami er svo á miðvikudagskvöld en óvíst er hvort Messi nái honum. „Alvarleiki meiðslanna á eftir að koma í ljós en líklega er eitthvað að. Kannski ekki mjög alvarlegt því hann fann ekki fyrir miklum sársauka, en óþægindum engu að síður“ sagði þjálfari Inter Miami, Javier Mascherano. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim Sjá meira
Messi lenti í samstuði við Raúl Sánchez og Alexis Pena þegar hann reyndi að rekja boltann inn í vítateig andstæðinganna. Hann kútveltist til jarðar og sló fast í grasið af miklum pirringi. Messi reyndi að hrista meiðslin af sér næstu tvær mínúturnar en bað svo um aðhlynningu og var á endanum tekinn af velli. Hann hefur glímt við mikil meiðsli í lærvöðvanum undanfarin tvö ár. Bæði lið litu rautt spjald og leikurinn endaði með 2-2 jafntefli eftir jöfnunarmark Jordi Alba á lokamínútunum. It's 10 vs. 10 again! 🟨🟨🟥 Falta de 'Chicote' Calderón sobre Suárez, second yellow card y se va expulsado el jugador de Necaxa#LeaguesCup2025 pic.twitter.com/Dn4EFrQ6jw— Leagues Cup (@LeaguesCup) August 3, 2025 GOAAAAALLL! ⚽️ Jordi Alba en la compensación y de cabeza empata para @InterMiamiCF #LeaguesCup2025 pic.twitter.com/V168rz2HDb— Leagues Cup (@LeaguesCup) August 3, 2025 Farið var í vítaspyrnukeppni, sem Inter Miami vann 5-4. Luis Suárez skoraði sigurspyrnuna eftir að markmaðurinn Rocco Ríos Novo hafði varið þriðju spyrnu Club Nexaca. Deildabikarinn er keppni milli liða í MLS deild Bandaríkjanna og Liga MX deildarinnar í Mexíkó. Átján efstu lið hvorrar deildar taka þátt. Liðin spila þrjá leiki við andstæðing frá hinu landinu og reyna að safna eins mörgum stigum og mögulegt er. Efstu fjögur lið hvorrar deildar fara svo í átta liða úrslit og spila þar til meistari er krýndur í úrslitaleik. Inter Miami er í öðru sæti bandarísku deildarinnar eftir að hafa spilað tvo leiki en fjölmörg lið geta tekið fram úr í kvöld. Þriðji leikur Inter Miami er svo á miðvikudagskvöld en óvíst er hvort Messi nái honum. „Alvarleiki meiðslanna á eftir að koma í ljós en líklega er eitthvað að. Kannski ekki mjög alvarlegt því hann fann ekki fyrir miklum sársauka, en óþægindum engu að síður“ sagði þjálfari Inter Miami, Javier Mascherano.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim Sjá meira