Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. ágúst 2025 20:03 Keppnin fór fram í stórum drullupolli á Flúðum og var einstaklega skemmtileg og spennandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir voru ekkert að slaka á eða gefast upp ökumenn átta dráttarvéla, sem tóku þátt í traktorstorfæru á Flúðum um helgina í risa drullupolli. Margir þeirra fóru á bólakaf við aksturinn á meðan það drapst á vélunum hjá öðrum. Torfæran fór fram í gær þar sem ökumenn dráttarvélanna óku ákveðna braut á tíma í drullupollinum. Sumum gekk mjög vel á meðan aðrir lentu í vandræðum þegar það drapst á vélunum eða þegar þær spóluðu bara út í eitt. Traktorstorfæran er alltaf með vinsælustu viðburðum um verslunarmannahelgina á Flúðum. Traktorstorfæran tókst einstaklega vel enda var hún mjög spennandi og vel skipuögð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ótrúlegur viðburður þar sem vitleysingar úr sveitinni og reyndar af öllu landinu koma hérna saman á gömlum dráttarvélum og keppa í drullupolli og þetta hefur alveg gríðarlegt aðdráttarafl,” segir Bergsveinn Theodórsson, skipuleggjandi „Flúðir um versló”. Tobias Már Ölvisson var einn af keppendunum en hann býr á bænum Grafarbakka í Hrunamannahreppi. Hvað er skemmtilegast við þetta? „Það er bara gamanið, það er einhvern vegin bara vesenið í kringum þetta og þetta reddast,” segir Tobias. Tobias Már Ölvisson keppandi frá Grafarbakka við Flúðir, sem stóð sig vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvor gerðin af dráttarvélum er betri, Massey Ferguson eða Zetor? „Það er Zetor alla leið,” segir hann hlæjandi. Og það var fallegt að sjá eina dráttarvélina merkta „Fyrir Víglund“, sem keppti til minningar og heiðurs um Víglund Þorsteinsson, 10 ára strák úr sveitinni, sem lést af slysförum í vor. Þetta er fallega gert hjá ykkur. „Takk fyrir það. Það var reynt að leggja mikið upp úr útliti vélarinnar enda hafði Víglundur mikinn áhuga á dráttarvélum og þessi vél er í „Jondy“ litunum en það var hann uppáhalds traktor,“ segir Benedikt Óskar Ásgeirsson frá Miðfelli við Flúðir, sem ók vélinni. Feðgarnir Siggeir Sölvi og Benedikt Óskar Ásgeirsson frá Miðfelli við Flúðir, sem voru allt í öllu á traktorstorfærunni í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dráttarvélarnar til heiðurs og minningar um Víglund Þorsteinsson, 10 ára strák úr sveitinni, sem lést af slysförum í vor.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Verslunarmannahelgin Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
Torfæran fór fram í gær þar sem ökumenn dráttarvélanna óku ákveðna braut á tíma í drullupollinum. Sumum gekk mjög vel á meðan aðrir lentu í vandræðum þegar það drapst á vélunum eða þegar þær spóluðu bara út í eitt. Traktorstorfæran er alltaf með vinsælustu viðburðum um verslunarmannahelgina á Flúðum. Traktorstorfæran tókst einstaklega vel enda var hún mjög spennandi og vel skipuögð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ótrúlegur viðburður þar sem vitleysingar úr sveitinni og reyndar af öllu landinu koma hérna saman á gömlum dráttarvélum og keppa í drullupolli og þetta hefur alveg gríðarlegt aðdráttarafl,” segir Bergsveinn Theodórsson, skipuleggjandi „Flúðir um versló”. Tobias Már Ölvisson var einn af keppendunum en hann býr á bænum Grafarbakka í Hrunamannahreppi. Hvað er skemmtilegast við þetta? „Það er bara gamanið, það er einhvern vegin bara vesenið í kringum þetta og þetta reddast,” segir Tobias. Tobias Már Ölvisson keppandi frá Grafarbakka við Flúðir, sem stóð sig vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvor gerðin af dráttarvélum er betri, Massey Ferguson eða Zetor? „Það er Zetor alla leið,” segir hann hlæjandi. Og það var fallegt að sjá eina dráttarvélina merkta „Fyrir Víglund“, sem keppti til minningar og heiðurs um Víglund Þorsteinsson, 10 ára strák úr sveitinni, sem lést af slysförum í vor. Þetta er fallega gert hjá ykkur. „Takk fyrir það. Það var reynt að leggja mikið upp úr útliti vélarinnar enda hafði Víglundur mikinn áhuga á dráttarvélum og þessi vél er í „Jondy“ litunum en það var hann uppáhalds traktor,“ segir Benedikt Óskar Ásgeirsson frá Miðfelli við Flúðir, sem ók vélinni. Feðgarnir Siggeir Sölvi og Benedikt Óskar Ásgeirsson frá Miðfelli við Flúðir, sem voru allt í öllu á traktorstorfærunni í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dráttarvélarnar til heiðurs og minningar um Víglund Þorsteinsson, 10 ára strák úr sveitinni, sem lést af slysförum í vor.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Verslunarmannahelgin Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira