Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Agnar Már Másson skrifar 3. ágúst 2025 22:04 Netþrjótar hafa að undanförnu sent íslenskum símaeigendum skilaboð þar sem þeir þykjast vera barn viðkomandi og biðja hann um að hafa samband vð sig í gegnum WhatsApp. Getty „Hæ mamma, þetta er nýja númer mitt. Sendu mér skilaboð á WhatsApp.“ Svo hljóða svikaskilaboð sem fjöldi Íslendinga hefur fengið frá netþrjótum síðustu daga. Erlendir þrjótar eru að nýta sér íslensk símanúmer frá íslenskum fjarskiptafyrirtækjum til að herja á fórnarlömb, segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, fostöðumaður netöryggissveitarinnar Cert-Is. Guðmundur biðlar til fólks að fylgja ekki fyrirmælum netþrjótsins, sem þykist vera barn móttakandans. Þá segir hann að fjarskiptafélög verði að hætta viðskiptum við þessa erlendu aðila. Fréttastofu hefur borist fjöldi ábendinga um skilaboð af þessu tagi, stundum að því er virðist frá sama númerinu. Svo reyndist blaðamaður sjálfur fá slíka sendingu í pósthólfið. Það kom blaðamanni í opna skjöldu að hann væri móðir einhvers. Skilaboðin reyndust vera frá svikörum.Skjáskot Heilagi sannleikurinn ekki í SMS „Þeir eru bara að reyna að fá þig til að halda að þú sért að tala við fólk sem er þér nákomið. Svo reyna þeir að fá fólk til að auðkenna sig inn á þjónustur til að komast yfir gögn eða langoftast peninga og fjármagn,“ bætir Guðmundur við. Hann segir að fólk verði að sýna „heilbrigða tortryggni“ þegar það fær grunsamleg skilaboð. Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS.Vísir/Arnar „Ef það er eitthvað sem örlítið er á gráu svæði, eða eins og núna þar sem fólk þykist vera komið með nýtt númer, þá á maður bara að taka upp símann og hringja í viðkomandi og fá það á hreint hvort þetta sé sannarlega það sem verið var að reyna,“ segir Guðmundur enn fremur. „Aldrei ganga út frá því að taka textaskilaboðum sem heilögum sannleik.“ Finna númerin ýmist í gagnalekum eða á opinberum síðum Hann segir að það sé allur gangur á því hvernig netþrjótar komist í símanúmer fólks. Yfirleitt gerist það í gegnum gagnaleka en einnig gangi símaskrár manna á milli á „dark web“, sum sé í myrkustu hornum netheima. En oft eru símanúmer líka opinber. „Stundum er bara verið að nýta sér símanúmer sem eru opin á Internetinu. Stundum er þetta skráð á heimasíðum, eða bara já.is.“ Netglæpir Símanotkun barna Fjarskipti Tækni Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Svo hljóða svikaskilaboð sem fjöldi Íslendinga hefur fengið frá netþrjótum síðustu daga. Erlendir þrjótar eru að nýta sér íslensk símanúmer frá íslenskum fjarskiptafyrirtækjum til að herja á fórnarlömb, segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, fostöðumaður netöryggissveitarinnar Cert-Is. Guðmundur biðlar til fólks að fylgja ekki fyrirmælum netþrjótsins, sem þykist vera barn móttakandans. Þá segir hann að fjarskiptafélög verði að hætta viðskiptum við þessa erlendu aðila. Fréttastofu hefur borist fjöldi ábendinga um skilaboð af þessu tagi, stundum að því er virðist frá sama númerinu. Svo reyndist blaðamaður sjálfur fá slíka sendingu í pósthólfið. Það kom blaðamanni í opna skjöldu að hann væri móðir einhvers. Skilaboðin reyndust vera frá svikörum.Skjáskot Heilagi sannleikurinn ekki í SMS „Þeir eru bara að reyna að fá þig til að halda að þú sért að tala við fólk sem er þér nákomið. Svo reyna þeir að fá fólk til að auðkenna sig inn á þjónustur til að komast yfir gögn eða langoftast peninga og fjármagn,“ bætir Guðmundur við. Hann segir að fólk verði að sýna „heilbrigða tortryggni“ þegar það fær grunsamleg skilaboð. Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS.Vísir/Arnar „Ef það er eitthvað sem örlítið er á gráu svæði, eða eins og núna þar sem fólk þykist vera komið með nýtt númer, þá á maður bara að taka upp símann og hringja í viðkomandi og fá það á hreint hvort þetta sé sannarlega það sem verið var að reyna,“ segir Guðmundur enn fremur. „Aldrei ganga út frá því að taka textaskilaboðum sem heilögum sannleik.“ Finna númerin ýmist í gagnalekum eða á opinberum síðum Hann segir að það sé allur gangur á því hvernig netþrjótar komist í símanúmer fólks. Yfirleitt gerist það í gegnum gagnaleka en einnig gangi símaskrár manna á milli á „dark web“, sum sé í myrkustu hornum netheima. En oft eru símanúmer líka opinber. „Stundum er bara verið að nýta sér símanúmer sem eru opin á Internetinu. Stundum er þetta skráð á heimasíðum, eða bara já.is.“
Netglæpir Símanotkun barna Fjarskipti Tækni Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira