Körfubolti

Sig­tryggur Arnar í mjög fá­mennan hóp í sögu lands­liðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigtryggur Arnar Björnsson raðaði niður þriggja stiga körfum.
Sigtryggur Arnar Björnsson raðaði niður þriggja stiga körfum. Vísir/Bára

Sigtryggur Arnar Björnsson var sjóðandi heitur í naumu tapi á móti Pólverjum á æfingamóti íslenska karlalandsliðsins í körfubolta um helgina.

Sigtryggur Arnar skoraði átta þriggja stiga körfur og alls 25 stig í leiknum.

Arnar spilaði aðeins í tæpar 26 mínútur og hitti úr átta af tíu þriggja stiga skotum sínum í leiknum.

Hann reyndi bara eitt tveggja stiga skot allan leikinn en gaf fjórar stoðsendingar á félaga sína.

Sigtryggur Arnar hafði mest áður skorað 20 stig og fjórar þriggja stiga körfur í einum landsleik en setti nýtt persónulegt met.

Arnar komst líka í mjög fámennan hóp í sögu íslenska landsliðsins.

Aðeins þrír aðrir leikmenn hafa skorað átta þrista í einum og sama landsleiknum.

Herbert Arnarson (10) á metið og er líka sá eini sem hefur gert slíkt tvisvar sinnum. Hinir eru Guðjón Skúlason (9) og Helgi Jónas Guðfinnsson (8).

Aðeins tveir til viðbótar hafa náð að skora sjö þrista í einum leik en það eru Teitur Örlygsson, Magnús Þór Gunnarsson. Sigtryggur Arnar komst upp fyrir þá.

  • Flestar þriggja stiga körfur í einum landsleik:
  • 10 - Herbert Arnarson 4. júní 1997 á móti Andorra
  • 9 - Guðjón Skúlason 26. júní 1993 á móti Litháen
  • 9 - Herbert Arnarson 1. júní 2001 á móti San Marínó
  • 8 - Helgi Jónas Guðfinnsson 7. ágúst 1996 á móti Lettlandi
  • 8 - Sigtryggur Arnar Björnsson 3. ágúst 2025 á móti Póllandi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×