Fótbolti

Marka­laust í bar­áttunni um brúna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arnór Sigurðsson og félagar í Malmö.
Arnór Sigurðsson og félagar í Malmö. vísir/getty

Það var mikil stemning í Malmö í kvöld er heimamenn tóku á móti FCK í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Menn voru þó ekki á markaskónum og leiknum lyktaði með markalausu jafntefli.

Þarna voru að mætast tvö stærstu lið Skandinavíu og nágrannar. Stemningin á vellinum var eftir því en það skilaði samt ekki mörkum.

Þetta var fyrri leikur liðanna og þau mætast aftur í Kaupmannahöfn eftir viku.

Arnór Sigurðsson og Daníel Tristan Guðjohnsen sátu á bekknum og Rúnar Alex Rúnarsson var á bekknum hjá FCK.

Arnór spilaði síðasta stundarfjórðung leiksins en náði ekki að skora frekar en aðrir á vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×