Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. ágúst 2025 20:13 Íris Guðnadóttir Landeigandi við Reynisfjöru bindur vonir við nýjar öryggisreglur við Reynisfjöru. Vísir/Lýður Valberg Hættulegasta svæðinu í Reynisfjöru verður lokað með hliði þegar aðstæður eru slæmar og rautt varúðarljós mun blikka oftar en áður til að auka öryggi gesta á svæðinu. Landeigandi og björgunarsveitarkona á svæðinu útilokar ekki að gripið verði til frekari öryggisráðstafana við fjöruna í framtíðinni. Ákveðið var að breyta öryggisreglum við Reynisfjöru á fundi landeigenda og viðbragðsaðila í dag. Um helgina lést níu ára þýsk stúlka sem var í fjörunni en fór út á haf út. Faðir hennar og systir sem einnig lentu í sjónum komust aftur í land en stúlkan sem lést fannst um tveimur klukkustundum eftir að hún hafnaði í sjónum. Banaslysið er það sjötta í fjörunni á þessari öld. Stofna öryggishóp Íris Guðnadóttir landeigandi við Reynisfjöru segir landeigendur og viðbragðsaðila á fundinum hafa verið sammála um að ráðstafanirnar væru rétt skref að svo stöddu. Þá hafi verið stofnaður öryggishópur sem muni hittast reglulega og fara yfir stöðu öryggismála á svæðinu. „Alveg eins og Reynisfjara er síbreytileg þá eru aðstæður síbreytilegar og við erum alltaf að læra og það getur vel verið að við ákveðum að grípa til frekari ráðstafana.“ En í hverju felast breytingarnar? „Hættustuðullinn í ölduspárkerfinu verður minnkaður þannig að það ætti að koma oftar eða fyrr rautt ljós. Svo verður þetta þannig að leiðbeiningar verða einfaldaðar þannig að við verðum með eitt rautt svæði og þegar rauða ljósið kemur verður það við þær aðstæður að hættustuðull er þess eðlis. Og ef sjórinn nær að stuðlaberginu, þá erum við komin yfir á rautt og þá munum við setja lokun á útsýnispallinn sem er í fjörukambinum. Þá er fólki ekki heimilt að fara niður að stuðlaberginu heldur má það vera á útsýnispallinum eða ganga vestur með fjörunni án þess að fara niður í flæðarmál,“ segir Íris. Haldið þið að hlið dugi til að halda fólki frá svæðinu? „Það mun alla vega vonandi hjálpa heilmikið. Þarna verður alveg skýrt að ef þú ferð hérna inn á þetta rauða svæði ertu á eigin ábyrgð og það er mikil hætta. Þarna erum við komin með þrefalda viðvörun, það er lokunarhlið sem þú þarft bókstaflega að klofa yfir, það er rautt blikkandi ljós og svo verða upplýsingar um rautt svæði sem er hættusvæði.“ Íris segir undanfarna daga hafa reynst landeigendum erfiðir. „Við erum í björgunarsveitunum og erum oft fyrst á staðinn. Þetta er náttúrlega hræðilegt að horfa upp á. Við tökum utan um aðstandendur og þá sem verða vitni að þessu. Þannig að þetta er hræðilegt slys, hugur okkar er hjá þessari fjölskyldu og þetta hafa verið mjög erfiðir dagar.“ Reynisfjara Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Jarða- og lóðamál Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Ákveðið var að breyta öryggisreglum við Reynisfjöru á fundi landeigenda og viðbragðsaðila í dag. Um helgina lést níu ára þýsk stúlka sem var í fjörunni en fór út á haf út. Faðir hennar og systir sem einnig lentu í sjónum komust aftur í land en stúlkan sem lést fannst um tveimur klukkustundum eftir að hún hafnaði í sjónum. Banaslysið er það sjötta í fjörunni á þessari öld. Stofna öryggishóp Íris Guðnadóttir landeigandi við Reynisfjöru segir landeigendur og viðbragðsaðila á fundinum hafa verið sammála um að ráðstafanirnar væru rétt skref að svo stöddu. Þá hafi verið stofnaður öryggishópur sem muni hittast reglulega og fara yfir stöðu öryggismála á svæðinu. „Alveg eins og Reynisfjara er síbreytileg þá eru aðstæður síbreytilegar og við erum alltaf að læra og það getur vel verið að við ákveðum að grípa til frekari ráðstafana.“ En í hverju felast breytingarnar? „Hættustuðullinn í ölduspárkerfinu verður minnkaður þannig að það ætti að koma oftar eða fyrr rautt ljós. Svo verður þetta þannig að leiðbeiningar verða einfaldaðar þannig að við verðum með eitt rautt svæði og þegar rauða ljósið kemur verður það við þær aðstæður að hættustuðull er þess eðlis. Og ef sjórinn nær að stuðlaberginu, þá erum við komin yfir á rautt og þá munum við setja lokun á útsýnispallinn sem er í fjörukambinum. Þá er fólki ekki heimilt að fara niður að stuðlaberginu heldur má það vera á útsýnispallinum eða ganga vestur með fjörunni án þess að fara niður í flæðarmál,“ segir Íris. Haldið þið að hlið dugi til að halda fólki frá svæðinu? „Það mun alla vega vonandi hjálpa heilmikið. Þarna verður alveg skýrt að ef þú ferð hérna inn á þetta rauða svæði ertu á eigin ábyrgð og það er mikil hætta. Þarna erum við komin með þrefalda viðvörun, það er lokunarhlið sem þú þarft bókstaflega að klofa yfir, það er rautt blikkandi ljós og svo verða upplýsingar um rautt svæði sem er hættusvæði.“ Íris segir undanfarna daga hafa reynst landeigendum erfiðir. „Við erum í björgunarsveitunum og erum oft fyrst á staðinn. Þetta er náttúrlega hræðilegt að horfa upp á. Við tökum utan um aðstandendur og þá sem verða vitni að þessu. Þannig að þetta er hræðilegt slys, hugur okkar er hjá þessari fjölskyldu og þetta hafa verið mjög erfiðir dagar.“
Reynisfjara Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Jarða- og lóðamál Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira