Erlent

Dánar­or­sök Ozzy Osbourne ljós

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Osbourne féll frá í síðasta mánuði.
Osbourne féll frá í síðasta mánuði. EPA

Breska rokkstjarnan Ozzy Osbourne fékk hjartaáfall þann 22. júlí sem dró hann til dauða. Hann hafði glímt við kransæðasjúkdóm og Parkinsonsjúkdóminn um árabil.

Frá þessu greinir bandaríski fréttamiðillinn New York Times, sem hefur dánarvottorð tónlistarmannsins undir höndum. Þar segir að hjartaáfall, brátt hjartadrep auk kransæðasjúkdómsins og Parkinsonsjúkdómsins hafi dregið hann til dauða. 

Osbourne var 76 ára þegar hann lést í faðmi fjölskyldu sinnar í Bretlandi í síðasta mánuði. 

Tugþúsundir komu saman í síðustu viku til að votta rokkaranum virðingu og fjölskyldu hans samúð í Birmingham í Bretlandi, á æskuslóðum Osbourne. Útför hans fór fram í kyrrþey daginn eftir.

Osbourne var hvað þekktastur sem aðalsprautan í þungarokkhljómsveitinni Black Sabbath. Sveitin var stofnuð árið 1968 og var Osbourne söngvari hennar frá stofnun til ársins 1979. Hann hlaut viðurnefnið myrkraprinsinn á rokkferli sínum. 

Blaðamaður Vísis tók saman feril Osbourne og þrettán bestu lög hans á dögunum, sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Ozzy Osbourne allur

Breska rokkstjarnan Ozzy Osbourne er látinn 76 ára að aldri. Fjölskylda hans greinir frá þessu. Áhrif hans á rokksöguna voru mikil, og hlaut hann viðurnefnið myrkraprinsinn.

Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu

Tugþúsundir komu saman á götum Birmingham í Bretlandi í dag til að votta myrkraprinsinum og rokkgoðsögninni Ozzy Osbourne virðingu sína og fylgja honum síðasta spölinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×