Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. ágúst 2025 16:46 Fyrirlesturinn átti að fara fram í sal á Þjóðminjasafninu. Vísir/Vilhelm Fyrirlestri starfsmanns við Bar-Ilan háskólann í Ísrael á Þjóðminjasafninu var aflýst um tuttugu mínútum eftir að hann átti að hefjast í dag. Hópur mótmælenda mætti á fyrirlesturinn og mótmælti því að starfsmaður við stofnun sem styðji Ísraelsher opinberlega flytti fyrirlesturinn. Ingólfur Gíslason aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands greinir frá þessu á Facebook, en hann hefur tekið virkan þátt í umræðunni um stríðsrekstur Ísraelshers. Rannsóknarstofnunin um lífeyrismál (PRICE) stóð fyrir fyrirlestri Gil S. Epstein, prófessors í hagfræði við Bar-Ilan háskólann, um gervigreind. Fyrirlesturinn var á dagskrá Þjóðminjasafnsins klukkan hálf tvö í dag. Í færslu segir Ingólfur að Bar-Ilan háskólinn styðji hernað Ísraelsríkis með fjölbreyttum hætti og að hafi lýst yfir stuðningi við hernað og landrán Ísraela gegn Palestínu, og vísar í skýrslu unna við Erasmus-háskóla í Rotterdam sér til stuðnings. Á fyrirlestrinum hafi Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við HÍ sem stóð fyrir fyrirlestrinum, komið því sjónarmiði á framfæri að fyrirlesturinn væri ópólitískur og að hann hefði rætt við prófessorinn um morguninn og verið fullvissaður um að hann starfaði ekki fyrir herinn. Samstarf við Rússa á ís en ekki við Ísrael „Prófessorinn sjálfur kom því á framfæri að hann starfaði ekki beint fyrir herinn og að seta hans í stofnunum sem tengjast honum merki ekki neitt, hann væri hér sem algerlega ópólitísk persóna og vildi ekki ræða um þjóðarmorðið, enda væri það pólitísk umræða,“ segir í færslu Ingólfs. Hann segir merkilegt að prófessorinn hafi ekki lýst yfir neins konar vanþóknun á framferði Ísraelsríkis í þann stutta tíma sem á fyrirlestrinum stóð. Þá segir Ingólfur það lýsa smekkleysi og siðferðisgjaldþroti að taka ekki þátt í akademískri sniðgöngu á Ísrael. Sem fyrr segir hafi fyrirlesturinn verið blásinn af eftir um tuttugu mínútur. Hann vekur athygli á að Háskóli Íslands hafi gefið út yfirlýsingu þess efnis að allt samstarf við háskóla og stofnanir í Rússlandi yrði sett á ís. Skólinn hafi ekki gefið sameiginlega yfirlýsingu um Ísrael. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Ingólfur Gíslason aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands greinir frá þessu á Facebook, en hann hefur tekið virkan þátt í umræðunni um stríðsrekstur Ísraelshers. Rannsóknarstofnunin um lífeyrismál (PRICE) stóð fyrir fyrirlestri Gil S. Epstein, prófessors í hagfræði við Bar-Ilan háskólann, um gervigreind. Fyrirlesturinn var á dagskrá Þjóðminjasafnsins klukkan hálf tvö í dag. Í færslu segir Ingólfur að Bar-Ilan háskólinn styðji hernað Ísraelsríkis með fjölbreyttum hætti og að hafi lýst yfir stuðningi við hernað og landrán Ísraela gegn Palestínu, og vísar í skýrslu unna við Erasmus-háskóla í Rotterdam sér til stuðnings. Á fyrirlestrinum hafi Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við HÍ sem stóð fyrir fyrirlestrinum, komið því sjónarmiði á framfæri að fyrirlesturinn væri ópólitískur og að hann hefði rætt við prófessorinn um morguninn og verið fullvissaður um að hann starfaði ekki fyrir herinn. Samstarf við Rússa á ís en ekki við Ísrael „Prófessorinn sjálfur kom því á framfæri að hann starfaði ekki beint fyrir herinn og að seta hans í stofnunum sem tengjast honum merki ekki neitt, hann væri hér sem algerlega ópólitísk persóna og vildi ekki ræða um þjóðarmorðið, enda væri það pólitísk umræða,“ segir í færslu Ingólfs. Hann segir merkilegt að prófessorinn hafi ekki lýst yfir neins konar vanþóknun á framferði Ísraelsríkis í þann stutta tíma sem á fyrirlestrinum stóð. Þá segir Ingólfur það lýsa smekkleysi og siðferðisgjaldþroti að taka ekki þátt í akademískri sniðgöngu á Ísrael. Sem fyrr segir hafi fyrirlesturinn verið blásinn af eftir um tuttugu mínútur. Hann vekur athygli á að Háskóli Íslands hafi gefið út yfirlýsingu þess efnis að allt samstarf við háskóla og stofnanir í Rússlandi yrði sett á ís. Skólinn hafi ekki gefið sameiginlega yfirlýsingu um Ísrael.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent