Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2025 16:12 Donald Trump og Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. AP/Ben Curtis Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. Til greina kemur að beita fleiri ríki tollum, kaupi þau olíu af Rússlandi. Í forsetatilskipun sem Trump um tollana sem Trump skrifaði undir í dag segist forsetinn hafa fengið upplýsingar frá embættismönnum sínum og öðrum um aðgerðir stjórnvalda í Rússlandi sem snúa að innrásinni í Úkraínu. Hafandi velt þeim upplýsingum fyrir sér segir Trump að stjórnvöld Rússlands ógni enn þjóðaröryggi Bandaríkjanna og utanríkisstefnu. Þá segir í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu að kaup Indlands á rússneskri olíu komi niður á refsiaðgerðum gegn Rússlandi og hjálpi Rússum að fjármagna stríðsrekstur þeirra í Úkraínu. Frumvarp um sambærilegar, en stífari, refsiaðgerðir gegn ríkjum sem kaupa rússneska olíu hefur lengi verið tilbúið á þingi vestanhafs, án þess þó að hafa verið sett í atkvæðagreiðslu. Sjá einnig: Mun þingið fara fram hjá Trump? Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður sem kom að því að semja áðurnefnt frumvarp, segist fagna ákvörðun Trumps. Hann segir að héðan í frá verði ekki jafn auðvelt að kaupa ódýra rússneska olíu og áður. Graham segir að haldi ríki áfram að kaupa olíu frá Rússlandi muni þau ekki lengur hafa greiðan aðgang að bandarískum mörkuðum. Ráðamenn þessara ríkja hafi sjálfum sér um að kenna. Buying cheap Russian oil is not going to be as easy as it used to be. I completely understand and applaud President @realDonaldTrump’s decision to hit India with an additional 25 percent tariff on all their products coming into the United States because India insists on… https://t.co/zSUbdYobIU— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) August 6, 2025 Indland er næst stærsti innflytjandi rússneskrar olíu í heiminum. Kína situr í fyrsta sæti i en Trump hefur sett þrjátíu prósent tolla á Kína og eiga ríkin í viðræðum. Meðal annarra kaupenda eru Tyrkir og nokkur ríki í Evrópu. Utanríkisráðuneyti Indlands hefur sent út yfirlýsingu um að nauðsynlegt sé fyrir ríkið að kaupa olíu frá Rússlandi. Orkuþörf 1,4 milljarða manna sé mikil. Því sé „óheppilegt“ að Bandaríkjamenn beiti Indverja tollum fyrir eitthvað sem þó nokkur önnur ríki heims gera. Forsvarsmenn bandarískra framleiðslufyrirtækja hafa á undanförnum mánuðum litið til Indlands og íhugað að flytja framleiðslu sína þangað, frá öðrum ríkjum sem Trump hefur beitt háum tollum, eins og Kína. Tilskipunin mun líklega hafa mikil áhrif á þær ætlanir. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps, í Moskvu í dag.AP/Gavriil Grigorov Witkoff fundaði með Pútín Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps, fundaði í dag með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Moskvu. Sá fundur stóð yfir í um þrjá tíma en lítið liggur fyrir um hvað fór fram á þeim fundi annað en að talað hafi verið um innrásina í Úkraínu og mögulegt samstarf Bandaríkjanna og Rússlands í efnahagsmálum. Tvær dagar eru þar til frestur sem Trump veitti Pútin til að semja um frið í Úkraínu rennur út. Trump hefur heitið hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi komist ekki á friður. Pútín tjáði sig nýverið um þennan afarkost Trumps og virtist gefa lítið fyrir hann. Bandaríkin Indland Donald Trump Skattar og tollar Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Til greina kemur að beita fleiri ríki tollum, kaupi þau olíu af Rússlandi. Í forsetatilskipun sem Trump um tollana sem Trump skrifaði undir í dag segist forsetinn hafa fengið upplýsingar frá embættismönnum sínum og öðrum um aðgerðir stjórnvalda í Rússlandi sem snúa að innrásinni í Úkraínu. Hafandi velt þeim upplýsingum fyrir sér segir Trump að stjórnvöld Rússlands ógni enn þjóðaröryggi Bandaríkjanna og utanríkisstefnu. Þá segir í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu að kaup Indlands á rússneskri olíu komi niður á refsiaðgerðum gegn Rússlandi og hjálpi Rússum að fjármagna stríðsrekstur þeirra í Úkraínu. Frumvarp um sambærilegar, en stífari, refsiaðgerðir gegn ríkjum sem kaupa rússneska olíu hefur lengi verið tilbúið á þingi vestanhafs, án þess þó að hafa verið sett í atkvæðagreiðslu. Sjá einnig: Mun þingið fara fram hjá Trump? Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður sem kom að því að semja áðurnefnt frumvarp, segist fagna ákvörðun Trumps. Hann segir að héðan í frá verði ekki jafn auðvelt að kaupa ódýra rússneska olíu og áður. Graham segir að haldi ríki áfram að kaupa olíu frá Rússlandi muni þau ekki lengur hafa greiðan aðgang að bandarískum mörkuðum. Ráðamenn þessara ríkja hafi sjálfum sér um að kenna. Buying cheap Russian oil is not going to be as easy as it used to be. I completely understand and applaud President @realDonaldTrump’s decision to hit India with an additional 25 percent tariff on all their products coming into the United States because India insists on… https://t.co/zSUbdYobIU— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) August 6, 2025 Indland er næst stærsti innflytjandi rússneskrar olíu í heiminum. Kína situr í fyrsta sæti i en Trump hefur sett þrjátíu prósent tolla á Kína og eiga ríkin í viðræðum. Meðal annarra kaupenda eru Tyrkir og nokkur ríki í Evrópu. Utanríkisráðuneyti Indlands hefur sent út yfirlýsingu um að nauðsynlegt sé fyrir ríkið að kaupa olíu frá Rússlandi. Orkuþörf 1,4 milljarða manna sé mikil. Því sé „óheppilegt“ að Bandaríkjamenn beiti Indverja tollum fyrir eitthvað sem þó nokkur önnur ríki heims gera. Forsvarsmenn bandarískra framleiðslufyrirtækja hafa á undanförnum mánuðum litið til Indlands og íhugað að flytja framleiðslu sína þangað, frá öðrum ríkjum sem Trump hefur beitt háum tollum, eins og Kína. Tilskipunin mun líklega hafa mikil áhrif á þær ætlanir. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps, í Moskvu í dag.AP/Gavriil Grigorov Witkoff fundaði með Pútín Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps, fundaði í dag með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Moskvu. Sá fundur stóð yfir í um þrjá tíma en lítið liggur fyrir um hvað fór fram á þeim fundi annað en að talað hafi verið um innrásina í Úkraínu og mögulegt samstarf Bandaríkjanna og Rússlands í efnahagsmálum. Tvær dagar eru þar til frestur sem Trump veitti Pútin til að semja um frið í Úkraínu rennur út. Trump hefur heitið hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi komist ekki á friður. Pútín tjáði sig nýverið um þennan afarkost Trumps og virtist gefa lítið fyrir hann.
Bandaríkin Indland Donald Trump Skattar og tollar Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira