„Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Andri Már Eggertsson skrifar 6. ágúst 2025 21:19 Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Magnús Már Einarsson var hundfúll að hafa ekki fengið öll stigin út úr leik kvöldsins gegn Vestra þar sem hans menn fengu urmul af færum en leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. „Við vorum ekki nógu grimmir inn í teig. Við komum boltanum oft inn í teig og við teiginn en hefðum átt að taka betri ákvarðanir. Vestri er besta varnarlið deildarinnar og það er hægara sagt en gert að skora á þá sérstaklega marki undir og þegar Vestri kemst yfir þá loka þeir yfirleitt leikjum,“ sagði Magnús Már í viðtali eftir leik og bætti við að stuðningurinn sem Afturelding fékk í kvöld hafi verið frábær. Vestri komst yfir í fyrri hálfleik með marki frá Jeppe Pedersen. Magnús vildi ekki skella skuldinni á Jökul Andrésson, markvörð Aftureldingar, heldur voru þetta að hans mati röð mistaka. „Við áttum að verjast betur sem lið. Það kom sending inn fyrir og við hefðum átt að loka fyrir það og það voru margir aðrir þættir sem hefðu mátt fara betur áður en Jökull lenti í einn á einn stöðu.“ Elmar Kári Enesson Cogic fékk gult spjald fyrir leikaraskap í kvöld og er á leiðinni í leikbann. Þetta var í annað skiptið á tímabilinu þar sem Elmar fær gult spjald fyrir leikaraskap og Magnús var ekki sáttur við það. „Elmar Kári fær annan heimaleikinn í röð áminningu þar sem dómarar ásaka hann um leikaraskap. Hann er kominn með óþarfa stimpil á sig og ég held að mögulega 2-3 leikmenn í deildinni geta dripplað á sama hraða og hann. Það þarf litla snertingu til þess að detta og ekkert mál að dæma ekki brot það gerist. Þetta var ekki einu sinni inn í teig og það á bara að halda áfram með leikinn.“ „Ég mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann og fá smá snertingu og sjá hvað gerist.“ Magnús staðfesti að það hafi komið tilboð í Hrannar Snæ Magnússon, leikmann Aftureldingar, frá Val og KA en Hrannar er þó ekki til sölu. „Ég get staðfest að það komu tilboð frá bæði Val og KA sem við neituðum. Hrannar er sáttur hérna og hann hefur staðið sig frábærlega frá því hann kom til okkar og hann hefur bætt sig þvílíkt mikið. „Við viljum hafa umhverfið hérna þannig að hann þurfi ekki að leita í önnur íslensk félög og höfum unnið í því undanfarin ár. Ef hann ætlar að fara eitthvað annað í framtíðinni þá á hann að horfa utan landsteinana.“ Er möguleiki á að hann fari áður en félagaglugginn lokar? „Nei það held ég ekki. Það er ekki í kortunum og við höfnuðum þessum tilboðum.“ Besta deild karla Afturelding Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
„Við vorum ekki nógu grimmir inn í teig. Við komum boltanum oft inn í teig og við teiginn en hefðum átt að taka betri ákvarðanir. Vestri er besta varnarlið deildarinnar og það er hægara sagt en gert að skora á þá sérstaklega marki undir og þegar Vestri kemst yfir þá loka þeir yfirleitt leikjum,“ sagði Magnús Már í viðtali eftir leik og bætti við að stuðningurinn sem Afturelding fékk í kvöld hafi verið frábær. Vestri komst yfir í fyrri hálfleik með marki frá Jeppe Pedersen. Magnús vildi ekki skella skuldinni á Jökul Andrésson, markvörð Aftureldingar, heldur voru þetta að hans mati röð mistaka. „Við áttum að verjast betur sem lið. Það kom sending inn fyrir og við hefðum átt að loka fyrir það og það voru margir aðrir þættir sem hefðu mátt fara betur áður en Jökull lenti í einn á einn stöðu.“ Elmar Kári Enesson Cogic fékk gult spjald fyrir leikaraskap í kvöld og er á leiðinni í leikbann. Þetta var í annað skiptið á tímabilinu þar sem Elmar fær gult spjald fyrir leikaraskap og Magnús var ekki sáttur við það. „Elmar Kári fær annan heimaleikinn í röð áminningu þar sem dómarar ásaka hann um leikaraskap. Hann er kominn með óþarfa stimpil á sig og ég held að mögulega 2-3 leikmenn í deildinni geta dripplað á sama hraða og hann. Það þarf litla snertingu til þess að detta og ekkert mál að dæma ekki brot það gerist. Þetta var ekki einu sinni inn í teig og það á bara að halda áfram með leikinn.“ „Ég mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann og fá smá snertingu og sjá hvað gerist.“ Magnús staðfesti að það hafi komið tilboð í Hrannar Snæ Magnússon, leikmann Aftureldingar, frá Val og KA en Hrannar er þó ekki til sölu. „Ég get staðfest að það komu tilboð frá bæði Val og KA sem við neituðum. Hrannar er sáttur hérna og hann hefur staðið sig frábærlega frá því hann kom til okkar og hann hefur bætt sig þvílíkt mikið. „Við viljum hafa umhverfið hérna þannig að hann þurfi ekki að leita í önnur íslensk félög og höfum unnið í því undanfarin ár. Ef hann ætlar að fara eitthvað annað í framtíðinni þá á hann að horfa utan landsteinana.“ Er möguleiki á að hann fari áður en félagaglugginn lokar? „Nei það held ég ekki. Það er ekki í kortunum og við höfnuðum þessum tilboðum.“
Besta deild karla Afturelding Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira