Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2025 22:04 Sigmar segir sér hafa hætt að lítast á blikuna. Vísir/Vilhelm Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður lýsti langvarandi áreitni og umsáturseinelti af hálfu konu í hlaðvarpi sínu á dögunum. Hann segir eltihrelli hafa ofsótt hann undanfarin þrjú ár, setið um hann í bílakjöllurum, bankað upp á heima hjá honum og áreitt kærustu hans og vini. Sigmar ræddi áreitið í Reykjavík síðdegis í dag en hann upplifir sig hálfráðalausan frammi fyrir áreitinu. Það sé hálfvandræðalegt fyrir karlmann að kveinka sér undan því að kona sem hann hefur talsverða líkamlega yfirburði yfir áreiti hann en einhvers staðar verði að staðar nema og segja: nú er nóg komið. Hætt að lítast á blikuna Hann segist aldrei hafa upplifað það áður að honum sé hætt að lítast á blikuna í slíkum aðstæðum. „Maður veit ekkert í hvaða sálræna hugarástandi viðkomandi er, hvers viðkomandi grípur til næst,“ segir Sigmar. Umrædd kona segist Sigmar hafa kynnst þegar fyrirtæki í hans eigu átti í viðskiptum við fyrirtæki sem hún starfaði hjá. Þar af leiðandi vann þessi kona óbeint fyrir Sigmar en hann undirstrikar að hann hafi ekki átt í neinum beinum samskiptum við hana. Hafi þau verið einhver hafi þau verið vinnutengd og í mýflugumynd. „Þetta lýsir sér þannig að hún vill meina að við tengjumst á kynferðislegan hátt einhvers staðar uppi í stjörnuhvolfinu. Það er einhvern veginn það sem hún gengur um með í maganum,“ segir hann. Áreitið birtist á ýmsan hátt. Sigmar segir eltihrellinn hafa áreitt sig, kærustu sína og vini á netinu, bankað upp á heima hjá sér og í einu sérstaklega óhugnanlegu tilfelli setið um hann í bílakjallaranum þegar hann kom úr útvarpsviðtali á Bylgjunni. Síðast hafi hún látið á sér kræla fyrir rúmri viku síðan eftir um tíu mánaða hlé. Hálfvandræðalegt að leita sér aðstoðar Sigmar segist hvergi hafa leitað sér aðstoðar þó margir hafi bent honum á að hegðun konunnar sé óásættanleg. Hann segir það hafa hvarflað að sér að hringja í neyðarlínuna eða farið í Bjarkarhlíð. „Og þá kom upp þessi hugmynd: „er ég hérna 115 kílóa maðurinn að fara að rölta inn í Bjarkarhlíð til að kveinka mér undan konu sem ég líkamlega hef yfirburði yfir en er samt að valda mér þessum óþægindum?“ Ég veit ekki. Mér finnst þetta svo skrítið,“ segir hann. „Manni finnst þetta einhvern veginn vandræðalegt,“ bætir hann við. Sigmar segist hafa beðið umrædda konu margítrekað um að láta hann vera en að hún taki ekki sönsum. „Þetta hefur skapað óþægindi og svo fer maður að hugsa hvað ef þetta stækkar. Er ég að gera mér óleik með því að ræða þetta við ykkur núna? Kannski voru það algjör mistök að láta þetta flakka í hlaðvarpinu,“ segir Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður. Stafrænt ofbeldi Lögreglumál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
Sigmar ræddi áreitið í Reykjavík síðdegis í dag en hann upplifir sig hálfráðalausan frammi fyrir áreitinu. Það sé hálfvandræðalegt fyrir karlmann að kveinka sér undan því að kona sem hann hefur talsverða líkamlega yfirburði yfir áreiti hann en einhvers staðar verði að staðar nema og segja: nú er nóg komið. Hætt að lítast á blikuna Hann segist aldrei hafa upplifað það áður að honum sé hætt að lítast á blikuna í slíkum aðstæðum. „Maður veit ekkert í hvaða sálræna hugarástandi viðkomandi er, hvers viðkomandi grípur til næst,“ segir Sigmar. Umrædd kona segist Sigmar hafa kynnst þegar fyrirtæki í hans eigu átti í viðskiptum við fyrirtæki sem hún starfaði hjá. Þar af leiðandi vann þessi kona óbeint fyrir Sigmar en hann undirstrikar að hann hafi ekki átt í neinum beinum samskiptum við hana. Hafi þau verið einhver hafi þau verið vinnutengd og í mýflugumynd. „Þetta lýsir sér þannig að hún vill meina að við tengjumst á kynferðislegan hátt einhvers staðar uppi í stjörnuhvolfinu. Það er einhvern veginn það sem hún gengur um með í maganum,“ segir hann. Áreitið birtist á ýmsan hátt. Sigmar segir eltihrellinn hafa áreitt sig, kærustu sína og vini á netinu, bankað upp á heima hjá sér og í einu sérstaklega óhugnanlegu tilfelli setið um hann í bílakjallaranum þegar hann kom úr útvarpsviðtali á Bylgjunni. Síðast hafi hún látið á sér kræla fyrir rúmri viku síðan eftir um tíu mánaða hlé. Hálfvandræðalegt að leita sér aðstoðar Sigmar segist hvergi hafa leitað sér aðstoðar þó margir hafi bent honum á að hegðun konunnar sé óásættanleg. Hann segir það hafa hvarflað að sér að hringja í neyðarlínuna eða farið í Bjarkarhlíð. „Og þá kom upp þessi hugmynd: „er ég hérna 115 kílóa maðurinn að fara að rölta inn í Bjarkarhlíð til að kveinka mér undan konu sem ég líkamlega hef yfirburði yfir en er samt að valda mér þessum óþægindum?“ Ég veit ekki. Mér finnst þetta svo skrítið,“ segir hann. „Manni finnst þetta einhvern veginn vandræðalegt,“ bætir hann við. Sigmar segist hafa beðið umrædda konu margítrekað um að láta hann vera en að hún taki ekki sönsum. „Þetta hefur skapað óþægindi og svo fer maður að hugsa hvað ef þetta stækkar. Er ég að gera mér óleik með því að ræða þetta við ykkur núna? Kannski voru það algjör mistök að láta þetta flakka í hlaðvarpinu,“ segir Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður.
Stafrænt ofbeldi Lögreglumál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira