„Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar 7. ágúst 2025 08:00 Fyrir skömmu ók ég að uppáhalds fjörunni minni sem staðsett er á Álftanesi. Lagði bílnum og sá öðrum bíl var lagt rétt hjá. Ég fékk ónotatilfinningu. Tilfinningu sem ég þekki of vel og er orðin hundleið á. Ég yfirgaf þó bílinn minn því ég hafði ákveðið að ganga þessa fjöru fram og til baka þann dag. Ég vil stunda útivist og daglega og fjölbreytta hreyfingu. Helst einsömul. Þegar ég hafði gengið að öðrum enda fjörunnar sá ég hávaxinn og þrekvaxinn mann standa kyrran álengdar og ég hugsaði strax hvað ég ætti að gera ef hann yrði óþægilegur. Við værum jú aðeins tvö hérna á svæðinu. Ég gæti alltaf tekið upp símann og hringt - eða þóst tala í hann. Og ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum; vopnið mitt, ef illa færi. Umræddur maður ógnaði mér aldrei - eins og langflestir menn sem ég mæti ein á almannafæri. Vandinn er bara að ég veit ekki hver er líklegur og hver ekki. Þeir eru einfaldlega of margir sem því miður þarf að óttast og þess vegna fá svo margar konur þessa óttablöndnu tilfinningu. Fyrir rúmum fjórum árum skrifaði ég grein á Vísi um svipaða upplifun. Hún heitir Sameiginlegur ótti kynslóða - Vísir) Ofbeldi og áfallastreita Tilfinningin og ástandið sem ég lýsi í báðum greinum nefnist áfallastreita/áfallastreituröskun og hefur minnst með innsæi eða dómgreind að gera, heldur taugakerfið - sem eru heilinn og taugarnar. Þessa tilfinningu þekkja a.m.k. ein af hverjum fjórum konum á Íslandi, konum sem hafa upplifað alvarlegt ofbeldi. Samt segir tölfræðin okkur að langflestar konur eru beittar ofbeldi í nánum samböndum - inni á eigin heimili eða á stað þar sem þær ættu að vera öruggar. Gerendur eru þá langoftast makar, fyrrum makar, vinir, vinnufélagar, frændur, feður eða bræður. Hugtakið ofbeldi er fyrir löngu þekkt. Töluvert minni þekking er hins vegar á afleiðingum ofbeldis. Og sérstaklega afleiðingum sem sjást ekki endilega utan á þolendum og því gjarnan lítið gert úr. Ég hef margoft hugsað til yfirgripsmikillar vanþekkingar meðal almennings á afleiðingum ofbeldis þegar ég les fréttir, dóma og umræðu í ummælakerfum. Ef gerandi er þekktur, virtur eða dáður eru þolendur eru gjarnan rengdir, þeim úthúðað eða hvött til að sleppa því að kæra. Helst fyrirgefa og “gleyma”. Hins vegar er (meintum) gerendum trúað eða þeir ýmist sýknaðir eða fá skilorðsbundna dóma, það er að segja í þeim örfáu tilfellum sem ákært er. Sönnunarbyrðin liggur hjá þolendum í gríðarlega erfiðri stöðu. Gerendur einfaldlega neita alltaf sök - og það endar gjarnan sem fyrirsögn í fréttum þó að það að einhver neiti sök sé í raun enginn fréttapunktur. Djúp og margvísleg áhrif Ofbeldi getur haft margvísleg áhrif á líkamlega heilsu. Þau er stundum sýnileg en geta einnig falist í langvarandi heilsufarsvandamálum. Í verstu tilfellum leiðir ofbeldið til dauða, þ.e.a.s. morðs eða sjálfvígs. Sálræn og andleg áhrif geta verið kvíði og þunglyndi, áfallastreitutöskun (PTSD), lág sjálfsmynd og sjálfsgagnrýni, sjálfsskaði og sjálfsvígshugsanir, svefntruflanir og martraðir, félagsleg einangrun og vantraust. Þekktar félagslegar afeiðingar eru rof á fjölskyldu- og vinatengslum, erfiðleikar í samskiptum og nánum tengslum, félagsleg útilokun, minni þátttaka í námi eða atvinnulífi og erfiðleikar með að treysta öðrum. Efnahagslegar afleiðingar geta verið tekjutap vegna veikinda eða örorku, minni framleiðni og atvinnuþátttaka, heilbrigðiskostnaður vegna meðferða og endurhæfingar, þjónustukostnaður og missir á menntun eða starfsfærni. Þessu til viðbótar eru samfélagsleg áhrif, svo sem aukinn ótti og vantraust, neikvæð áhrif á samfélagsanda og samstöðu, kostnaður við réttarkerfi og heilbrigðiskerfi og endurtekning milli kynslóða (ofbeldi erfist). Ofbeldi hefur líka djúp áhrif sem ná til fleiri einstaklinga. Þolendur eru stundum fleiri en einn, t.d. þegar um er að ræða börn sem horfa upp á ofbeldi. Hvernig er bataferlið? Ef þolandi lifir ofbeldi af og kemst í bataferli, þá er það langt í frá stutt og einfalt. Bati eftir kynferðisofbeldi er ekki línulegur. Ferlið er einstaklingsbundið og getur tekið mislangan tíma. Bráðaviðbragðsfasi. Einkennist af áfallaviðbrögðum, ringulreið og mikilli tilfinningalegri óvissu. Tilfinningar geta verið sjokk, ótti, skömm, reiði og doði. Algeng líkamleg einkenni eru svefntruflanir, matarleysi, hraður hjartsláttur og skjálfti. Hegðun getur einkennst af einangrun, erfiðleikum með einbeitingu og forðun. Á þessu stigi þarf þolandi fyrst og fremst öryggi, hlustun, skjól og læknisaðstoð. Innra stríð/upplausnarfasi. Áfallaeinkenni ná oft hámarki á þessu stigi. PTSD einkenni verða sýnileg: Endurupplifanir, martraðir og forðun. Sjálfsásökun og skömm. Truflun á tengslum (traustvandamál, félagsfælni). Þörf fyrir fræðslu um áföll og úrræði. Úrvinnsla/samþætting. Þolandi byrjar að vinna í meðvitund um áhrif ofbeldisins og tengir upplifun við sjálfsmynd. Vinna með sálfræðingi eða stuðningsaðila hefst oft hér. Sjálfsstyrking og orðræðubreyting („það var ekki mér að kenna“). Viðurkenning á afleiðingum og takmörkunum – en líka styrkleikum. Skref í átt að tengslum, virkni og tilgangi. Seigla og samþætt lífsreynsla. Áfallið hefur verið samþætt í sjálfsmynd einstaklings. Það skilgreinir hann ekki, en er hluti af lífsreynslu. Endurheimt sjálfstæðis og tengsla. Upplifun af persónulegum styrk og auknu innsæi. Hugsanleg þátttaka í réttindabaráttu, stuðningshópum eða fræðslu. Getur lifað með minningunni án þess að hún stjórni lífinu. Mikilvægt er að muna að þolendur fara ekki endilega í gegnum þessa fasa í fyrrgreindri röð og sumir dvelja lengi á einu stigi. Endurupplifanir, bakslög og einkenni geta komið fram árum síðar, sérstaklega við streitu, undir álagi eða við áföll. Svo má ekki gleyma því að sum okkar verða ítrekað fyrir alls kyns ofbeldi um ævina og flókið getur verið að vinna úr. Enn önnur verða fyrir áföllum og ofbeldi í bataferli. Það sem seinkar eða kemur í veg fyrir bata Það er þó ótal margt sem auðveldlega lengir og/eða fyrirbyggir bata þolenda og letur þá til að kæra. Það er til dæmis þegar þeir sýna viðbrögð sem á fræðiheiti nefnast reactive abuse og geta verið jafn ósjálfráð eins og að frjósa, flýja, forðast eða þókna. Hugtakið reactive abuse lýsir því hvernig þolandinn, eftir langvarandi áreiti eða þrýsting, tekur upp varnarviðbrögð (t.d. reiði, uppreisn) sem gerandinn getur síðan notað sem afsökun fyrir eigin hegðun í stað þess að viðurkenna ábyrgð. Rannsóknir sýna að þegar þolandi sýnir slík viðbrögð gegn misnotkun, þá er það oft túlkað af geranda sem „sönnun“ og rök fyrir sakleysi. Annað þekkt viðbragð á við um gerendur og nefnist DARVO (Defence Attack Reverse Victim and Offender)var upphaflega sett fram af Jennifer Freyd (1997) sem lýsir þríþættu viðbragðsferli geranda sem neitar að hafa beitt ofbeldi, ræðst á trúverðugleika þolanda og snýr hlutverkunum við svo gerandinn verður þolandinn. Í þriðja lagi er það þegar þolendur skortir bakland, stuðning og skilning frá þeim sem ættu að þekkja þau best. Sér í lagi þegar gerandi er í nánasta hring eða þeim næsta; í fjölskyldu, vinahópi eða á vinnustað. Þolendur þurfa á samfélaginu að halda Við sem samfélag getum gert svo miklu betur til að draga úr aldagömlu og róttæku kynbundnu ofbeldi. Við getum til dæmis ákveðið að trúa þolendum miklu oftar, því opinberar tölur sýna okkur trekk í trekk að rétt innan við 100% þeirra segja satt. Við getum líka gert stórátak í að hvetja til hugarfarsbreytingar og fræðslu meðal núverandi og mögulegra gerenda og kalla þá út sem ýmist eru líklegir til eða eru að beita slíku ofbeldi. Sérstaklega ef við þekkjum þá. Leyfa þolendum að njóta vafans. Barátta og aðgerðir gegn ofbeldi krefjast heildrænnar nálgunar, forvarna, stuðningsúrræða og ábyrgðar samfélagsins í heild. Það er ekki aðeins siðferðisleg skylda að bregðast af festu við ofbeldi - heldur nauðsyn til að byggja upp heilbrigt og réttlátt samfélag. Í réttlátu samfélagi ættu t.d. öll kyn að geta stundað útiveru sér til heilsubótar án þess að finna fyrir ótta. Höfundur er stjórnarkona í Vitund, samtökum gegn kynferðisofbeldi. Hafir þú eða einhver sem þú þekkir orðið fyrir kynferðisofbeldi, þá eru allar upplýsingar hér á einum stað á vefstíðu Neyðarlínunnar 112: Aðstoð vegna ofbeldis Heimildir: Courtois, C. A., & Ford, J. D. (2009). Treating Complex Traumatic Stress Disorders. Fergusson, D.M., Boden, J.M., & Horwood, L.J. (2008). Exposure to childhood sexual and physical abuse and adjustment in early adulthood. Child Abuse & Neglect, 32(6), 607–619. Dolezal, T., et al. (2009). The Economic Burden of Child Maltreatment. Prevent Child Abuse America. Herman, J.L. (1992). Trauma and Recovery. Basic Books. DARVO — Jennifer Joy Freyd, PhD. Kilpatrick, D.G., et al. (2003). Violence and Risk of PTSD, Major Depression, Substance Abuse/Dependence, and Comorbidity. Journal of Consulting and Clinical Psychology, 71(4), 692–700. Sigurðardóttir, S., & Guðjónsson, G.H. (1996). The impact of sexual abuse on the mental health of women in Iceland. Scandinavian Journal of Psychology, 37(3), 235–248. Tedeschi, R.G., & Calhoun, L.G. (1996). The Posttraumatic Growth Inventory: Measuring the positive legacy of trauma. Journal of Traumatic Stress. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Kynbundið ofbeldi Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu ók ég að uppáhalds fjörunni minni sem staðsett er á Álftanesi. Lagði bílnum og sá öðrum bíl var lagt rétt hjá. Ég fékk ónotatilfinningu. Tilfinningu sem ég þekki of vel og er orðin hundleið á. Ég yfirgaf þó bílinn minn því ég hafði ákveðið að ganga þessa fjöru fram og til baka þann dag. Ég vil stunda útivist og daglega og fjölbreytta hreyfingu. Helst einsömul. Þegar ég hafði gengið að öðrum enda fjörunnar sá ég hávaxinn og þrekvaxinn mann standa kyrran álengdar og ég hugsaði strax hvað ég ætti að gera ef hann yrði óþægilegur. Við værum jú aðeins tvö hérna á svæðinu. Ég gæti alltaf tekið upp símann og hringt - eða þóst tala í hann. Og ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum; vopnið mitt, ef illa færi. Umræddur maður ógnaði mér aldrei - eins og langflestir menn sem ég mæti ein á almannafæri. Vandinn er bara að ég veit ekki hver er líklegur og hver ekki. Þeir eru einfaldlega of margir sem því miður þarf að óttast og þess vegna fá svo margar konur þessa óttablöndnu tilfinningu. Fyrir rúmum fjórum árum skrifaði ég grein á Vísi um svipaða upplifun. Hún heitir Sameiginlegur ótti kynslóða - Vísir) Ofbeldi og áfallastreita Tilfinningin og ástandið sem ég lýsi í báðum greinum nefnist áfallastreita/áfallastreituröskun og hefur minnst með innsæi eða dómgreind að gera, heldur taugakerfið - sem eru heilinn og taugarnar. Þessa tilfinningu þekkja a.m.k. ein af hverjum fjórum konum á Íslandi, konum sem hafa upplifað alvarlegt ofbeldi. Samt segir tölfræðin okkur að langflestar konur eru beittar ofbeldi í nánum samböndum - inni á eigin heimili eða á stað þar sem þær ættu að vera öruggar. Gerendur eru þá langoftast makar, fyrrum makar, vinir, vinnufélagar, frændur, feður eða bræður. Hugtakið ofbeldi er fyrir löngu þekkt. Töluvert minni þekking er hins vegar á afleiðingum ofbeldis. Og sérstaklega afleiðingum sem sjást ekki endilega utan á þolendum og því gjarnan lítið gert úr. Ég hef margoft hugsað til yfirgripsmikillar vanþekkingar meðal almennings á afleiðingum ofbeldis þegar ég les fréttir, dóma og umræðu í ummælakerfum. Ef gerandi er þekktur, virtur eða dáður eru þolendur eru gjarnan rengdir, þeim úthúðað eða hvött til að sleppa því að kæra. Helst fyrirgefa og “gleyma”. Hins vegar er (meintum) gerendum trúað eða þeir ýmist sýknaðir eða fá skilorðsbundna dóma, það er að segja í þeim örfáu tilfellum sem ákært er. Sönnunarbyrðin liggur hjá þolendum í gríðarlega erfiðri stöðu. Gerendur einfaldlega neita alltaf sök - og það endar gjarnan sem fyrirsögn í fréttum þó að það að einhver neiti sök sé í raun enginn fréttapunktur. Djúp og margvísleg áhrif Ofbeldi getur haft margvísleg áhrif á líkamlega heilsu. Þau er stundum sýnileg en geta einnig falist í langvarandi heilsufarsvandamálum. Í verstu tilfellum leiðir ofbeldið til dauða, þ.e.a.s. morðs eða sjálfvígs. Sálræn og andleg áhrif geta verið kvíði og þunglyndi, áfallastreitutöskun (PTSD), lág sjálfsmynd og sjálfsgagnrýni, sjálfsskaði og sjálfsvígshugsanir, svefntruflanir og martraðir, félagsleg einangrun og vantraust. Þekktar félagslegar afeiðingar eru rof á fjölskyldu- og vinatengslum, erfiðleikar í samskiptum og nánum tengslum, félagsleg útilokun, minni þátttaka í námi eða atvinnulífi og erfiðleikar með að treysta öðrum. Efnahagslegar afleiðingar geta verið tekjutap vegna veikinda eða örorku, minni framleiðni og atvinnuþátttaka, heilbrigðiskostnaður vegna meðferða og endurhæfingar, þjónustukostnaður og missir á menntun eða starfsfærni. Þessu til viðbótar eru samfélagsleg áhrif, svo sem aukinn ótti og vantraust, neikvæð áhrif á samfélagsanda og samstöðu, kostnaður við réttarkerfi og heilbrigðiskerfi og endurtekning milli kynslóða (ofbeldi erfist). Ofbeldi hefur líka djúp áhrif sem ná til fleiri einstaklinga. Þolendur eru stundum fleiri en einn, t.d. þegar um er að ræða börn sem horfa upp á ofbeldi. Hvernig er bataferlið? Ef þolandi lifir ofbeldi af og kemst í bataferli, þá er það langt í frá stutt og einfalt. Bati eftir kynferðisofbeldi er ekki línulegur. Ferlið er einstaklingsbundið og getur tekið mislangan tíma. Bráðaviðbragðsfasi. Einkennist af áfallaviðbrögðum, ringulreið og mikilli tilfinningalegri óvissu. Tilfinningar geta verið sjokk, ótti, skömm, reiði og doði. Algeng líkamleg einkenni eru svefntruflanir, matarleysi, hraður hjartsláttur og skjálfti. Hegðun getur einkennst af einangrun, erfiðleikum með einbeitingu og forðun. Á þessu stigi þarf þolandi fyrst og fremst öryggi, hlustun, skjól og læknisaðstoð. Innra stríð/upplausnarfasi. Áfallaeinkenni ná oft hámarki á þessu stigi. PTSD einkenni verða sýnileg: Endurupplifanir, martraðir og forðun. Sjálfsásökun og skömm. Truflun á tengslum (traustvandamál, félagsfælni). Þörf fyrir fræðslu um áföll og úrræði. Úrvinnsla/samþætting. Þolandi byrjar að vinna í meðvitund um áhrif ofbeldisins og tengir upplifun við sjálfsmynd. Vinna með sálfræðingi eða stuðningsaðila hefst oft hér. Sjálfsstyrking og orðræðubreyting („það var ekki mér að kenna“). Viðurkenning á afleiðingum og takmörkunum – en líka styrkleikum. Skref í átt að tengslum, virkni og tilgangi. Seigla og samþætt lífsreynsla. Áfallið hefur verið samþætt í sjálfsmynd einstaklings. Það skilgreinir hann ekki, en er hluti af lífsreynslu. Endurheimt sjálfstæðis og tengsla. Upplifun af persónulegum styrk og auknu innsæi. Hugsanleg þátttaka í réttindabaráttu, stuðningshópum eða fræðslu. Getur lifað með minningunni án þess að hún stjórni lífinu. Mikilvægt er að muna að þolendur fara ekki endilega í gegnum þessa fasa í fyrrgreindri röð og sumir dvelja lengi á einu stigi. Endurupplifanir, bakslög og einkenni geta komið fram árum síðar, sérstaklega við streitu, undir álagi eða við áföll. Svo má ekki gleyma því að sum okkar verða ítrekað fyrir alls kyns ofbeldi um ævina og flókið getur verið að vinna úr. Enn önnur verða fyrir áföllum og ofbeldi í bataferli. Það sem seinkar eða kemur í veg fyrir bata Það er þó ótal margt sem auðveldlega lengir og/eða fyrirbyggir bata þolenda og letur þá til að kæra. Það er til dæmis þegar þeir sýna viðbrögð sem á fræðiheiti nefnast reactive abuse og geta verið jafn ósjálfráð eins og að frjósa, flýja, forðast eða þókna. Hugtakið reactive abuse lýsir því hvernig þolandinn, eftir langvarandi áreiti eða þrýsting, tekur upp varnarviðbrögð (t.d. reiði, uppreisn) sem gerandinn getur síðan notað sem afsökun fyrir eigin hegðun í stað þess að viðurkenna ábyrgð. Rannsóknir sýna að þegar þolandi sýnir slík viðbrögð gegn misnotkun, þá er það oft túlkað af geranda sem „sönnun“ og rök fyrir sakleysi. Annað þekkt viðbragð á við um gerendur og nefnist DARVO (Defence Attack Reverse Victim and Offender)var upphaflega sett fram af Jennifer Freyd (1997) sem lýsir þríþættu viðbragðsferli geranda sem neitar að hafa beitt ofbeldi, ræðst á trúverðugleika þolanda og snýr hlutverkunum við svo gerandinn verður þolandinn. Í þriðja lagi er það þegar þolendur skortir bakland, stuðning og skilning frá þeim sem ættu að þekkja þau best. Sér í lagi þegar gerandi er í nánasta hring eða þeim næsta; í fjölskyldu, vinahópi eða á vinnustað. Þolendur þurfa á samfélaginu að halda Við sem samfélag getum gert svo miklu betur til að draga úr aldagömlu og róttæku kynbundnu ofbeldi. Við getum til dæmis ákveðið að trúa þolendum miklu oftar, því opinberar tölur sýna okkur trekk í trekk að rétt innan við 100% þeirra segja satt. Við getum líka gert stórátak í að hvetja til hugarfarsbreytingar og fræðslu meðal núverandi og mögulegra gerenda og kalla þá út sem ýmist eru líklegir til eða eru að beita slíku ofbeldi. Sérstaklega ef við þekkjum þá. Leyfa þolendum að njóta vafans. Barátta og aðgerðir gegn ofbeldi krefjast heildrænnar nálgunar, forvarna, stuðningsúrræða og ábyrgðar samfélagsins í heild. Það er ekki aðeins siðferðisleg skylda að bregðast af festu við ofbeldi - heldur nauðsyn til að byggja upp heilbrigt og réttlátt samfélag. Í réttlátu samfélagi ættu t.d. öll kyn að geta stundað útiveru sér til heilsubótar án þess að finna fyrir ótta. Höfundur er stjórnarkona í Vitund, samtökum gegn kynferðisofbeldi. Hafir þú eða einhver sem þú þekkir orðið fyrir kynferðisofbeldi, þá eru allar upplýsingar hér á einum stað á vefstíðu Neyðarlínunnar 112: Aðstoð vegna ofbeldis Heimildir: Courtois, C. A., & Ford, J. D. (2009). Treating Complex Traumatic Stress Disorders. Fergusson, D.M., Boden, J.M., & Horwood, L.J. (2008). Exposure to childhood sexual and physical abuse and adjustment in early adulthood. Child Abuse & Neglect, 32(6), 607–619. Dolezal, T., et al. (2009). The Economic Burden of Child Maltreatment. Prevent Child Abuse America. Herman, J.L. (1992). Trauma and Recovery. Basic Books. DARVO — Jennifer Joy Freyd, PhD. Kilpatrick, D.G., et al. (2003). Violence and Risk of PTSD, Major Depression, Substance Abuse/Dependence, and Comorbidity. Journal of Consulting and Clinical Psychology, 71(4), 692–700. Sigurðardóttir, S., & Guðjónsson, G.H. (1996). The impact of sexual abuse on the mental health of women in Iceland. Scandinavian Journal of Psychology, 37(3), 235–248. Tedeschi, R.G., & Calhoun, L.G. (1996). The Posttraumatic Growth Inventory: Measuring the positive legacy of trauma. Journal of Traumatic Stress.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun