Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar 9. ágúst 2025 09:03 Árlega gefur ILGA-Europe, félag hinsegin fólks í Evrópu og Mið-Asíu, út sérstakt Regnbogakort sem birtir yfirlit og samanburð um lagaleg réttindi hinsegin fólks í heimshlutanum. Með kortinu, sem nær til 49 landa, er hægt að bera saman lagalega stöðu hinsegin fólks á milli landa. Ísland hefur verið á mikilli uppleið á undanförnum árum og fór á skömmum tíma úr 17. sæti, með 47% þáverandi viðmiða uppfyllt, og upp í það næstfyrsta árið 2024, með 83% viðmiða uppfyllt. Í dag eru lagaleg réttindi hinsegin fólks á Íslandi með þeim bestu í heimi. Þótt lagaleg réttindi og félagslegur veruleiki fari ekki alltaf saman eru þau grundvöllur þeirra breytinga sem orðið hafa hér á landi á síðustu árum. Meginástæður þessara framfara eru lög um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru árið 2019 og lög um bann við bælingarmeðferðum sem tóku gildi árið 2024 auk breytinga á hegningarlögum, sem styrkt hafa vernd gegn hatursglæpum og hatursáróðri gegn hinsegin fólki. Þá samþykktu stjórnvöld fyrstu aðgerðaráætlunina í málefnum hinsegin fólks árið 2022 og nú er unnið að endurnýjun hennar með það fyrir augum að ný áætlun verði samþykkt á Alþingi í haust. Nýtt regnbogakort: Ísland fellur um eitt sæti Regnbogakort ársins 2025 var birt í maí. Þar kemur í ljós að Ísland bætir eilítið við sig frá fyrra ári og uppfyllir nú 84,06% matsþátta en fellur engu að síður niður um eitt sæti og hafnar í því þriðja. Ástæða hækkunarinnar er nýr matsþáttur um hatursorðræðu vegna kyneinkenna, atriði sem Ísland uppfyllti einnig áður en því var bætt í viðmið kortsins. Á sama tíma bætir Belgía stöðu sína á milli ára, og tekur annað sætið af Íslandi. Árangur Belgíu er fyrst og fremst vegna aðgerða stjórnvalda þar í landi gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Sá árangur sem náðst hefur á Íslandi átti sér sannarlega ekki stað í tómarúmi heldur er hann afrakstur markvissrar vinnu fjölda aðila. Þar má nefna forvera minn í starfi, Daníel E. Arnarsson, en ekki síður annað starfsfólk, stjórnarfólk, sjálfboðaliða, Trans Ísland og Intersex Ísland. Ekki má heldur gleyma framlagi stjórnvalda sjálfra, stjórnmálafólks og embættismanna, sem hafa unnið að framgangi hinsegin málefna á undanförnum árum. Öflugt alþjóðastarf Áhugi á alþjóðlegu samstarfi við Samtökin ‘78 hefur aukist samhliða þeim árangri sem Ísland hefur náð á Regnbogakorti ILGA-Europe. Ísland er í dag eitt af þeim löndum sem litið er hvað helst til. Við erum afar meðvituð um hlutverk okkar og tökum þátt í alþjóðasamstarfi eftir fremsta megni, enda vitum við sem er,að við verðum ekki frjáls fyrr en öll eru frjáls. Hver eru næstu skref? Þótt mikið hafi áunnist er björninn ekki unninn. Ísland á enn nokkuð í land til að uppfylla öll skilyrði Regnbogakortsins og þangað skal áfram stefnt. Mikilvægt er að ráðist verði í lagasetningu sem bætir líkamlega friðhelgi intersex fólks og frekari aðgerðir gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Þá þarf að tryggja rétt homma og annarra hinsegin karla til blóðgjafa og öflugri umgjörð fyrir hinsegin fólk á flótta. Allt eru þetta atriði sem ILGA-Europe horfir til. Til viðbótar eru ýmis atriði sem ekki eru hluti af viðmiðum Regnbogakortsins en eru engu að síður mikilvæg, til dæmis bætt lagaleg réttindi barna sem eiga frá fyrstu tíð fleiri en tvo foreldra. Samtökin ‘78 eiga í virku samtali við stjórnvöld þar sem meðal annars er þrýst á ofangreinda þætti. Þessu hlutverki okkar munum við áfram sinna með öflugum hætti. Við erum í algjöru dauðafæri að koma Íslandi í allra fremstu röð í heiminum hvað varðar lagaleg réttindi hinsegin fólks. Það er því sjálfsögð krafa hinsegin samfélagsins að Ísland styrki áfram stöðu sína sem fyrirmynd á heimsvísu og nái fyrsta sæti Regnbogakortsins innan fárra ára. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Kári Garðarsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Árlega gefur ILGA-Europe, félag hinsegin fólks í Evrópu og Mið-Asíu, út sérstakt Regnbogakort sem birtir yfirlit og samanburð um lagaleg réttindi hinsegin fólks í heimshlutanum. Með kortinu, sem nær til 49 landa, er hægt að bera saman lagalega stöðu hinsegin fólks á milli landa. Ísland hefur verið á mikilli uppleið á undanförnum árum og fór á skömmum tíma úr 17. sæti, með 47% þáverandi viðmiða uppfyllt, og upp í það næstfyrsta árið 2024, með 83% viðmiða uppfyllt. Í dag eru lagaleg réttindi hinsegin fólks á Íslandi með þeim bestu í heimi. Þótt lagaleg réttindi og félagslegur veruleiki fari ekki alltaf saman eru þau grundvöllur þeirra breytinga sem orðið hafa hér á landi á síðustu árum. Meginástæður þessara framfara eru lög um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru árið 2019 og lög um bann við bælingarmeðferðum sem tóku gildi árið 2024 auk breytinga á hegningarlögum, sem styrkt hafa vernd gegn hatursglæpum og hatursáróðri gegn hinsegin fólki. Þá samþykktu stjórnvöld fyrstu aðgerðaráætlunina í málefnum hinsegin fólks árið 2022 og nú er unnið að endurnýjun hennar með það fyrir augum að ný áætlun verði samþykkt á Alþingi í haust. Nýtt regnbogakort: Ísland fellur um eitt sæti Regnbogakort ársins 2025 var birt í maí. Þar kemur í ljós að Ísland bætir eilítið við sig frá fyrra ári og uppfyllir nú 84,06% matsþátta en fellur engu að síður niður um eitt sæti og hafnar í því þriðja. Ástæða hækkunarinnar er nýr matsþáttur um hatursorðræðu vegna kyneinkenna, atriði sem Ísland uppfyllti einnig áður en því var bætt í viðmið kortsins. Á sama tíma bætir Belgía stöðu sína á milli ára, og tekur annað sætið af Íslandi. Árangur Belgíu er fyrst og fremst vegna aðgerða stjórnvalda þar í landi gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Sá árangur sem náðst hefur á Íslandi átti sér sannarlega ekki stað í tómarúmi heldur er hann afrakstur markvissrar vinnu fjölda aðila. Þar má nefna forvera minn í starfi, Daníel E. Arnarsson, en ekki síður annað starfsfólk, stjórnarfólk, sjálfboðaliða, Trans Ísland og Intersex Ísland. Ekki má heldur gleyma framlagi stjórnvalda sjálfra, stjórnmálafólks og embættismanna, sem hafa unnið að framgangi hinsegin málefna á undanförnum árum. Öflugt alþjóðastarf Áhugi á alþjóðlegu samstarfi við Samtökin ‘78 hefur aukist samhliða þeim árangri sem Ísland hefur náð á Regnbogakorti ILGA-Europe. Ísland er í dag eitt af þeim löndum sem litið er hvað helst til. Við erum afar meðvituð um hlutverk okkar og tökum þátt í alþjóðasamstarfi eftir fremsta megni, enda vitum við sem er,að við verðum ekki frjáls fyrr en öll eru frjáls. Hver eru næstu skref? Þótt mikið hafi áunnist er björninn ekki unninn. Ísland á enn nokkuð í land til að uppfylla öll skilyrði Regnbogakortsins og þangað skal áfram stefnt. Mikilvægt er að ráðist verði í lagasetningu sem bætir líkamlega friðhelgi intersex fólks og frekari aðgerðir gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Þá þarf að tryggja rétt homma og annarra hinsegin karla til blóðgjafa og öflugri umgjörð fyrir hinsegin fólk á flótta. Allt eru þetta atriði sem ILGA-Europe horfir til. Til viðbótar eru ýmis atriði sem ekki eru hluti af viðmiðum Regnbogakortsins en eru engu að síður mikilvæg, til dæmis bætt lagaleg réttindi barna sem eiga frá fyrstu tíð fleiri en tvo foreldra. Samtökin ‘78 eiga í virku samtali við stjórnvöld þar sem meðal annars er þrýst á ofangreinda þætti. Þessu hlutverki okkar munum við áfram sinna með öflugum hætti. Við erum í algjöru dauðafæri að koma Íslandi í allra fremstu röð í heiminum hvað varðar lagaleg réttindi hinsegin fólks. Það er því sjálfsögð krafa hinsegin samfélagsins að Ísland styrki áfram stöðu sína sem fyrirmynd á heimsvísu og nái fyrsta sæti Regnbogakortsins innan fárra ára. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar