Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 07:01 Síðustu ár hafa útlendingamálin verið eftirlátin jöðrunum í umræðunni og snúist annaðhvort um stjórnleysi eða lokuð landamæri. Svarið liggur hins vegar ekki á jöðrunum heldur á miðjunni: í stefnu sem byggir á að tryggja velferð íbúa til skemmri tíma en ekki síður til framtíðar. Aðfluttir auðga íslenskt mannlíf og gegna mikilvægu hlutverki í ýmsum starfsstéttum. Okkur ber að taka vel á móti því fólki sem hér sest að þannig að fólk njóti raunverulegra tækifæra. Með því að ná stjórn getum við sinnt því hlutverki betur. Við eigum að gera kröfur til þeirra sem setjast hér að og við eigum að gera kröfur til okkar sjálfra. Ég vildi fá yfirsýn yfir stöðuna eftir að ég tók við sem dómsmálaráðherra og lét gera greiningu á dvalarleyfiskerfinu. Fyrstu niðurstöður liggja fyrir en vinna stendur enn yfir. 1. Fimmtánföld fólksfjölgun á við Evrópu Á árunum 2017-2024 fjölgaði íbúum Íslands fimmtánfalt á við Evrópumeðaltal og næstum fjórfalt á við hin Norðurlöndin. Framlag erlendra ríkisborgara til íbúafjölgunar árin 2017-2024 er um 2/3 (68%). Íbúum Íslands hefur fjölgað um rúmlega 50.000 frá 2017. Heimild. Eurostat og Hagstofa Íslands. 2. Hlutfall erlendra ríkisborgara miklu hærra á Íslandi en öðrum Norðurlöndum Hlutfall erlendra ríkisborgara var svipað á Íslandi og á öðrum Norðurlöndum árið 2017. Sjö árum síðar var það orðið langtum hærra. Hlutfall erlendra ríkisborgara er nú um 17% samanborið við 9% á öðrum Norðurlöndum. Heimild. Eurostat og Hagstofa Íslands. 3. 2021-2023: Allt að 64% fleiri dvalarleyfi gefin út á Íslandi Flestir innflytjendur sem hér setjast að koma vegna frjálsra fólksflutninga innan EES. Aðrir setjast hér að gegnum dvalarleyfakerfið og verndarkerfið. Á árunum 2021-2023 voru útgefin allt að 64% fleiri dvalarleyfi á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum í hlutfalli við íbúafjölda hvers lands. Mestur er munurinn á Íslandi samanborið við Noreg. Heimild. Eurostat og Hagstofa Íslands.*Eingöngu fyrstu leyfi. 4. Gjöld fyrir dvalarleyfi langsamlega lægst á Íslandi Gjöld fyrir dvalarleyfi á grundvelli atvinnu eru að meðaltali um 80% lægri á Íslandi en hinum Norðurlöndunum. Algengt verð fyrir dvalarleyfi á Íslandi er 16.000 krónur en allt upp í 170.000 krónur á öðrum Norðurlöndum. Gjaldskrá fyrir dvalarleyfi á Íslandi er sú lægsta í samanburði Norðurlanda í nær öllum flokkum. 5. 388% fleiri útgefin dvalarleyfi til náms samanborið við Noreg Heildarfjöldi dvalarleyfa á Íslandi í lok árs 2024 voru 62% fleiri en í Noregi, í hlutfalli við íbúafjölda. Námsmannaleyfin vekja athygli en fjöldi námsmannaleyfa á Íslandi í lok árs 2024 var 388% hærri en í Noregi í hlutfalli við íbúafjölda. Heimild. Eurostat og Hagstofa Íslands.*Nýjustu tölur Eurostat fyrir Noreg eru frá því í lok árs 2023, ekki er talið líklegt að myndin hafi breyst mikið fram á árið 2024. 6. Ísland auglýst í Nígeríu Hátt í fimm hundruð umsóknir um námsmannaleyfi frá Gana, Nígeríu og Pakistan hafa borist á árinu sem er næstum tvöföldun frá 2024. Hægt er að sækja um dvalarleyfi hér fyrir námsmenn og fjölskyldur þeirra. Við einfalda leit á netinu sést að Ísland er núna auglýst sem „auðvelt land“ þar sem lukkuriddarar bjóða fram ráðgjöf og selja aðstoð sína í þeim efnum. 7. Umsóknum um vernd fer fækkandi Umsóknir um vernd á Íslandi eru margar í hlutfalli við íbúafjölda landsins og mikill fjöldi hefur komið til landsins á fáum árum. Veruleg fækkun varð hins vegar milli áranna 2023 og 2024. Árið 2024 voru umsóknir um vernd á Íslandi um helmingur af umsóknarfjölda 2023. Á fyrri helmingi 2025 hefur Útlendingastofnun borist 629 umsóknir um vernd. Heimild. Verndarsvið Útlendingastofnunar. Margt framundan Á komandi þingvetri mun ég leggja fram tillögur um afnám íslenskra sérreglna í útlendingamálum. Frumvarp hefur verið lagt fram um afnám svokallaðrar 18 mánaða reglu, sem nú veitir sjálfkrafa dvalarleyfi við drátt í málsmeðferð. Frumvarp um afturköllun alþjóðlegrar verndar fyrir þá sem brjóta alvarlega gegn íslenskum lögum verður lagt fram. Frumvarp um brottfarar- og greiningarstöð sömuleiðis. Öllum flugfélögum sem fljúga hingað til lands er nú skylt að afhenda farþegalista skv. nýjum lögum. Ríkisstjórnin horfir til Norðurlanda hvað varðar breytingar í útlendingamálum. Okkar reglur eiga ekki að vera á skjön við reglur nágrannaríkja. Markmiðið um góðar móttökur er skýrt - á sama tíma og markmiðið um stjórn er skýrt. Stjórnleysi er ekki hagur neins Við blasir að það þarf að vinna eftir skýrri stefnu. Stjórnleysi í útlendingamálum er ekki hagur neins, hvorki Íslendinga né annarra. Það kemur einnig verst niður á þeim sem eru í viðkvæmri stöðu. Útlendingar á íslenskum vinnumarkaði eru margir í viðkvæmri stöðu nú þegar. Nýleg mansalsrannsókn er mikilvæg áminning um það. Ánægjulegt er að sjá að fyrstu viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar virðast almennt góð og stjórnarandstaðan boðar stuðning við afnám sérreglna. Við ætlum ekki að loka landinu – við ætlum hins vegar að opna augun og vinna eftir skýrri stefnu. Og við munum byggja aðgerðir okkar á gögnum og greiningum og taka skynsamleg og markviss skref til að ná stjórn á aðstæðum. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Síðustu ár hafa útlendingamálin verið eftirlátin jöðrunum í umræðunni og snúist annaðhvort um stjórnleysi eða lokuð landamæri. Svarið liggur hins vegar ekki á jöðrunum heldur á miðjunni: í stefnu sem byggir á að tryggja velferð íbúa til skemmri tíma en ekki síður til framtíðar. Aðfluttir auðga íslenskt mannlíf og gegna mikilvægu hlutverki í ýmsum starfsstéttum. Okkur ber að taka vel á móti því fólki sem hér sest að þannig að fólk njóti raunverulegra tækifæra. Með því að ná stjórn getum við sinnt því hlutverki betur. Við eigum að gera kröfur til þeirra sem setjast hér að og við eigum að gera kröfur til okkar sjálfra. Ég vildi fá yfirsýn yfir stöðuna eftir að ég tók við sem dómsmálaráðherra og lét gera greiningu á dvalarleyfiskerfinu. Fyrstu niðurstöður liggja fyrir en vinna stendur enn yfir. 1. Fimmtánföld fólksfjölgun á við Evrópu Á árunum 2017-2024 fjölgaði íbúum Íslands fimmtánfalt á við Evrópumeðaltal og næstum fjórfalt á við hin Norðurlöndin. Framlag erlendra ríkisborgara til íbúafjölgunar árin 2017-2024 er um 2/3 (68%). Íbúum Íslands hefur fjölgað um rúmlega 50.000 frá 2017. Heimild. Eurostat og Hagstofa Íslands. 2. Hlutfall erlendra ríkisborgara miklu hærra á Íslandi en öðrum Norðurlöndum Hlutfall erlendra ríkisborgara var svipað á Íslandi og á öðrum Norðurlöndum árið 2017. Sjö árum síðar var það orðið langtum hærra. Hlutfall erlendra ríkisborgara er nú um 17% samanborið við 9% á öðrum Norðurlöndum. Heimild. Eurostat og Hagstofa Íslands. 3. 2021-2023: Allt að 64% fleiri dvalarleyfi gefin út á Íslandi Flestir innflytjendur sem hér setjast að koma vegna frjálsra fólksflutninga innan EES. Aðrir setjast hér að gegnum dvalarleyfakerfið og verndarkerfið. Á árunum 2021-2023 voru útgefin allt að 64% fleiri dvalarleyfi á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum í hlutfalli við íbúafjölda hvers lands. Mestur er munurinn á Íslandi samanborið við Noreg. Heimild. Eurostat og Hagstofa Íslands.*Eingöngu fyrstu leyfi. 4. Gjöld fyrir dvalarleyfi langsamlega lægst á Íslandi Gjöld fyrir dvalarleyfi á grundvelli atvinnu eru að meðaltali um 80% lægri á Íslandi en hinum Norðurlöndunum. Algengt verð fyrir dvalarleyfi á Íslandi er 16.000 krónur en allt upp í 170.000 krónur á öðrum Norðurlöndum. Gjaldskrá fyrir dvalarleyfi á Íslandi er sú lægsta í samanburði Norðurlanda í nær öllum flokkum. 5. 388% fleiri útgefin dvalarleyfi til náms samanborið við Noreg Heildarfjöldi dvalarleyfa á Íslandi í lok árs 2024 voru 62% fleiri en í Noregi, í hlutfalli við íbúafjölda. Námsmannaleyfin vekja athygli en fjöldi námsmannaleyfa á Íslandi í lok árs 2024 var 388% hærri en í Noregi í hlutfalli við íbúafjölda. Heimild. Eurostat og Hagstofa Íslands.*Nýjustu tölur Eurostat fyrir Noreg eru frá því í lok árs 2023, ekki er talið líklegt að myndin hafi breyst mikið fram á árið 2024. 6. Ísland auglýst í Nígeríu Hátt í fimm hundruð umsóknir um námsmannaleyfi frá Gana, Nígeríu og Pakistan hafa borist á árinu sem er næstum tvöföldun frá 2024. Hægt er að sækja um dvalarleyfi hér fyrir námsmenn og fjölskyldur þeirra. Við einfalda leit á netinu sést að Ísland er núna auglýst sem „auðvelt land“ þar sem lukkuriddarar bjóða fram ráðgjöf og selja aðstoð sína í þeim efnum. 7. Umsóknum um vernd fer fækkandi Umsóknir um vernd á Íslandi eru margar í hlutfalli við íbúafjölda landsins og mikill fjöldi hefur komið til landsins á fáum árum. Veruleg fækkun varð hins vegar milli áranna 2023 og 2024. Árið 2024 voru umsóknir um vernd á Íslandi um helmingur af umsóknarfjölda 2023. Á fyrri helmingi 2025 hefur Útlendingastofnun borist 629 umsóknir um vernd. Heimild. Verndarsvið Útlendingastofnunar. Margt framundan Á komandi þingvetri mun ég leggja fram tillögur um afnám íslenskra sérreglna í útlendingamálum. Frumvarp hefur verið lagt fram um afnám svokallaðrar 18 mánaða reglu, sem nú veitir sjálfkrafa dvalarleyfi við drátt í málsmeðferð. Frumvarp um afturköllun alþjóðlegrar verndar fyrir þá sem brjóta alvarlega gegn íslenskum lögum verður lagt fram. Frumvarp um brottfarar- og greiningarstöð sömuleiðis. Öllum flugfélögum sem fljúga hingað til lands er nú skylt að afhenda farþegalista skv. nýjum lögum. Ríkisstjórnin horfir til Norðurlanda hvað varðar breytingar í útlendingamálum. Okkar reglur eiga ekki að vera á skjön við reglur nágrannaríkja. Markmiðið um góðar móttökur er skýrt - á sama tíma og markmiðið um stjórn er skýrt. Stjórnleysi er ekki hagur neins Við blasir að það þarf að vinna eftir skýrri stefnu. Stjórnleysi í útlendingamálum er ekki hagur neins, hvorki Íslendinga né annarra. Það kemur einnig verst niður á þeim sem eru í viðkvæmri stöðu. Útlendingar á íslenskum vinnumarkaði eru margir í viðkvæmri stöðu nú þegar. Nýleg mansalsrannsókn er mikilvæg áminning um það. Ánægjulegt er að sjá að fyrstu viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar virðast almennt góð og stjórnarandstaðan boðar stuðning við afnám sérreglna. Við ætlum ekki að loka landinu – við ætlum hins vegar að opna augun og vinna eftir skýrri stefnu. Og við munum byggja aðgerðir okkar á gögnum og greiningum og taka skynsamleg og markviss skref til að ná stjórn á aðstæðum. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun