Innlent

Sam­skipti fanga í ein­angrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12.

Fangelsismálastjóri segir nánast útilokað að sakborningar sem sæti einangrun vegna sömu sakamálarannsóknar nái að hafa samskipti, vegna hönnunar Hólmsheiðarfangelsis. Fangar sem eru til rannsóknar í sömu málum eigi ekki að nota sömu útivistarsvæði, en fjöldi fanga í gæsluvarðahaldi reynist þó áskorun.

Grímuklæddir stuðningsmenn danska knattspyrnuliðsins Bröndby réðust á stuðningsmenn Víkings eftir leik liðanna í gær. Einn var handtekinn en fyrir leik töldu forsvarsmenn danska liðsins litlar líkur á að nokkur maður myndi æsa sig.

Öryggisráð Ísrael hefur ákveðið að taka yfir Gasa-borg en ákvörðunin er umdeild í Ísrael. Hún þykir til marks um enn frekari stigmögnun átaka á svæðinu að sögn alþjóðastjórnmálafræðings

Gleðigangan, hápunktur Hinsegin daga, fer fram á morgun. Páll Óskar Hjálmtýsson segist ætla að taka þátt í göngunni þangað til hann verður 83 ára gömul drottning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×