„Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Andri Már Eggertsson skrifar 8. ágúst 2025 20:47 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þróttur vann 2-1 sigur gegn Víkingi í 12. umferð Bestu deildar kvenna. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var ánægður með að liðið hafi klárað leikinn einum færri síðustu átján mínúturnar. „Varnarleikurinn var fínn það var gott skipulag þegar við vorum búnar að jafna okkur á því að hafa lent einum færri. Við vorum með tvær fjögurra manna línur og ein fremst og vorum ekkert að æða mikið út úr stöðum en það komu fyrirgjafir og við erum með fínan markmann. Þetta var ákveðin seigla,“ sagði Ólafur eftir leik. Sóley María Steinarsdóttir, leikmaður Þróttar, fékk beint rautt spjald þar sem hún togaði í hárið á Lindu Líf Boama. „Ég sá þetta ekki. Ef það er rifið í hár þá er það hárrétt en ég held að Sóley hafi ekki verið að toga hana niður og ég set spurningarmerki við að vera með slegið hár hvort það eigi ekki að vera með tagl eða eitthvað svoleiðis. Þetta var slysalegt og ef hún reif í hárið á henni þá er það rautt spjald.“ Aðspurður út í hvort Ólafur hafi leitað eftir viðbrögðum frá sínum leikmanni eða Marit Skurdal, dómara leiksins, sem er frá Noregi sagðist Ólafur bara hafa talað við Sóleyju. „Ég er búin að tala við Sóley og hún var svekkt að hafa verið rekin út af. Þú þarft að hrista svona af þér og það er bara áfram gakk. Dómarinn bara dæmir þetta og tekur sínar ákvarðanir og við lifum með því. Ég þarf ekkert að ræða við hana enda norskan farin að ryðga.“ Víkingur byrjaði leikinn betur en Þróttur gekk á lagið eftir því sem leið á fyrri hálfleik sem skilaði tveimur mörkum. „Víkingur er með fínt lið og þær eru að berjast fyrir lífi sínu og komu grimmar inn í leikinn. Mér fannst við ná ágætis tökum á þessu þegar við fengum ró á boltann og fórum út í breiddina,“ sagði Ólafur að lokum og bætti við að þetta hafi ekki verið fallegasti fótboltaleikurinn en að þetta hafi verið seigla. Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Sjá meira
„Varnarleikurinn var fínn það var gott skipulag þegar við vorum búnar að jafna okkur á því að hafa lent einum færri. Við vorum með tvær fjögurra manna línur og ein fremst og vorum ekkert að æða mikið út úr stöðum en það komu fyrirgjafir og við erum með fínan markmann. Þetta var ákveðin seigla,“ sagði Ólafur eftir leik. Sóley María Steinarsdóttir, leikmaður Þróttar, fékk beint rautt spjald þar sem hún togaði í hárið á Lindu Líf Boama. „Ég sá þetta ekki. Ef það er rifið í hár þá er það hárrétt en ég held að Sóley hafi ekki verið að toga hana niður og ég set spurningarmerki við að vera með slegið hár hvort það eigi ekki að vera með tagl eða eitthvað svoleiðis. Þetta var slysalegt og ef hún reif í hárið á henni þá er það rautt spjald.“ Aðspurður út í hvort Ólafur hafi leitað eftir viðbrögðum frá sínum leikmanni eða Marit Skurdal, dómara leiksins, sem er frá Noregi sagðist Ólafur bara hafa talað við Sóleyju. „Ég er búin að tala við Sóley og hún var svekkt að hafa verið rekin út af. Þú þarft að hrista svona af þér og það er bara áfram gakk. Dómarinn bara dæmir þetta og tekur sínar ákvarðanir og við lifum með því. Ég þarf ekkert að ræða við hana enda norskan farin að ryðga.“ Víkingur byrjaði leikinn betur en Þróttur gekk á lagið eftir því sem leið á fyrri hálfleik sem skilaði tveimur mörkum. „Víkingur er með fínt lið og þær eru að berjast fyrir lífi sínu og komu grimmar inn í leikinn. Mér fannst við ná ágætis tökum á þessu þegar við fengum ró á boltann og fórum út í breiddina,“ sagði Ólafur að lokum og bætti við að þetta hafi ekki verið fallegasti fótboltaleikurinn en að þetta hafi verið seigla.
Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Sjá meira