Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. ágúst 2025 09:54 Ástráður Haraldsson hefur starfað sem ríkissáttasemjari frá árinu 2023. Vísir/Vilhelm Félags- og húsnæðismálaráðuneytið rannsakar ásakanir á hendur Ástráði Haraldssyni ríkissáttasemjara um áreitni í skemmtiferð á vegum embættisins til Vestmannaeyja árið 2022. Morgunblaðið birtir umfjöllun þess efnis í blaði dagsins og hefur eftir heimildum að tveir starfsmenn embættisins hafi kvartað undan framferði Ástráðs í umræddri ferð, sem var farin þegar Ástráður starfaði sem verktaki hjá embættinu. Annar starfsmaðurinn hafi lagt fram formlega kvörtun. Það mun hafa verið Aldís G. Sigurðardóttir, fyrrverandi sáttasemjari við embætti ríkissáttasemjara. Morgunblaðið hefur eftir heimildum að ásakanirnar varði ósæmilega hegðun þar sem Ástráður á að hafa farið yfir eðlileg mörk með óæskilegum snertingum. Strax í kjölfar ferðarinnar hafi hún fundað með Aðalsteini Leifssyni þáverandi ríkissáttasemjara og Elísabetu S. Ólafsdóttur, þáverandi skrifstofustjóra embættisins og lagt fram formlega kvörtun. Málið hvergi í gögnum embættisins Ástráður lýsir atvikum þannig í samtali við Morgunblaðið að Aldís hafi komið að máli við hann og sagt að henni hafi þótt snerting hans á veitingahúsi í Vestmannaeyjum óþægileg. Hann hafi brugðist við með því að biðjast innilegrar afsökunar og hún tekið afsökunarbeiðninni vel. Aðalsteinn Leifsson, þáverandi ríkissáttasemjari, hafi jafnframt rætt málið við hann og engin eftirmál orðið svo Ástráði sé kunnugt. Þá hefur blaðið eftir heimildum að auk ásakananna hafi ráðuneytið þá staðreynd til skoðunar að hvergi í skjalakerfum Ríkissáttasemjara sé nokkuð að finna um atvikið. Aðalsteini hafi sem sagt láðst að færa kvörtunina sjálfa og upplýsingar tengdar henni til bókar. Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vestmannaeyjar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Morgunblaðið birtir umfjöllun þess efnis í blaði dagsins og hefur eftir heimildum að tveir starfsmenn embættisins hafi kvartað undan framferði Ástráðs í umræddri ferð, sem var farin þegar Ástráður starfaði sem verktaki hjá embættinu. Annar starfsmaðurinn hafi lagt fram formlega kvörtun. Það mun hafa verið Aldís G. Sigurðardóttir, fyrrverandi sáttasemjari við embætti ríkissáttasemjara. Morgunblaðið hefur eftir heimildum að ásakanirnar varði ósæmilega hegðun þar sem Ástráður á að hafa farið yfir eðlileg mörk með óæskilegum snertingum. Strax í kjölfar ferðarinnar hafi hún fundað með Aðalsteini Leifssyni þáverandi ríkissáttasemjara og Elísabetu S. Ólafsdóttur, þáverandi skrifstofustjóra embættisins og lagt fram formlega kvörtun. Málið hvergi í gögnum embættisins Ástráður lýsir atvikum þannig í samtali við Morgunblaðið að Aldís hafi komið að máli við hann og sagt að henni hafi þótt snerting hans á veitingahúsi í Vestmannaeyjum óþægileg. Hann hafi brugðist við með því að biðjast innilegrar afsökunar og hún tekið afsökunarbeiðninni vel. Aðalsteinn Leifsson, þáverandi ríkissáttasemjari, hafi jafnframt rætt málið við hann og engin eftirmál orðið svo Ástráði sé kunnugt. Þá hefur blaðið eftir heimildum að auk ásakananna hafi ráðuneytið þá staðreynd til skoðunar að hvergi í skjalakerfum Ríkissáttasemjara sé nokkuð að finna um atvikið. Aðalsteini hafi sem sagt láðst að færa kvörtunina sjálfa og upplýsingar tengdar henni til bókar.
Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vestmannaeyjar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira