Sport

Haf­þór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hafþór Júlíus Björnsson var mjög ánægður með sigurinn eins og sést hér.
Hafþór Júlíus Björnsson var mjög ánægður með sigurinn eins og sést hér. @thorbjornsson

Hafþór Júlíus Björnsson er sterkasti maður Íslands í tólfta skiptið á ferlinum en hann fagnaði sigri á mótinu í gær eftir stórkostlegan seinni dag.

Hafþór tryggði sér endanlega titilinn með frábærri lokagrein þar sem hann lyfti öllum fimm Atlas steinunum upp á pall á aðeins 15,95 sekúndum. 

Atlas steinarnir eru vanalega 90, 100, 110 , 125 og 140 kíló. Auk þess eru þeir hringlaga þannig að það er erfitt að ná taki á þeim. Hafþór þekkir þá vel og var ekki lengi að klára greinina.

Hafþór varði titilinn sem hann vann á ný í fyrra en hann hafði áður unnið hann tíu ár í röð frá 2011 til 2019.

Enginn annar hefur hefur unnið þennan titil oftar en tíu sinnum en Magnús Ver Magnússon vann hann átta sinnum og Jón Páll Sigmarsson fimm sinnum.

Hafþór var í öðru sæti eftir fyrri daginn með 2,5 stigum minna en Paddy Haynes.

Það átti hins vegar enginn möguleika í Fjallið í gær. Hafþór vann þrjár af fjórum greinum og varð í öðru sæti í þeirri fjórðu.

Hann náði alls í 27 af 28 mögulegum stigum í boði eða sjö stigum meira en Haynes.

Haynes, sem er sterkasti maður Breta í ár, endaði í öðru sæti með 44,5 stig og þriðji varð Evans Nana með 39 stig.

Eftir að hafa hent Atlas steinunum upp á pall á svakalegum tíma þá fagnaði hann sigri með því að rífa bolinn af sér með miklum tilþrifum eins og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×